Fréttablaðið - 02.09.2007, Side 82

Fréttablaðið - 02.09.2007, Side 82
 Alfreð Gíslason og læri- sveinar hans í Gummersbach unnu sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í gær þegar liðið heimsótti Einar Örn Jónsson og félaga í Minden. Sigurinn var mjög naumur, 23-24, en það var línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem tryggði Gum- mersbach sigurinn með marki tíu sekúndum fyrir leikslok. Róbert skoraði fimm mörk í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Gummersbach með sex mörk en Einar Örn skor- aði tvö mörk fyrir Minden. Sverre Jakobsson komst ekki á blað hjá Gummersbach í leiknum. Gum- mersbach virkar ekki sannfær- andi í upphafi tímabils en liðið tapaði fyrsta leik sínum í vetur með átta marka mun. Alexander Petersson átti stór- leik fyrir Flensburg, sem rúllaði yfir Wilhelmshaven, 35-25. Alex- ander var markahæstur í liði Flensburg en hann skoraði sex mörk í leiknum. Einar Hólmgeirs- son skoraði tvö mörk fyrir liðið en þeir félagar fara vel af stað með sínu nýja félagi. Róbert tryggði Gummersbach nauman sigur á Minden Enska úrvalsdeildin: Þýski handboltinn: Ítalski boltinn: Liverpool byrjar leiktíð- ina í Englandi með miklum látum og er heitasta liðið á Bretlandseyj- um um þessar mundir. Strákarnir hans Benitez voru sjóðheitir í gær þegar Derby kom í heimsókn, lokatölur 6-0, en þetta er stærsti sigur liðsins á Anfield síðan 1999. Nýju leikmennirnir voru áberandi og komust þrír þeirra á blað. Liverpool er þar með komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta skipti í fimm ár en Chelsea gæti velt liðinu af stalli í dag með sigri á Aston Villa. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, fundum svæði, spiluðum boltanum vel og það var frábær hreyfing á boltalausum mönnum. Ég er ánægður með öll mörkin en markið hans Babels var líklega flottast. Það er gaman að sjá Tor- res halda áfram að skora. Voronin var fljótur að aðlagast leikkerf- inu. Ég hefði viljað sjá Kuyt skora því hann lagði svo mikið á sig og átti það skilið,“ sagði glaðbeittur stjóri Liverpool, Rafa Benitez. Raunir Tottenham eru ekki á enda en liðið tapaði 3-1 forystu gegn Fulham niður í jafntefli. Martin Jol, stjóri Spurs, var brjál- aður út í varnarmenn sína eftir leikinn. „Það gengur ekki að fá á sig mörk eins og við gerðum, til að mynda úr innkasti. Við verðum að draga úr þessum mistökum því þau gera okkur erfitt fyrir að vinna leiki. Ég get ekki sagt eftir hvern leik að við séum óheppnir en við verðum að verjast betur,“ sagði Jol. Michael Owen skoraði sitt fyrsta mark á St. James´s Park í tvö ár í gær þegar hann tryggði New- castle sigur á Wigan. Þetta var annað mark Owen í tveim leikjum og hann er allur að koma til. „Það er alltaf gott að spila 90 mínútur og enda síðan daginn á því að skora sigurmarkið. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta,“ sagði Owen brosmildur en Steve McClaren landsliðsþjálf- ari var á vellinum og sá hann skora. Leikmenn West Ham duttu í gír- inn í gær er þeir rúlluðu Reading upp, 3-0, en Reading er ekki að spjara sig jafn vel og síðasta vetur. „Ég er gríðarlega ánægður með strákana sem eru að koma inn í liðið enda eru mikil meiðsli í okkar herbúðum. Þetta var mikilvægur sigur til að rífa sig frá neðri hlut- anum,“ sagði Alan Curbishley, stjóri West Ham. Liverpool skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið slátraði Derby á Anfield, 6-0. Michael Owen tryggði Newcastle góðan sigur á Wigan en hrakfarir Tottenham héldu áfram. West Ham er að hress- ast og Eggert Magnússon fagnaði hreint ógurlega þegar liðið skellti Reading, 3-0. Manchester United lagði Sunderland, 1-0, með marki frá Louis Saha, sem var að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli. Dagurinn var tilfinningaþrunginn fyrir stuðningsmenn Manchester Unit- ed en Ole Gunnar Solskjær, sem neyddist til að leggja skóna á hill- una í vikunni vegna meiðsla, var heiðraður fyrir leik. Svo var Roy Keane að snúa aftur á Old Trafford og nú sem knatt- spyrnustjóri. Keane fékk stórkost- legar móttökur á Old Trafford en 75 þúsund áhorfendur stóðu upp fyrir honum og sungu nafn hans heillengi. „Móttökurnar voru ótrúlegar. Stuðningsmenn United hafa alltaf verið góðir við mig en það er lítil sárabót eftir þetta tap,“ sagði Keane. „Ég var ánægður með framlag minna leikmanna en ég hefði viljað sjá okkur þjarma meira að marki United.“ Louis Saha kom af bekknum í leikhléi fyrir Anderson en Saha hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Hann var fljótur að minna á sig og bjargaði stigunum þrem- ur fyrir United með marki 19 mín- útum fyrir leikslok. „Við erum búnir að sakna hans og það er frábært að vera búið að endurheimta hann,“ sagði Fergu- son, stjóri United. Saha kom til bjargar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.