Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 74

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 74
22 23 24 25 26 27 28Þjóðleikhúsið setur upp nýjan söng- leik eftir Hallgrím Helgason í leik- stjórn Gunnars Helgasonar, bróður hans, í vetur. Ástin er diskó – lífið er pönk er ástarsaga með axlapúð- um og öryggisnælum: Árið 1980 var brennipunktur í íslenskri menn- ingarsögu. Þá reis diskóið hæst og pönkið kom fram. Þú og ég og Brunaliðið sungu sína helstu smelli um leið og Fræbbblarnir og Utan- garðsmenn stigu fyrst á svið. Fólk var miskunnarlaust dregið í dilka út frá tónlistarsmekk sínum og fatastíl. Söngleikurinn Ástin er diskó – lífið er pönk gerist á þess- um tíma, lýsir átökum hans og uppákomum, frá Hollywood og niður á Hallærisplan. Rósa Björk er heildsaladóttir af Seltjarnarnesi og Ungfrú Hollywood. Á fyrsta rúnti í vinningsbílnum frá Heklu rekst dísin á Nonna rokk og Neyslu- boltana, svaðalegustu pönkara landsins. Rósa fellur þegar kylliflöt fyrir Nonna. Sigrast ástin á for- dómum samfélagsins og tískukröf- um tímans? Lögin eru bæði gömul og ný og hitturum tímabilsins er teflt gegn nýjum lögum eftir bestu menn bransans. Ekki hefur verið ráðið í hlutverk í sýningunni ennþá. Ástin er diskó – lífið er pönk hefur verið nokkurn tíma í undir- búningi en frumsýning er fyrirhug- uð í apríl 2008. Axlapúðalúðar og pönkið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.