Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 72

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 72
Stórsveit á Jómfrú Áfram heldur tilkynningum frá stóru stofnunum íslensks leik- húss: Íslenski dansflokkurinn frumsýnir fjögur glæsileg verk þetta starfsárið, býður uppá fjöl- skyldusýningar í Reykjavík og á Akureyri. Danssmiðja fyrir unga danshöfunda, dansnámskeið fyrir stráka, samstarfsverkefni við Carte Blanche í Noregi og sýningarferðalög til Bandaríkj- anna, Frakklands, Hollands, Belgíu og Noregs eru á verk- efnaskránni. Það er nóg að gera hjá Íd. Haustsýningin þann 9. sept- ember inniheldur tvö verk - nýja útgáfu af Open Source eftir Hel- enu Jónsdóttur, verk sem er vex og dafnar með hverri sýningu, og Til nýrra vídda eftir Serge Ricci. Skemmtileg brot úr ýmsum verkum sem henta vel ungum sem öldnum mynda Fjöl- skyldusýningin verður sýnd á Akureyri þann 14. október og í Reykjavík þann 20. og 21. októb- er. Febrúarfrumsýningin sam- anstendur af einum heitasta danshöfundi Svía í dag, Alexand- er Ekman, og hinum réttnefnda konungi norræns dansleikhúss, Jo Strömgren. Við komu hans hefst umfangsmikið samstarf við norska dansflokkinn, Carte Blanche. Það verður hin magn- aða Ina Christel Johannessen sem leiðir saman á þriðja tug dansara Íd og Carte Blanche. Sýningin verður sýnd bæði á Listahátíð í Reykjavík og á Lista- hátíðinni í Bergen. Íd hefur aukið hróður íslenskr- ar danslistar víða en sýningar- ferðir flokksins eru æ fleiri og í ótal löndum. Í vetur var flokkur- inn í Kína en í haust er haldið í vesturveg til 7 borga í Banda- ríkjunum, auk sýninga í Frakk- landi, Hollandi, Noregi og Belgíu. Tilraunastöð fyrir unga dans- höfunda verður rekin í þriðja skiptið í ár, hugsuð fyrir verk í vinnslu, tækifæri fyrir danshöf- undana Leit að ungum karldöns- urum innanlands heldur áfram. Í samstarfi við grunnskólana, verður strákum í elstu bekkjum boðið upp á skemmtilegt kynn- ingarnámskeið í dansi. Í kjölfar hinnar árlegu dans- leikhússamkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íd hafa sprottið sýningar - hæst ber að nefna Open Source, verk Helenu Jóns- dóttur, sem hefur verið sýnt af Íd víða um heim og nú aftur í haust. Því þótti LR og Íd tími til kominn að stofna sérstakt Dans- leikhús, þar sem efnilegustu keppendum Dansleikhússam- keppninnar gefst færi á að þróa heilstæð verk. Í ár eru það Marta Nordal og Peter Anderson sem fá það verkefni að þróa áfram verk sitt sem flutt var á síðustu dansleikhússamkeppni. Þannig stuðla Íd og LR að áframhald- andi þróun hins ört vaxandi dans- leikhúss á Íslandi. klukkan 13-14 Hlynur Hallsson gerir verk fyrir vegg í verslun Eymundssonar í Hafnar- strætinu á Akureyrarvöku. Gestir og gangandi geta tekið virkan þátt í gjörningnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.