Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 81

Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 81
Austfirðingurinn Magni Ásgeirs- son hefur verið mikið í sviðsljós- inu síðan hann gerði það gott í Rock Star Supernova sjónvarps- þáttunum, en þeir fengu metá- horf hér á landi þó að viðtökur annars staðar í heiminum hafi verið eitthvað undir væntingum. Til að ná árangri í þáttaröð eins og Rock Star þarf keppandi að sjálfsögðu bæði að geta sungið og að standast álagið sem fylgir svo erfiðri keppni. Magni kláraði hvort tveggja með stæl og endaði í fjórða sæti. Nú er fyrsta sólóplata Magna komin út og margir eflaust spenntir að heyra hvernig strák- urinn spjarar sig. Rock Star er fyrst og fremst söngvarakeppni, en eins og dæmin sanna þá er ekkert samasemmerki á milli þess að standa sig vel í því að túlka lög annarra í sjónvarpsþátt- um og að búa til tónlist sem eitt- hvað er varið í. Platan inniheldur 13 lög, 11 þeirra eru frumsamin, ýmist af Magna einum eða í samvinnu við aðra, en auk þess er útgáfa af Radiohead-laginu Creep og tón- leikaupptaka af Live-laginu The Dolphin‘s Cry frá tónleikum í Laugardalshöll í desember í fyrra. Magni söng bæði þessi lög við góðar undirtektir í Rock Star þáttunum. Það verður að segjast eins og er að þessi fyrsta sólóplata Magna veldur vonbrigðum. Orðið sem kemur upp í hugann þegar maður hlustar á hana er meðalmennska. Lagasmíðarnar og textarnir eru klisjukenndir og það sama á við um hljóminn og útsetningarnar. Tónlistin fer frá því að vera hreint popp yfir í rokk og lögin í seinni flokknum (Alone, Addicted, Let Me In The Dark...) eru sérstak- lega vond eftiröpun á amerísku meginstraumsrokki. Popplögin eru skárri. Fyrsta lagið á plöt- unni, If I Promised You The World (sem hefur þegar slegið í gegn á Íslandi) er t.d. prýðilega saminn og unninn popprokksmellur. Fín melódía og flottur bassaleikur. Play With Me og Tear Us Apart eru líka alveg þokkalegustu stykki, en á heildina litið vantar alveg ferskleikann í þessa tón- list. Magni hefur sýnt það og sann- að að hann er hæfileikaríkur flytjandi og eins og heyrist svo glöggt á tónleikaupptökunni á The Dolphin’s Cry þá á hann auð- velt með að ná upp stemningu og hrífa fólk með sér. Hann á von- andi eftir að finna sig tónlistar- lega, en á þessari fyrstu sólóplötu er hann á villigötum. Magni veldur vonbrigðum Árshátíð íslenskra plötusnúða fer fram á NASA næstkomandi laugar- dagskvöld þar sem sannkallað landslið íslenskra plötusnúða kemur fram. Alls þeyta sextán plötusnúðar skífum á báðum hæðum hússins og hafa sjaldan eða aldrei jafnmargir snúðar komið fram á einu kvöldi. „Þetta er flóran af helstu plötu- snúðum Íslands í dag sem eru búnir að vera að spila reglulega. Auðvit- að er ekki hægt að koma öllum fyrir saman á einu kvöldi en við ákváðum að ganga eins langt og við gátum,“ segir Kristinn Bjarnason hjá Flex Music sem stendur fyrir verkefninu. Kemur hann einnig fram undir nafninu Ghozt. „Að því er ég best veit er þetta Íslandsmet í fjölda plötusnúða. Ég held að það hafi aldrei komið svona margir plötusnúðar hérna saman og spil- að.“ Tveir plötusnúðar troða upp í einu á neðri hæðinni þar sem not- ast er við fjóra plötu- og geislaspil- ara ásamt öllum þeim tækjum sem viðkomandi plötusnúður hefur fram að færa. Sérstakur heiðurs- gestur verður guðfaðir íslenskrar danstónlistar, Grétar. Hann er búsettur í Skotlandi en kemur hing- að til lands eingöngu í þeim til- gangi að troða upp á þessari hátíð. Aðgangseyrir á hátíðina er 1.500 krónur og verða miðar aðeins seld- ir við hurð. Húsið verður opnað klukkan 23.00. Nánari upplýsingar um árshátíðina má finna á flex.is. Skífuþeytarar fagna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.