Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 83

Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 83
 Lausn er fjarri því að vera í sjónmáli í máli Sigfúsar Páls Sigfússonar og Fram. Sigfús neitar enn að mæta á æfingar hjá Fram, hann svarar ekki skilaboð- um félagsins og hefur ekkert rætt við forráðamenn félagsins. Hans hugur stefnir í raðir Vals en Fram hefur í tvígang hafnað til- boði Hlíðarendaliðsins í leikmann- inn og vill fá helmingi hærri upp- hæð en Valur hefur verið tilbúinn til að greiða. Slíkt tilboð er ekki á leiðinni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Valur vill að málið verði sett í gerðardóm sem ákveði verð á leik- manninum en það vill Fram ekki gera en Sigfús Páll á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Málið er nýlega komið inn á borð til HSÍ og það staðfesti Einar Þorvarðar- son, framkvæmdastjóri sam- bandsins, í gær en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst getur HSÍ ákaflega lítið gert í málinu. Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, sagð- ist ekkert hafa heyrt frá Sigfúsi í gær og málið hefði ekkert breyst síðustu daga. Félagið ætlast til þess að Sigfús standi við gerðan samning og mæti á æfingar en það hefur hann ekki gert. „Úr því sem komið er reiknum við ekki með honum þó svo við gjarna vildum að hann spilaði með okkur áfram. Við erum opnir fyrir því að leysa málið á farsælan hátt og erum að skoða alla möguleika en félög hafa verið að spyrjast fyrir um Sigfús og einhver vilja fá hann lánaðan. Það kemur vel til greina eins og allt annað,“ sagði Jón Eggert. Kemur til greina að lána Sigfús til annars félags Áfrýjunardómstóll Evrópska handknattleikssam- bandsins, EHF, hefur staðfest fyrri úrskurð í máli franska handboltakappans Daniels Narcisse gegn Gummersbach. Narcisse er þar með orðinn leikmaður franska félagsins Chambery og fer hann þangað án greiðslu. Gummersbach taldi sig eiga heimtingu á greiðslu fyrir leikmanninn en því var Narcisse ekki sammála og því var málinu skotið til EHF, sem nú hefur kveðið upp endanlegan úrskurð. Gummersbach hefur þar með misst einn sinn besta leikmann og það sem meira er án greiðslu. Narcisse fer án greiðslu Íslenska körfu- boltalandsliðið mætir Finnum í b- deild Evrópukeppninnar í dag en leikurinn fer fram í Vantaa, útborg Helsinki. Hann hefst kl. 15.00 á íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Það er ljóst að um erfiðan leik er að ræða gegn sterku finnsku liði sem hefur unnið alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Ísland hefur aðeins unnið 3 af 29 leikjum við Finna í gegnum tíðina og tapað öllum sex leikjunum sem hafa farið fram í Finnlandi. Sigrarnir eru 1981 í tvífram- lengdum æfingaleik í Keflavík (97-95), 1998 á Norðurlandamót- inu í Árósum (68-65) og 2002 á Norðurlandamótinu í Osló (92-77). Liðin mættust tvisvar á síðasta ári og Finnar unnu báða leikina, 81-73 í Tampere á Norðurlanda- mótinu og svo 93-86 í Höllinni í Evrópukeppninni. Aðeins þrír sigr- ar í 29 leikjum Framarar hafa náð samkomulagi við sterkan pólskan leikmann sem er ætlað að leysa það skarð sem Sigfús Páll Sigfússonar kemur væntanlega til með að skilja eftir sig en eins og kemur fram hér á síðunni reikna Framarar ekki með honum í slaginn í vetur. Leikmaðurinn sem um ræðir er þrítugur Pólverji sem á að hafa leikið yfir 70 landsleiki með pólska landsliðinu þó svo hann sé ekki í því um þessar mundir. Leikmaðurinn lék í Sviss síðasta vetur, er 190 sentimetrar á hæð og getur leikið bæði sem skytta og miðjumaður. Pólverji í stað Sigfúsar Páls
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.