Fréttablaðið - 02.09.2007, Síða 4
„Við hjá Bjarti
erum bara hæstánægð með þetta,
það er gaman að fá svona stóran
óvin,“ segir Snæbjörn Arngríms-
son, sem verður eigandi
næststærsta bókaforlags Íslands,
gangi sameiningaráform JPV og
bókaútgáfu Eddu eftir. Hann
segir ólíklegt að sameiningin
breyti miklu í útgáfu fyrirtækj-
anna. Þau haldi sínu striki.
„Þeir fá líka nóga samkeppni
og þurfa að berjast um lesendur
eins og áður. Það er ekki eins og
þetta skaði einn né neinn, nema
kannski að einstaka höfundar
telji sig falla í skuggann inni í
svona stóru bákni,“ segir hann.
Bækur sem teljist lífspurssmál
fyrir þjóðina að lesa komi út eftir
sem áður. „Menningarlífið er
ekki í mikilli hættu,“ segir hann
og hlær.
Rúnar Helgi Vignisson, rithöf-
undur og vara-
formaður Rit-
höfundasambands
Íslands, tekur í
sama streng.
„Það er höfund-
um í hag að eiga
sterkt íslenskt
forlag undir
stjórn reynslu-
bolta eins og
Jóhanns Páls og
Halldórs Guðmundssonar, sem
hafa marga fjöruna sopið í þess-
um bransa. Ég persónulega hef
fulla trú á þeim,“ segir hann.
Rúnar bendir á það sem kost við
sameininguna að stærri forlög
geti sinnt metnaðarfyllri verk-
efnum en þau
minni. „En það
er vissulega
svolítið
áhyggjuefni ef
eitt forlag ber
höfuð og herð-
ar yfir öll önnur
forlög. Það
getur skapað
ákveðin vanda-
mál fyrir minni
forlögin, sem eiga á brattann að
sækja við að koma vörum sínum
á framfæri,“ segir hann. „Við
þurfum að eiga öflugt forlag, en
það væri kannski æskilegra að
þau væru fleiri en eitt.“
Eitt stórt forlag betra en
mörg lítil í bókaútgáfu
Nýr risi á bókamarkaði verður til með sameiningu bókaútgáfu Eddu og JPV-útgáfu. Þetta kann að draga úr
útgáfumöguleikum fyrir ákveðna höfunda en fagfólk telur þó mikilvægara að sterk útgáfa sinni metnað-
arfullum verkefnum. Bókaútgáfa sögð fordæmd til að vera basl á svo fámennu málsvæði á hjara veraldar.
Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vígði
í gær endurgerð brunns við
Brunnstíg við upphaf sögugöngu
um bæinn sem var einn viðburða
ljósanætur í bænum. Ný dæla er
komin á brunninn og dældi Árni
upp vatni fyrir þyrst göngufólk
áður en gengið var af stað á aðrar
söguslóðir í bænum.
Haft er eftir Árna á vef
bæjarins að skortur á neysluvatni
hafi verið mikill vandi á Suður-
nesjum á árum áður. Brunnar sem
hafi verið á Suðurnesjum áður en
brunnurinn við Brunnstíg var
gerður hafi verið rammsaltir.
Þorsti göngu-
fólks slökktur
Það er verulegt
áhyggjuefni að tæplega fjórð-
ungur lögaðila hafi ekki skilað
skattframtölum vegna ársins
2005, segir Skúli Eggert Þórðar-
son ríkisskattstjóri. Hlutfallið
hefur aukist jafnt og þétt undan-
farin ár.
„Þetta er alvarlegt ástand.
Félögum hefur fjölgað gríðarlega
mikið og það vantaði skattfram-
tal frá 24,6 prósentum lögaðila
vegna ársins 2005,“ segir Skúli
Eggert. Gjarnan er um að ræða
einstaklinga sem stofnað hafa
einkahlutafélag um rekstur sinn,
eða fyrirtæki sem ekki eru komin
í rekstur, þótt inn á milli séu allt-
af einhver stærri fyrirtæki.
Þegar félög skila ekki skatt-
framtölum og
gögnum um
virðisaukaskatt
áætla starfs-
menn skattsins
á þau með til-
heyrandi
umstangi, og
fara jafnvel í
innheimtuað-
gerðir. Skúli
Eggert segir að
þá skili félögin gjarnan inn fram-
tölum og áætlanir séu felldar
niður án þess að viðurlög komi
til. Ekki hefur verið metið hver
kostnaður skattayfirvalda er
vegna þessa.
„Þetta er ástand sem getur ekki
gengið lengur. Það verður að taka
á þessu, og til þess þarf hugsan-
lega lagabreytingar,“ segir Skúli
Eggert. „Ef þetta endurtekur sig
ár eftir ár hjá ákveðnum félögum
hlýtur á endanum að koma að því
að félögin verði afskráð.“
Hann metur það svo að ekki sé
nægjanleg heimild fyrir því í
lögum að grípa til slíkra aðgerða,
enda um mjög róttækar aðgerðir
að ræða. Hjá ríkisskattstjóra sé
nú unnið að tillögum að úrbótum
á lögum sem kynntar verði stjórn-
völdum á næstunni.
Vill að lög heimili afskráningu
Tryggingastofnun var
óheimilt að krefja konu um rúma
hálfa milljón króna í endur-
greiðslu af lífeyri ársins 2005.
Tryggingastofnun vildi draga
lífeyri konunnar vegna tekna sem
eiginmaður hennar hafði af sölu
íbúðar þeirra, af sölu hlutabréfa
og vegna arðs af hlutabréfum.
Konan kærði til úrskurðar-
nefndar almannatrygginga. Hún
benti á að hjónin hefðu verið skil-
in að skiptum þegar maður hennar
fékk umræddar tekjur. Úrskurð-
arnefnd tók undir þau sjónarmið
og hefur lagt fyrir Trygginga-
stofnun að gera nýjan endurreikn-
ing á lífeyri konunnar.
Fráskilin kona
hýrudregin