Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 2
Kristinn, er þetta líflegur
bransi?
Úlfur Chaka Karlsson,
tónlistar- og
myndlistar-
maður, lést á
Landspítal-
anum á
sunnudag.
Úlfur var 31
árs. Eftir-
lifandi
eiginkona
Úlfs er Sigrún
Hólmgeirsdóttir. Úlfur háði
erfiða baráttu við hvítblæði
síðustu árin.
Úlfur var virkur í íslensku
menningarlífi og var meðal
annars söngvari hljómsveitar-
innar Stjörnukisa sem vann
Músíktilraunir árið 1996.
Úlfur Chaka
látinn
www.lyfja.is - Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
3
89
96
0
9.
20
07
Acidophilus Bifidus + FOS
Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna.
Champignon DETOX + FOS og Spirulina
Hreinsaðu líkamann – eyðir óæskilegri lykt.
Milk Thistle DETOX
Hreinsaðu líkamann að innan.
Psyllium Husk Fibre
Rúmmálsaukandi, gott fyrir
meltinguna.
30% afsláttur
af Vega vítamínum
„Hann var ungur og við-
kvæmur einstaklingur með lítið
sjálfstraust þegar hann lenti í
höndunum á lögreglunni,“ segir
Gísli Guðjónsson sálfræðingur
um Raymond Gilmour, sem hefur
setið inni frá árinu 1982.
Lífstíðardómi Gilmours var
hnekkt um síðustu mánaðamót og
eru skoskir fjölmiðlar á því að
helst megi þakka það vitnisburði
Gísla, sem hefur um árabil fengist
við rannsóknir á svokölluðum
fölskum játningum. Gísli telur að
Gilmour hafi látið undan þrýstingi
lögreglumanna við yfirheyrslur
og játað á sig hryllilegan glæp,
sem hann framdi ekki.
Gilmour var dæmdur fyrir að
nauðga og kyrkja sextán ára
stúlku, Pamelu Hastie. Hann féll
upphaflega undir grun lögreglu-
manna eftir að hann játaði að hafa
berað sig á ósæmilegan hátt fyrir
framan stúlkur og skoðað klám-
blöð í skóginum þar sem Hastie
fannst.
„Mitt hlutverk var að athuga
Gilmour, fara yfir játningar hans
og vega svo og meta áreiðanleika
þeirra,“ segir Gísli.
Gill lávarður, sem sat í dómara-
sæti við endurupptökuna, sagði
vitnisburð Gísla „þýðingarmikinn
og marktækan“, en Gísli hefur
komið við sögu fjölda dómsmála á
Englandi og í Noregi.
Þetta er þó í fyrsta sinn í sögu
Skotlands sem maður sleppur úr
fangelsi vegna vitnisburðar sál-
fræðings. Gísli vinnur nú að þremur
svipuðum málum þar í landi.
„Það er oft mikil mótstaða gegn
því að sannleikurinn komi í ljós,
því það er mikið í húfi fyrir lög-
regluna og aðra. Bæði hún og
dómstólar hafa sýnt ákveðna
tregðu gegn því að taka mark á
þessu,“ segir Gísli. Þessi mótstaða
minnki þó með tímanum.
Falskar játningar eru mun
algengari en fólk gerir sér grein
fyrir, segir Gísli. Margar ástæður
séu fyrir því að unglingar eða
veiklynt fólk játi á sig glæpi sem
það hefur ekki framið, jafnvel
morð. „Það vill hjálpa vinum
sínum, þolir ekki álagið eða vill
bara fara heim af stöðinni sem
fyrst,“ segir Gísli.
Gísli frelsaði mann
úr lífstíðarfangelsi
Vitnisburður Gísla Guðjónssonar sálfræðings skipti sköpum þegar lífstíðar-
dómur yfir Raymond Gilmour, dæmdum morðingja og nauðgara, var tekinn
upp. Gilmour hafði þá setið inni í 20 ár. Fyrsta mál sinnar tegundar í Skotlandi.
Tvær konur á
fertugsaldri og karlmaður á
fimmtugsaldri voru handtekin í
húsi í miðborg Reykjavíkur í
gærdag. Í húsinu fundust efni
sem talið er að séu amfetamín,
hass og LSD. Á sama stað fundust
afsöguð haglabyssa, riffill,
riffilskot, hnífar og hlutir sem
taldir eru þýfi úr þjófnaðarmáli í
sama hverfi.
Trufluð við
fíkniefnaiðju
Skandínav-
íska flugfélagið SAS aflýsti í gær
öllu flugi til Álaborgar eftir
nauðlendingu einnar af vélum
félagsins þar á sunnudag.
Flugvélin, skrúfuþota af
gerðinni Q400, stóð enn óhreyfð í
gær og lokaði annarri flugbraut-
inni. Fimm af 73 farþegum
vélarinnar hlutu minni háttar
meiðsl er henni var nauðlent með
bilaðan lendingarbúnað.
