Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 86
„Mér finnst þetta mjög fallegt ljóð,“ segir Jón Sæmundur Auðar- son, eigandi Dead-búðarinnar, sem hefur látið húðflúra á sig ljóð eftir þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson. Um er að ræða síðasta erindið í ljóðinu Ferðalok og er í húðflúrinu notuð skrift Jónasar sjálfs. Var þar stuðst við handrit Jónasar sem er geymt í Þjóðarbókhlöðunni. Húðflúrið verður hluti af sam- sýningu 21 listamanns í Ketilhús- inu á Akureyri sem er haldin í til- efni af tvö hundruð ára fæðingarafmæli Jónasar. Skáldið er kveikjan að öllum verkum sýningarinnar og þar á meðal ætlar Jón Sæmundur að sýna víd- eóverk þar sem nýja húðflúrið kemur við sögu. „Þetta er tattú sem ég hef alltaf verið á leiðinni að fá mér. Þegar mér var boðið að taka þátt í þess- ari samsýningu langaði mig að gera verk í kringum það,“ segir Jón, sem fékk Fjölni Bragason til að húðflúra sig. Jón var með nokk- ur húðflúr fyrir og sér ekkert athugavert við það. „Ef Jónas væri uppi í dag væri hann örugglega með tattú,“ segir hann. Sýningin á Akureyri ber yfir- skriftina „Skyldi ég vera þetta sjálfur“ og verður hún opnuð klukkan 14 í dag. Á meðal þeirra sem eiga þar verk auk Jóns eru Megas, Ragnar Kjartansson, Hlynur Hallsson og Ilmur Stefáns- dóttir. Jón Sæmundur hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum eftir að hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1999 og Glasgow School of Arts árið 2001. Auk þess hefur hann getið sér gott orð fyrir Dead-vörumerki sitt. Jón hefur að undanförnu verið hljóm- sveitinni Jakobínarínu til halds og trausts. Leikstýrði hann mynd- bandi við lag hennar, Jesus, sem verður á væntanlegri plötu sveit- arinnar. „Þetta er í rauninni fyrsta sýning- in mín hér á landi, og fyrsta stóra sýningin mín, þar sem þetta er bara ég,“ útskýrir fatahönnuður- inn Guðmundur Hallgrímsson, sem jafnan gengur undir nafninu Mundi. „Ég sýndi í París síðasta vetur og í Tókýó. Þá seldi ég lín- una og svo kemur hún í búðir núna í haust,“ segir Mundi, sem nýtur aðstoðar Srouli Recht við gerð línunnar. Föt Munda verða fáanleg í París, London og New York, svo eitthvað sé nefnt. Þó að hann hafi gert víðreist með hönnun sína býr Mundi og starfar hér á landi og er ekki á leið burt, að eigin sögn. „Markaðurinn hérna heima er samt ekki það stór, svo það er erf- itt að komast í einhverja peninga í gegnum sölu. En það má reyna,“ sagði hann kíminn. Mundi gat sér fyrst orð hér á landi fyrir prjónapeysur sem hann seldi í Kron. Hönnun hans hefur þó þróast nokkuð síðan. „Þetta byrjaði með prjónapeysun- um, en fór þaðan yfir í heila línu. Það er mikið prjónað í henni, en ekki allt. Ég er með buxur og boli og peysur, og kjóla líka.“ Sýningin í Verinu er einkafram- tak Munda, þó hann njóti stuðn- ings frá Egils, Birtíngi og Eskimo. „Það er í rauninni ekki það algengt að hönnuðir séu með svona einka- sýningar hérna heima, en það er vonandi að fara að breytast,“ segir Mundi. „Með þessari sýn- ingu er ég svona að ýta merkinu úr vör,“ bætir hann við. Sýning Munda hefst í Verinu í Loftkastalanum klukkan 20. Að henni lokinni taka tónlistarmenn- irnir Johnny Sexual, DJ Skeletor, DJ Boacian og DJ Hero’s Trial við. „Það verður partí eftir sýn- inguna og það er frítt inn. Ég mæli bara með því að fólk með áhuga á annaðhvort tísku eða tónlist, eða bæði, mæti á staðinn.“ Fatalínu ýtt úr vör í Verinu Dómarinn og danshöfundurinn Dan Karaty úr þáttunum So you think you can dance er kominn til lands- ins og mun sýna áhugasömum Íslendingum nýjustu dansstraum- ana frá New York í Dansfestivali DWC í Laugum um helgina. Löngu uppselt er á námskeiðin en alls munu 170 manns njóta leiðsagnar Dan um helgina. „Þessar viðtökur eru framar vonum og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað býr í Íslendingum. Þetta verður eitt stórt partí hjá okkur um helgina,“ segir Dan, en hann kom til landsins í gærmorgun. „Ég veit í raun ekkert við hverju ég á að búast en ég var með námskeið í Noregi í október og þeir sem komu þangað voru frábærir. Ég vona að íslenskir dansarar komi mér jafnmikið á óvart.“ Auk þess að kenna á námskeiðun- um ætlar Dan að skoða landið og sjá helstu ferðamannastaðina í grennd við höfuðborgina. Fór hann meðal annars að sjá Gullfoss og Geysi í gær. „Svo get ég ekki annað en notað tækifærið til að upp- lifa næturlíf ykkar Íslend- inga um helgina og sjá hvernig þið hagið ykkur á skemmtistöðunum,“ sagði Dan. Forráðamenn Stöðvar 2 funduðu einnig með Dan í gær og ræddu við hann um hugsanlegt samstarf í tengslum við íslenska framleiðslu á dansþáttun- um vinsælu. Er þá hugmyndin að fá hann og jafnvel fleiri erlenda dans- höfunda til landsins til að koma fram í þáttunum, ýmist sem dans- höfundar eða gestadómarar. Að sögn Pálma Guð- mundssonar, sjónvarpsstjóra stöðv- ar 2, var einnig rætt um að fá að senda íslenska keppendur í fjórðu seríuna sem sýnd verður í Banda- ríkjunum á næsta ári. Engin ákvörðun hefur verið tekin um íslenska framleiðslu á þáttun- um en Pálmi segir að Dan hafi verið mjög jákvæður fyrir framhaldinu. „Hann tók mjög vel í allar okkar hugmyndir,“ segir Pálmi. Dansdómarinn ætlar að upplifa næturlífið 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Bjarni Haukur Þórsson Gjafaegg Vilt þú hjálpa okkur að láta draum okkar um að eignast barn Verða að veruleika? Nánari upplýsingar í s:5158100.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.