Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 8
Hversu margir voru hand- teknir um helgina í miðborg Reykjavíkur vegna brota á lögreglusamþykkt? Hvaða lið varð Reykjavíkur- meistari í körfuknattleik á sunnudag? Skáksveit hvaða skóla varð Norðurlandameistari um helgina? Posareikningur SPRON býr yfir ótvíræðum kostum: Hann er hávaxtareikningur sem er sérsniðinn fyrir posagreiðslur en aðeins greiðslur frá posa renna inn á reikninginn. Þannig fæst dýrmæt yfirsýn yfir veltuna og afstemming verður auðveldari. Posa-góður reikningur ... Ávinningur af Posareiknin gi SPRON: • Háir innlánsvextir • Allar posafærslur á sérs tökum reikningi • Auðvelt að stemma af • Einfalt að fylgjast með posaveltunni Nánari upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200, í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is Komdu til okkar í næsta útibú eða hringdu í síma 550 1200 og fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf. AR GU S / 0 7-0 54 5 „Mér þætti mikið nær að veita starfsfólki frístunda- heimila námsstyrki og reyna að laða þá þannig til starfa heldur en að finna sífellt upp nýtt útlit sömu auglýsingar,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til fyrir skömmu að þeim nemum sem störfuðu á frístunda- heimilum yrðu greiddir náms- styrkir ofan á laun þeirra, ekki síst til að stemma stigu við þrálátri manneklu í þessum störfum. „Það tíðkast víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum að greiða náms- styrki. Það að greiða nemum sem starfa á frístundaheimilum slíka styrki ofan á launin gæti því verið skref í þá átt og átt þátt í að stemma stigu við manneklu í þessum störfum,“ segir Sigrún og bendir á að störf á frístunda- heimilum séu hlutastörf, þar sem starfsemin fari fram seinnipart dags. Slíkt fyrirkomulag henti námsmönnum vel og mikilvægt að borgin reyni að stuðla að því að fá þá frekar til starfa og komi þar námsstyrkir vel til greina. Hug- myndir séu um að þeir yrðu greiddir í lok námsannar og því líkur á að mynda frekari stöðug- leika í mannaráðningum frístunda- heimilanna. Upphæð styrksins segir hún ekki fastmótaða en tölur í kringum 70 til 80 þúsund fyrir önnina þættu henni eðlilegar. Birgir Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkur- borgar, segir að þessar hugmyndir sem og aðrar séu til skoðunar hjá samráðshópi hjá borginni. Mikil vinna sé lögð í að laða fólk að störfum hjá borginni en hugmyndir um námsstyrki séu ekki ofarlega á baugi. Sigrún bendir á að á almennum markaði greiði fyrirtæki oft námskeið fyrir starfsmenn sína. Hún telur að námsstyrkir gætu verið leið borgarinnar til að koma til móts við sína starfmenn í þessum málum. Til lengri tíma litið mætti búast við því að námsmennirnir kæmu þá aftur til starfa hjá borginni að námi loknu. „Það hefur sýnt sig að þær leiðir sem hafa verið farnar til að laða að starfsfólk í þessi störf skila ekki miklu en kosta mikið. Þeim peningum mætti verja með öðrum hætti svo sem í námsstyrki,“ segir Sigrún. Vill námsstyrki í stað atvinnuauglýsinga Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ljóst að auglýsingar eftir starfsfólki á frístundaheimilin skili litlum sem engum árangri. Hún segir um mikla fjár- muni að ræða sem betur væri varið í námsstyrki til starfsfólksins. „Þetta mál er í skoðun en er ekki efst á forgangslistanum,“ segir Róbert Marshall, aðstoðar- maður Kristjáns Möller samgöngu- ráðherra, um það hvort íslensk stjórnvöld hyggist nýta sér frest til 2011 til þess að afnema einkarétt á póstdreifingu bréfa. Samgöngu- nefnd Evrópuþingsins hefur ákveðið að gefa Evrópulöndum lengri frest til þess að afnema einkaréttinn en frestur var áður til ársins 2009. Málið heyrir undir samgönguráðuneytið. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu telur Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslands- pósts, það heppilegt að „afnema einkarétt á póstdreifingu sem allra fyrst.“ Einkarétturinn, sem Evrópu- þingið hefur gefið rýmri frest til þess að afnema, er á dreifingu á pósti sem er undir 50 grömmum. Fyrst voru einkaréttarmörkin ákveðin fyrir bréf undir 350 grömmum og þau voru síðan lækkuð í 100 grömm og 50 grömm frá ársbyrjun 2006. Íslandspóstur hf., sem er í eigu íslenska ríkisins að fullu, hefur verið nokkuð til umræðu eftir að fyrirtækið keypti prentfyrirtækið Samskipti. Önnur prentfyrirtæki hafa kvartað yfir innkomu ríkis- ins á prentmarkaðinn en forsvars- menn Íslandspósts hafa svarað því til að fyrirtækið hafi verið að undirbúa fyrirtækið undir einka- væðingu með kaupunum á prent- fyrirtækinu. Einkavæðing ekki í forgangi Þráðlausar nettengingar geta verið hættulegar heilsu manna og því ber að varast notkun þeirra hvenær sem mögulegt er. Þetta kemur fram í svari þýsku ríkisstjórnarinnar við spurningum þingmanna Græningjaflokksins. Einnig er mælt með því að nota jarðtengda síma í stað farsíma, af svipuðum ástæðum. Fjallað er um ákvörðun þýsku ríkisstjórnarinnar í breska blaðinu Independent. Hún hefur vakið mikla athygli þarlendis enda á skjön við skoðun breskra yfirvalda á tækninni, sem hefur að mestu leyti verið jákvæð. Varar fólk við þráðlausu neti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.