Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 62
H vað hefur breyst á þeim sjö árum sem þú hefur leikið Jason Bourne? „Þegar við tókum upp fyrstu myndina átti ég ekkert líf fyrir utan vinnu. Ég fór alltaf beint í ræktina eftir tökur og svo heim að sofa. Nú á ég fjölskyldu, eina stjúpdóttur og litla dóttur, svo forgangsröðunin er önnur. Ég mætti í mjög fínu formi á fyrsta tökudegi því hlutverkið krefst gríðarlegra líkams- átaka. En svo hreyfði ég mig lítið sem ekkert meðan á tökum stóð. Þegar við horfðum á grófklippt eintak af mynd- inni tók leikstjórinn eftir því að renni- lásinn á jakkanum mínum var kominn miklu ofar í lok tökutímabilsins svo nokkrir rammar voru ónothæfir.“ The Bourne Ultimatum er tekin upp víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkj- unum. Var ekki flókið að sameina vinnuna og fjölskyldulífið? „Fjölskylda leikstjórans Paul Green- grass er í London og þess vegna reyndum við að hafa aðalbækistöðv- arnar þar. En við ferðuðumst líka mjög mikið og ég tók fjölskylduna með mér. Það reyndi á en það var mik- ilvægt fyrir mig að eyða tíma með litlu dóttur minni. Hún er eins árs og er nú þegar komin með ellefu stimpla í vegabréfið sitt.“ Sástu fyrir að þú myndir leika í fleiri en einni Bourne-mynd þegar þú tókst að þér þá fyrstu? „Ég hafði ekki fengið tilboð um að leika í kvikmynd í marga mánuði þegar mér bauðst að leika í The Bourne Identity og má því segja að Jason Bourne hafi bjargað ferlinum. Ég skrifaði alltaf undir eina mynd í einu og strax eftir fyrstu myndina vorum við ákveðin í því að það yrði ekki farið út í þá næstu nema handritið væri jafn- gott eða betra en það síðasta. Við vild- um ekki gera næstu mynd bara fyrir peningana og ég held að það skili sér til áhorfenda. Þegar svo kom að þriðju myndinni beið ég eftir því að vita hvort Paul Greengrass myndir leikstýra henni og þegar hann gaf grænt ljós sló ég til. Paul hefði alls ekki þurft að leik- stýra þriðju myndinni því hann er einn sá heitasti í Hollywood um þessar mundir eftir velgengni United 93 og Bourne Supremacy.“ Hvað telur þú að valdi velgengni myndanna um Jason Bourne? „Myndirnar gera aldrei lítið úr vits- munum áhorfenda þó þær flokkist undir laugardags poppkornsafþrey- ingu. Fólk veit að það er ekki að eyða peningunum í vitleysu þegar það fer í bíó og ég held að fólki líki við Jason Bourne vegna þess að hann er tilfinn- ingalega flókinn karakter sem er að reyna að finna út úr því hver hann er. Áhorfendum finnst gaman að sjá hann glíma við að finna leiðir út úr vanda- málunum og uppgötva dökk leyndar- mál fortíðarinnar.“ Hvað hefurðu að segja um saman- burðinn á James Bond og Jason Bourne? „Þeir eru báðir innviklaðir í njósna- starfsemi en það er það eina sem þeir eiga sameiginlegt. James Bond passar inn í gildi 7. áratugarins en verður hjákátlegur í samtímanum. Hann er heimsvaldasinni og kvenhatari sem drepur fólk og skellir sér svo á barinn til að segja brandara og skála í Mart- ini á meðan Jason Bourne hefur elsk- að eina konu, sem er dáin, en hann getur ekki hætt að hugsa um hana. Bourne er sannfærandi persóna sem vill vel og hefur samúð með öðrum og iðrast verka sinna. Ég er ekki að segja að annar sé betri og hinn verri en þeir eru bara svo gjörsamlega ólíkir að það er varla hægt að bera þá saman.