SAS ákvað að aflýsa öllu flugi
til Álaborgar þar sem hin
flugbraut vallarins er ekki
nægilega stór fyrir vélar
félagsins. Þá var 15 Evrópuflug-
ferðum til og frá Kaupmannahöfn
aflýst í tengslum við óhappið.
Flugvél lokar
flugvellinum
Tveir karlmenn, 39 ára og
33 ára, hafa verið ákærðir fyrir að
hafa gengið í skrokk á manni við
verslunina Brynju á Laugavegi 17.
júní í fyrra. Mennirnir tveir réðust
á manninn með höggum og
spörkum.
Annar ákærðu sparkaði ítrekað í
andlit og líkama mannsins, með
þeim afleiðingum að hann hlaut
glóðarauga á báðum augum, hrufl
og mar í andliti og smærri áverka.
Þá margbrotnaði maðurinn á ökkla
er mennirnir tröðkuðu á honum.
Annar ákærðu, sá yngri, er einnig
sakaður um að hafa haft í vörslu
sinni bitvopn og verið með þau á
lofti þegar árásin átti sér stað.
Sparkað ítrekað
í andlit manns
Sveitar- og fylkisstjórna-
kosningar fóru fram í Noregi í
gær. Samkvæmt útgönguspám
sem birtar voru eftir að kjörstöðum
var lokað í gærkvöld tapar Sósíal-
íski vinstriflokkurinn, sem undan-
farin tvö ár hefur átt sæti í norsku
ríkisstjórninni, miklu fylgi. Hægri-
flokkurinn bætir hins vegar við
sig og treystir stöðu sína sem næst-
stærsti flokkur landsins með
fimmtung atkvæða.
Samkvæmt útgönguspá norska
ríkisútvarpsins, NRK, fær Verka-
mannaflokkurinn á landsvísu 26,3
prósent atkvæða, Sósíalíski vinstri-
flokkurinn 7,7 prósent, Miðflokkur-
inn 8,9 prósent og Kristilegi þjóðar-
flokkurinn 6,4 prósent.
Framfaraflokkurinn fær 17
prósent atkvæða.
Í síðustu sveitarstjórnarkosning-
um fékk Sósíalíski vinstriflokkur-
inn 12,4 prósent atkvæða og hann
fékk 8,8 prósent í síðustu þing-
kosningum fyrir tveimur árum.
Allt útlit var fyrir að borgar-
stjórnarmeirihluti borgaralegu
flokkanna héldist í Ósló. Sam-
kvæmt útgönguspá dagblaðsins
VG fékk Hægriflokkurinn 22,8
prósent atkvæða í höfuðborginni,
Framfaraflokkurinn 14,1 prósent,
en vinstriflokkabandalagið samtals
44,7 prósent, að því er greint er frá
á fréttavef Aftenposten.
Mikið fylgistap vinstrisósíalista
Komi erlendir fjárfestar á borð við
Goldman Sachs inn í hluthafahóp Geysis Green
Energy verður hlutur í íslensku orkufyrirtæki í
fyrsta skipti kominn í eigu erlends aðila. Árni Þór
Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna (VG), segir
áhuga fjársterkra erlendra aðila á íslenskum
orkufyrirtækjum ekki koma á óvart.
Árni Þór segir ómögulegt að einskorða eignarhald í
orkufyrirtækjunum við innlenda aðila séu fyrirtækin
á markaði á annað borð. Meðal annars þess vegna
leggi VG áherslu á að orkufyrirtækin verði í eigu
opinberra aðila.
„Þetta snýst ekki eingöngu um eignarhald á
einstökum fyrirtækjum, hvort sem þau heita
Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja eða
Landsvirkjun, þetta snýst ekki síður um auð-
lindirnar,“ segir Árni Þór.
„Þetta getur endað með ennþá stórfelldara
auðlindaframsali í orkuauðlindunum en með fiski-
stofnana, og var þjóðin þó nógu klofin í því máli,“
segir hann.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er
ósammála nafna sínum. Hann segir það fagnaðarefni
að erlendir aðilar sýni áhuga á Geysi Green Energy,
rétt eins og það sé fagnaðarefni að íslensk fyrirtæki
séu í útrás.
„Geysir Green ber erlent heiti og er í útrás, það
væri frábært ef okkar framtaki væri sýndur slíkur
áhugi að sterk fjárfestingarfyrirtæki eins og
Goldman Sahcs sýndu því áhuga,“ segir hann.
Snýst um auðlindir segja VG
Bjarni Ármannsson,
fyrrverandi bankastjóri Glitnis,
staðfestir að
hafa rætt við
forsvarsmenn
Reykjavik
Energy Invest
(REI) um að
hann verði
stjórnarfor-
maður þessa
nýja orku-
fyrirtækis.
„Ég væri ekki
í samtölum
nema af alvöru, þetta er afskaplega
áhugaverður geiri,“ segir Bjarni
Ármannsson. Hann vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um málið.
Reykjavik Energy Invest er
nýstofnað fyrirtæki í eigu Orku-
veitu Reykjavíkur sem hyggst
einbeita sér að fjárfestingum í
jarðhita utan Íslands.
Áhugaverður
geiri segir Bjarni