Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 4
Forsvarsmenn
stærstu lífeyrissjóða landsins ætla
ekki að bregðast á róttækan hátt
við þeirri niðursveiflu sem verið
hefur á fjármálamörkuðum. Hluta-
bréf í Kauphöll Íslands og á mörk-
uðum víða um heim lækkuðu nokk-
uð í verði í gær og úrvalsvísitalan
um tæp þrjú prósent.
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins, segir að nið-
ursveiflan muni ekki hafa neinar
grundvallarbreytingar í för með
sér á fjárfestingarstefnu sjóðsins.
„Lífeyrissjóðurinn er lang-
tímafjárfestir og við metum þau
tækifæri sem skapast á markaði
hverju sinni,“ segir Haukur. Hann
segir að erlendir stýringaraðilar
sjóðsins meti það sem svo að ekki
sé um langtímaniðursveiflu að
ræða.
Kristján Örn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris-
sjóðsins, segir að forsvarsmenn
sjóðsins ætli að sitja þá niður-
sveiflu sem verið hefur á mörkuð-
um af sér. „Við erum innan okkar
fjárfestingarstefnu og ætlum að
halda okkur við hana.“ Kristján
segir það stefnu sjóðsins að vera
með um þrjátíu til fimmtíu pró-
sent af eignum sjóðsins á erlend-
um mörkuðum og að því verði ekki
breytt. „Það þurfa að vera sterk-
ari vísbendingar um að eitthvað
slæmt sé yfirvofandi á mörkuð-
um. Við getum ekki séð að svo sé.
Okkar erlendu stýringaraðilar eru
tiltölulega rólegir yfir þessum
hræringum og hafa ekki stórar
áhyggjur af þeim til lengri tíma
litið,“ segir Kristján.
Árni Guðmundsson, framkvæmd-
astjóri Gildis-lífeyrissjóðs, segir að
sjóðurinn ætli ekki að bregðast sér-
staklega við niðursveiflunni. „Þetta
er ekki í fyrsta skipti sem markaðir
fara niður. Við högum okkur ekkert
öðruvísi en við gerum venjulega,“
segir Árni. Aðspurður segir Árni að
niðursveiflan muni ekki verða til
þess að sjóðurinn breyti fjárfest-
ingarstefnu sinni. „Við getum stað-
ið svona niðursveiflur af okkur og
höfum meiri þolinmæði en aðrir
fjárfestar. Við þurfum ekki að selja
bréfin okkar þrátt fyrir þennan
óróleika,“ segir Árni.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna,
segir sjóðinn ekki hafa í hyggju að
bregðast sérstaklega við niður-
sveiflunni. Sjóðurinn sé langtíma-
fjárfestir og muni ekki þurfa að
nýta fjármuni bundna í hluta-
bréfum til lífeyrisgreiðslna fyrr
en eftir áratugi. „Sjóðurinn fór í
gegnum niðursveiflu fyrr í sumar
og hafa áhrif niðursveiflunnar á
ávöxtun sjóðsins enn sem komið
er ekki verið umtalsverð.“
Aðspurður segir Þorgeir að ekki
standi til að breyta fjárfestingar-
stefnu sjóðsins vegna niðursveifl-
unnar að svo stöddu.
Sjóðirnir boða ekki
róttækar aðgerðir
Stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla ekki að bregðast á róttækan hátt við þeirri
niðursveiflu sem verið hefur á mörkuðum. Hlutabréf og úrvalsvísitala lækkuðu
umtalsvert í gær. Talið er að niðursveiflan á mörkuðum verði ekki langvinn.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Unnið er að því að
skapa Iceland Express aðstöðu til
að sinna innanlandsflugi frá
Reykjavíkurflugvelli frá og með
næsta vori, að sögn Þorgeirs
Pálssonar, forstjóra Flugstoða
ohf.
„Þetta er erfitt því það er mjög
takmarkað rými hér á flugvallar-
svæðinu, en við erum að reyna að
finna á þessu lausn,“ segir hann.
Þorgeir vill ekki segja hvort
þetta verði gert í samstarfi við
Flugfélag Íslands, sem er með
aðstöðu á flugvellinum fyrir.
Nýlega var auglýst eftir fyrir-
tækjum sem hefðu áhuga á því að
veita þjónustu í nýrri samgöngu-
miðstöð, sem á að taka í notkun
vorið 2009.
