Fréttablaðið - 02.09.2007, Side 1

Fréttablaðið - 02.09.2007, Side 1
Í NÝJU LAUGARDALS- HÖLLINNI UM HELGINA VISA BIKARINN 2007 Undanúrslit karla Laugardalsvöllur í dag kl: 16:00 FH - Breiðablik „Stundum heyrir maður raddir um að jafnréttisbar- áttan hafi orðið til þess að tekið hafi að halla á karlmenn,“ segir Kristín Ást- geirsdóttir, nýskipuð framkvæmda- stýra Jafnréttis- stofu. Hún segir umræðuna þá komna í öngstræti. Þegar litið sé á stöðu kvenna annars vegar og karla hins vegar hljóti fólk að átta sig á því að karlmenn ráði enn lögum og lofum. „Sjáið rík- isstjórnina, Hæstarétt, fjár- málakerfið, íslensku útrásina og aðra staði þar sem völdin eru,“ segir hún. Kristín segist óttast að bakslag hafi orðið í jafnréttisbaráttu og ætlar að beita sér fyrir því að kennsla í kynjafræðum verði í skólum. Óttast bakslag í jafnréttisbaráttu Rithöfundurinn Eoin Colfer ræðir um Artemis Fowl og hjálparstarfið með Ice Aid „Ég hef verið að byggja rústir og einnig verið í nánu sam- starfi við bandarískt sprengjulið sem sérhæfir sig í svona verkefn- um,“ segir Karl Júlíusson leik- myndahönnuður. Karl hefur und- anfarna fimm mánuði unnið að gerð leikmyndar við nýjustu kvik- mynd Katherine Bigelow, The Hurt Locker. Í myndinni segir frá sprengjusveit sem hefur það hlut- verk að aftengja sprengjur Al Kaída í Íraksstríðinu. Myndin ger- ist að öllu leyti í Bagdad en ekki reyndist unnt að fara með kvikmyndatökulið þangað vegna stríðsins. Karl hefur því haft það hlutverk með höndum að breyta borginni Amman í Bag- dad. Meðal leikara í myndinni eru stórstjarnan Ralph Fiennes og Guy Pierce en með aðalhlut- verkið fer Jer- emy Renner, sem Karl ætti að þekkja vel enda unnu þeir saman að gerð myndarinnar A Little Trip to Heaven. Karl segir dvölina ytra hafa verið einstaka og það séu for- réttindi að fá að kynnast þessum heimshluta. „Okkur hefur verið tekið með kostum og kynjum, verið boðið í mat og kaffi og þetta er bara eins og að sitja í teboði uppi í Mávahlíð,“ segir Karl og bætir við að Jórdanir séu eitthvert það gestrisnasta og yndislegasta fólk sem hann hafi kynnst. Ráðgert er að The Hurt Locker verði frumsýnd næsta sumar eða haust. Breytir Amman í Bagdad „Við vitum að rétt- arkerfið er þannig að fæst málin enda með dómi,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir hjá Kvennaat- hvarfinu. Sextán prósent þeirra 300 kvenna sem leituðu til athvarfsins í fyrra vegna heimilis- ofbeldis kærðu ofbeldið. „Oft kemur upp í umræðunni að það gagnist lítið að kæra,“ segir Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlanadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. „Við höfum samt engar upp- lýsingar sem staðfesta að það geti ekki haft eitthvað upp á sig.“ Kærur vegna heimilisofbeldis eða heimilisófriðar eru tæplega 200 talsins það sem af er ári hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Tilkynningar vegna slíkra brota hafa hins vegar verið nær átta hundruð, samkvæmt saman- tekt lögreglu. Samkvæmt tölunum eru ofbeld- ismenn á heimilum helst karl- menn á aldrinum 35 til 44 ára. Meðalaldurinn er lægri í flestum öðrum flokkum afbrota, að sögn Rannveigar. Í fyrra leituðu rúmlega 300 konur til Kvennaathvarfsins vegna ofbeldis á heimili, þar af 99 í dvöl. Yfir hundrað voru að flýja morðhótanir og töldu sig hafa ástæðu til að óttast um líf sitt. Þriðjungur þeirra sem dvöldu í Kvennaathvarfinu fóru aftur heim í óbreyttar aðstæður. „Sumar konurnar koma oft og með stuttu millibili,“ segir Sig- þrúður. „Þetta eru konurnar sem við höfum mesta ástæðu til að ætla að séu beinlínis í hættu heima hjá sér. Þær sem hafa lifað lengi við mjög ljótt ofbeldi stoppa gjarnan stutt og við höfum miklar áhyggjur af þeim.“ Ofbeldi á heimilum mjög sjaldan kært Um 200 kærur vegna heimilisofbeldis og annars ófriðar hafa komið fram á höf- uðborgarsvæðinu á þessu ári. 800 sinnum á árinu hafa slík brot verið tilkynnt. Sextán prósent kvenna sem komu í Kvennaathvarfið í fyrra kærðu ofbeldið. Tilraun með sérstakt öryggishlið fyrir farþega Icelandair á Saga class-farrými hefur leitt í ljós að það er óþarfi. Þetta segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum. Tilraunin var gerð að beiðni Icelandair og flugstöðvarinnar, og hefur hliðið verið kallað gullna hliðið. Jóhann R. Bene- diktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir hliðið hafa verið minna notað en reiknað hafi verið með. Hann segir þjónustustigið í öryggishliðum fyrir almenning hátt, og mesti kúfurinn sé að auki yfirleitt búinn þegar farþegar á Saga class skrái sig inn í flug. Fundað verði um málið með öllum sem málinu tengjast á mánudag þar sem endanleg niðurstaða mun liggja fyrir. Gullna hliðið lítið notað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.