Fréttablaðið - 25.08.2007, Síða 86
„Mér finnst þetta mjög fallegt
ljóð,“ segir Jón Sæmundur Auðar-
son, eigandi Dead-búðarinnar, sem
hefur látið húðflúra á sig ljóð eftir
þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson.
Um er að ræða síðasta erindið í
ljóðinu Ferðalok og er í húðflúrinu
notuð skrift Jónasar sjálfs. Var þar
stuðst við handrit Jónasar sem er
geymt í Þjóðarbókhlöðunni.
Húðflúrið verður hluti af sam-
sýningu 21 listamanns í Ketilhús-
inu á Akureyri sem er haldin í til-
efni af tvö hundruð ára
fæðingarafmæli Jónasar. Skáldið
er kveikjan að öllum verkum
sýningarinnar og þar á meðal
ætlar Jón Sæmundur að sýna víd-
eóverk þar sem nýja húðflúrið
kemur við sögu.
„Þetta er tattú sem ég hef alltaf
verið á leiðinni að fá mér. Þegar
mér var boðið að taka þátt í þess-
ari samsýningu langaði mig að
gera verk í kringum það,“ segir
Jón, sem fékk Fjölni Bragason til
að húðflúra sig. Jón var með nokk-
ur húðflúr fyrir og sér ekkert
athugavert við það. „Ef Jónas væri
uppi í dag væri hann örugglega
með tattú,“ segir hann.
Sýningin á Akureyri ber yfir-
skriftina „Skyldi ég vera þetta
sjálfur“ og verður hún opnuð
klukkan 14 í dag. Á meðal þeirra
sem eiga þar verk auk Jóns
eru Megas, Ragnar Kjartansson,
Hlynur Hallsson og Ilmur Stefáns-
dóttir.
Jón Sæmundur hefur haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt í
hinum ýmsu samsýningum eftir að
hann útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskólanum árið 1999 og
Glasgow School of Arts árið 2001.
Auk þess hefur hann getið sér gott
orð fyrir Dead-vörumerki sitt. Jón
hefur að undanförnu verið hljóm-
sveitinni Jakobínarínu til halds og
trausts. Leikstýrði hann mynd-
bandi við lag hennar, Jesus, sem
verður á væntanlegri plötu sveit-
arinnar.
„Þetta er í rauninni fyrsta sýning-
in mín hér á landi, og fyrsta stóra
sýningin mín, þar sem þetta er
bara ég,“ útskýrir fatahönnuður-
inn Guðmundur Hallgrímsson,
sem jafnan gengur undir nafninu
Mundi. „Ég sýndi í París síðasta
vetur og í Tókýó. Þá seldi ég lín-
una og svo kemur hún í búðir
núna í haust,“ segir Mundi, sem
nýtur aðstoðar Srouli Recht við
gerð línunnar.
Föt Munda verða fáanleg í
París, London og New York, svo
eitthvað sé nefnt. Þó að hann hafi
gert víðreist með hönnun sína býr
Mundi og starfar hér á landi og er
ekki á leið burt, að eigin sögn.
„Markaðurinn hérna heima er
samt ekki það stór, svo það er erf-
itt að komast í einhverja peninga í
gegnum sölu. En það má reyna,“
sagði hann kíminn.
Mundi gat sér fyrst orð hér á
landi fyrir prjónapeysur sem
hann seldi í Kron. Hönnun hans
hefur þó þróast nokkuð síðan.
„Þetta byrjaði með prjónapeysun-
um, en fór þaðan yfir í heila línu.
Það er mikið prjónað í henni, en
ekki allt. Ég er með buxur og boli
og peysur, og kjóla líka.“
Sýningin í Verinu er einkafram-
tak Munda, þó hann njóti stuðn-
ings frá Egils, Birtíngi og Eskimo.
„Það er í rauninni ekki það algengt
að hönnuðir séu með svona einka-
sýningar hérna heima, en það er
vonandi að fara að breytast,“
segir Mundi. „Með þessari sýn-
ingu er ég svona að ýta merkinu
úr vör,“ bætir hann við.
Sýning Munda hefst í Verinu í
Loftkastalanum klukkan 20. Að
henni lokinni taka tónlistarmenn-
irnir Johnny Sexual, DJ Skeletor,
DJ Boacian og DJ Hero’s Trial
við. „Það verður partí eftir sýn-
inguna og það er frítt inn. Ég mæli
bara með því að fólk með áhuga á
annaðhvort tísku eða tónlist, eða
bæði, mæti á staðinn.“
Fatalínu ýtt úr vör í Verinu
Dómarinn og danshöfundurinn Dan
Karaty úr þáttunum So you think
you can dance er kominn til lands-
ins og mun sýna áhugasömum
Íslendingum nýjustu dansstraum-
ana frá New York í Dansfestivali
DWC í Laugum um helgina. Löngu
uppselt er á námskeiðin en alls
munu 170 manns njóta leiðsagnar
Dan um helgina.
„Þessar viðtökur eru framar
vonum og ég get ekki beðið eftir að
sjá hvað býr í Íslendingum. Þetta
verður eitt stórt partí hjá okkur um
helgina,“ segir Dan, en hann kom
til landsins í gærmorgun. „Ég veit í
raun ekkert við hverju ég á að búast
en ég var með námskeið í Noregi í
október og þeir sem komu þangað
voru frábærir. Ég vona að íslenskir
dansarar komi mér jafnmikið á
óvart.“
Auk þess að kenna á námskeiðun-
um ætlar Dan að skoða landið og
sjá helstu ferðamannastaðina í
grennd við höfuðborgina. Fór
hann meðal annars að sjá
Gullfoss og Geysi í gær.
„Svo get ég ekki annað en
notað tækifærið til að upp-
lifa næturlíf ykkar Íslend-
inga um helgina og sjá
hvernig þið hagið ykkur á
skemmtistöðunum,“ sagði
Dan.
Forráðamenn Stöðvar
2 funduðu einnig með
Dan í gær og ræddu við
hann um hugsanlegt
samstarf í tengslum við
íslenska framleiðslu á dansþáttun-
um vinsælu. Er þá hugmyndin að fá
hann og jafnvel fleiri erlenda dans-
höfunda til landsins til að koma
fram í þáttunum,
ýmist sem dans-
höfundar eða
gestadómarar. Að sögn Pálma Guð-
mundssonar, sjónvarpsstjóra stöðv-
ar 2, var einnig rætt um að fá að
senda íslenska keppendur í fjórðu
seríuna sem sýnd verður í Banda-
ríkjunum á næsta ári. Engin
ákvörðun hefur verið tekin um
íslenska framleiðslu á þáttun-
um en Pálmi segir að Dan hafi
verið mjög jákvæður fyrir
framhaldinu. „Hann tók mjög
vel í allar okkar hugmyndir,“
segir Pálmi.
Dansdómarinn ætlar að upplifa næturlífið
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Bjarni Haukur Þórsson
Gjafaegg
Vilt þú hjálpa okkur að
láta draum okkar um að
eignast barn
Verða að veruleika?
Nánari upplýsingar
í s:5158100.