“ Hvað er það í samstarfi ykkar Paul Greengrass sem þér líkar svona vel við? „Paul kemur úr heimildarmyndageir- anum og notar mikið handhelda myndatökuvél. Fyrir vikið sér vélin ekki fyrir hvað gerist næst heldur bregst við á sama hátt og fólk myndi gera í aðstæðunum. Ef áhorfandinn er farinn að ókyrrast í sætinu er það vegna þess að myndavélin er mitt inni í öllu brjálæðinu og starfar í rauninni eins og hrædd fluga á vegg. Á fyrsta tökudeginum sem við unnum saman (í The Bourne Supremacy) vorum við í Rússlandi. Ég átti að troð- ast í gegnum mannfjölda eftir að Bourne hafði orðið fyrir skoti og var á flótta undan óvinum. Svo átti ég að stoppa til að athuga hvar byssukúlan hafði hitt mig og sjá hvort það væri blóð á fingrunum á mér. Við vorum að missa birtu og það voru allir mjög stressaðir á tökustaðnum. Til að hafa þetta nákvæmt spurði ég myndatöku- manninn hvernig hann myndi stilla upp lokarammanum svo ég vissi í hvaða hæð ég ætti að lyfta hendinni til að sýna blóðið. Þá kom Paul hlaupandi og sagði að ég þyrfti ekki að hafa nein- ar áhyggjur af kvikmyndavélinni. Ég ætti bara að hugsa um að leika eins vel og ég gæti. Þetta er eitt það besta sem kvikmyndaleikari getur fengið að heyra frá leikstjóranum sínum og gefur ótrúlega mikið frelsi. Ég hef oft lent í því að þurfa að leika viðkvæmar senur á móti öðrum leikurum með risa kvikmyndatökuvél á milli. Það er álíka auðvelt og að leika með risastór- an fíl í herberginu.“ Hvernig varð þér um að lesa í við- skiptablaðinu Forbes að þú værir besta fjárfestingin fyrir Hollywood- framleiðendur í augnablikinu? „Ég skil ekki alveg hvernig þessi listi var búinn til vegna þess að myndirnar sem ég hef leikið í eftir Supremacy voru alls engar meginstraumsmyndir. Ég lék í Syriana, The Departed og The Good Shepherd einfaldlega vegna þess að þetta voru þrjú bestu handritin sem ég fékk í hendurnar á þessum tíma og er svo heppinn að vera í þeirri aðstöðu núna að geta valið úr góðum handrit- um. The Departed sló reyndar í gegn en myndir eftir Martin Scorsese eru alls ekki líklegar til að slá aðsóknar- met. Jafnvel meistaraverk eins og Raging Bull og Goodfellas náðu aldrei jafn mikilli aðsókn og myndir eins og Spiderman. Ég valdi The Departed vegna handritsins og heiðursins að vinna með Martin Scorsese og Bourne- myndirnar hafa gert mér kleift að geta valið verkefni undanfarið út frá listrænum sjónarmiðum.“ Bourne bjargaði ferlinum Leikarinn Matt Damon hefur ekki yfir mörgu að kvarta í augnablikinu. Hann er gulldrengurinn í Hollywood ef marka má við- skiptablaðið Forbes og nýjasta kvikmyndin í Bourne-seríunni, The Bourne Ultimatum, sló aðsóknarmet fyrstu sýningarhelgina í Bandaríkjunum. Ultimatum er nýkomin í sýningar hér á landi en Þóra Karitas hitti Matt Damon á Claridgé s-hótelinu í London og fékk að fræðast um hvítatjaldsnjósnarann Jason Bourne og áhrif hans á einkalíf leikarans. Ég sendi George Clooney greinina í tölvupósti um leið og hún kom út með stuttri orð- sendingu: „Suck it, sexy boy! Hvað með vini þína úr Ocean-myndun- um, George Clooney og Brad Pitt, eru þeir ekki brjálaðir úr öfundssýki? „Ég sendi George Clooney greinina í tölvupóst um leið hún kom út með stuttri orðsendingu: „Suck it, sexy boy!“ Hann svaraði að bragði og óskaði mér til ham- ingju en bætti við að þjónninn í einka- villunni hans hefði einmitt lesið grein- ina upphátt fyrir hann yfir morgunkaffinu.“ Það er orðrómur á kreiki um að þú munir leika í næstu mynd Paul Greengrass sem fjallar um afleiðingar meintrar inn- rásar Bandaríkjamanna í Írak? „Já, við vonumst til að geta unnið saman að mynd sem byggð verður á bókinni Imperial Life in the Emerald City eftir Rajiv Chandrasekaran. Eins og er erum við í vandræðum með að láta tímaplönin okkar mætast en hug- myndin er á teikniborðinu og vonandi gengur allt upp.“ Að lokum, megum við vænta fjórðu kvik- myndarinnar um Jason Bourne? „Ég er búinn að stinga upp á að við gerum næst Bourne-söngleikinn. Þá gæti ég sungið: „They´re chasing me, they´re chasing me, oh my f... God.“ Annars verðurðu að spyrja Paul Green- grass um næstu Bourne-bíómynd. Ef hann er til þá er engin spurning að ég slæ til.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.