Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 78

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 78
Kvikmyndin Zoo fjallar um menn sem ólíkt flestum hrífast heldur af hestum en mannfólki. Þetta er heimild- armynd með leiknum atrið- um. Myndinni er ekki ætlað að sjokkera fólk, frekar að sýna mannlegu hlið þeirra sem þetta stunda. „Mér fannst umfjöllunin öll vera á einn veg. Fólk var að grínast eða hneykslast á þessu án þess að kafa neitt ofan í málið. Með myndinni reyndi ég að svara þeim spurning- um sem ég vildi fá svör við,“ segir Robinson Devor, leikstjóri mynd- arinnar Zoo, sem fjallar um hóp manna í Bandaríkjunum sem stundar kynlíf með hestum. Hann ákvað að gera myndina í kjölfar mikillar fjölmiðlaumfjöllunar um mann sem dó eftir kynlíf með hesti. Kynlífsathafnirnar höfðu skemmt innyfli mannsins svo illa að hann dó af áverkunum. „Það sem mig langaði til að skoða í upphafi var hvort mögu- legt væri að bjarga mannorði manns sem var orðinn alræmdur fyrir að deyja í kjölfar kynlífs með hesti.“ Þetta gerir Devor með því að tala við vini hans sem stund- uðu þetta með honum og reyna að komast að því hvað þessir menn eru að hugsa. Mennirnir sem fjallað er um í myndinni líta svo á að þeir eigi í ástarsamböndunum við dýrin. Þeir stunda ekki eingöngu kynlíf með þeim heldur fara þeir í heim- sókn upp í hesthús og spjalla um daginn og veginn. Mennirnir trúa hestunum fyrir sínum innstu hjartans málum og stunda ein- göngu kynlíf með þeim þegar þeir líta svo á að löngunin sé gagn- kvæm. „Myndin er sambland af leikn- um atriðum og óleiknum. Það var mjög erfitt að fá mennina til að koma fram í myndinni. Við feng- um eingöngu að taka viðtölin upp á band því enginn viðmælendanna vildi þekkjast.“ Myndin hefur verið gagnrýnd fyrir að skoða málið eingöngu út frá sjónarhóli hestariðlanna. Ekk- ert er talað við fólk sem hefur eitt- hvað slæmt um málið að segja og sú hlið málsins sem snýr að dýr- amisnotkun ekkert skoðuð. „Ég held að ég hafi kannski ómeð- vitað verið að hlífa sjálfum mér með því að einblína á fallegri hlið- ina. Myndinni er samt á engan hátt ætlað að vera neins konar áróð- ursmynd fyrir kynlífi með dýrum.“ Mennirnir í myndinni gera greinarmun á sér, sem þeir telja vera í ástarsamböndum við dýrin, og þeim sem fara illa með dýr að þeirra mati. Þeir segja að dýrin vilji þetta og allt sé með þeirra samþykki. Sama viðkvæði nota barnaníðingar gjarna. „Spurning- in um samþykki er auðvitað flókn- asta spurningin í þessu. Ég fór í rauninni ekkert ofan í það allt saman. Það er auðvitað rétt að erf- itt er að dæma um hvað sé sam- þykki og hvað ekki hjá dýrum. Ég skoðaði heldur ekki hvernig hest- arnir voru aldir, hvort þeir voru aldir til að finnast þetta eðlilegt og taka þátt í þessu.“ Myndin Zoo er sýnd á Bíódögum græna ljóssins í Regnboganum um helgina. Japanski fataframleiðandinn UNIQLO hefur keypt vörumerki grafíska hönnuðarins Oscars Bjarnason- ar, Systm, fyrir sína nýjustu fatalínu. Einnig hefur þýska bókaútgáfan Die Gestalten keypt réttinn að merkinu. „Þetta er svolítið „egóbúst“,“ segir Oscar. „Ég var mjög sáttur að fá fatnaðinn og að vita að þetta yrði framleitt í fimmtán til tuttugu þúsund eintökum. Þeir voru að opna nýja búð í New York og þar er þetta framleitt sem „summer special“, sem er mjög gaman,“ segir hann. Einnig er vörumerkið selt á fatn- aði í Japan, Kóreu, Hong Kong, Frakklandi og í Bret- landi, auk þess sem hægt er að panta það á netinu. Merkið var upphaflega valið í hina þekktu vöru- merkja- og lógóbók Tres Logos sem kom út á dögun- um á vegum bókaútgáfunnar Die Gestalten. Send voru inn tuttugu til þrjátíu þúsund merki frá um tvö þúsund hönnuðum og voru á endanum valin 4-5000 merki. Af þessum merkjum voru aðeins tuttugu valin fyrir japönsku fatalínuna og telst þetta því mikill heiður fyrir Oscar. Hann hefur áður vakið athygli fyrir hönnun sína því hann á heiðurinn að lógóinu fyrir N1 og veitingastaðinn Domo, sem hann hlaut FÍT-verðlaun fyrir. Þeim sem vilja kynna sér verk Oscars er bent á heimasíðuna http://analog.sys.is. Japönsk fatalína velur íslenskt Hljómsveitin The Musik Zoo, sem heldur tónleika á Organ í kvöld, fór nýverið í tón- leikaferðalag með The Blood- hound Gang um Þýskaland og Sviss. Sveitin samanstendur af Ívari Erni, sem var áður í Dr. Mister and Mr. Handsome, Jóa úr Rafrænu Reykjavík, og þeim Kidda, Gulla og Agli sem voru áður í Vinyl. Egill var einnig í Dr. Mister með Ívari Erni. Hefur sveitin verið starfandi í Kaupmanna- höfn að Agli undanskildum og fór hún þannig skipuð í tónleikaferðina með Blood- hound Gang. „Þeir fóru með þeim og hituðu upp fyrst í apríl. Það gekk vel og þá var þeim boðið aftur í júní,“ segir Egill, sem segir fyrstu plötu The Musik Zoo vera í burðarliðnum. „Núna erum við að vinna demó á fullu og erum í upptökum hérna heima. Það er alveg plata á dagskránni.“ Egill lýsir tónlist sveitar- innar sem blöndu Dr. Mister and Mr. Handsome og Vin- yls þar sem danstónlist og rokki sé hrist saman. Tón- leikarnir annað kvöld hefj- ast upp úr miðnætti og er ókeypis inn. Blood Group og plötusnúðurinn Einar Sonic koma einnig fram. Tónleikaferð með Bloodhound HAUST / VETUR 2007 VATNSSTÍG 3, S: 552 0990

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.