Iceland Express hefur farið fram
á minnst 6.500 fermetra húsnæði
undir sinn rekstur á Reykjavíkur-
flugvelli. Spurður hvort þessar
yfirlýstu þarfir félagsins hefðu
ekki kollvarpað fyrri áætlunum um
samgöngumiðstöð, sem ráðgert var
að yrði einnig 6.500 fermetrar,
segir Þorgeir að svo sé ekki.
„Það er búið að fara yfir þarfir
félagsins og það er ekkert sem
kollvarpar áætlunum um sam-
göngumiðstöð. Hins vegar getur
verið að eitthvað þurfi að auka
rýmið til að koma til móts við
félagið.“
Þorgeir bendir á að enn eigi
eftir að hanna sjálfa miðstöðina.
Upphaflegur fermetrafjöldi hafi
verið hluti af frumáætlunum.
Miðað við flug vorið 2008
Á fundi með
Mahmoud Abbas, forseta Palest-
ínumanna, lagði ísraelski forsætis-
ráðherrann Ehud Olmert í gær til
að viss fjöldi fanga yrði látinn
laus, nokkrir vegatálmar á Vestur-
bakkanum yrðu fjarlægðir og að
komið yrði á fót sameiginlegum
undirbúningshóp fyrir áformaða
friðarráðstefnu, sem á að halda
með stuðningi Bandaríkjastjórnar
í nóvember.
Á fundi leiðtoganna í Jerúsalem
urðu þeir ásáttir um að setja á fót
hóp háttsettra fulltrúa sem fengi
það hlutverk að „ræða leiðir til að
koma áleiðis friðarumleitunum og
markmiðinu um tveggja ríkja
lausn,“ að því er David Baker,
talsmaður Olmerts, greindi frá.
Undirbúa ráð-
stefnu um frið
Karlmaður var í gær
dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í
þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa í
fórum sínum MDMA-töflur og fyrir
að keyra undir áhrifum áfengis.
Lögreglan hafði afskipti af
manninum 5. apríl síðastliðinn fyrir
utan skemmtistaðinn Broadway í
Reykjavík og fundust MDMA-
töflur í fórum mannsins.
Rúmlega tveimur vikum síðar
var maðurinn handtekinn í bíl
sínum í Grímsnesi þar sem hann
var grunaður um að keyra undir
áhrifum áfengis. Maðurinn var
sviptur ökuréttindum ævilangt auk
þess sem honum var gert að greiða
fimmtíu þúsund krónur í sekt.
Með fíkniefni
og fullur á bíl
Hámarksflutningsgeta
gatnakerfisins á höfuðborgar-
svæðinu næst þegar umferðar-
hraðinn er 50-60 kílómetrar á
klukkustund, að því er fram
kemur í grein Ólafs Bjarnasonar,
aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda-
sviðs Reykjavíkurborgar, sem
birtist á vef borgarinnar.
Í greininni kemur fram að til að
viðhalda góðu umferðarflæði í
gatnakerfinu er mikilvægt að
fyrirbyggja stíflur. Stíflur verði til
þess að flutningsgeta minnki,
ástandið versni og langan tíma
geti tekið að leysa úr umferðar-
hnútum.
Þá bendir Ólafur á að í sumum
stórborgum, þar sem umferðar-
ástand sé hvað erfiðast, hafi verið
farið þá leið að innheimta sérstakt
gjald af þeim sem aka á mesta
annatímanum eða jafnvel tak-
marka bílaumferð enn frekar.
Mesta streymið
á fimmtíu
Rannsókn í DC++
málinu svokallaða er lokið. Næst
er ákveðið hvort ákært verður í
málinu. Niðurstöðu er að vænta
innan nokkurra vikna, að sögn
Björns Þorvaldssonar, setts
saksóknara efnahagsbrota hjá
Ríkislögreglustjóra.
Málið hófst í september árið
2004 þegar húsleit var gerð hjá
tólf mönnum sem grunaðir voru
um að dreifa og sækja höfundar-
réttarvarið efni með DC++
skráaskiptihugbúnaðinum. Nú,
þremur árum síðar, hillir loks
undir endalok málsins, sem er
prófmál hérlendis.
Rannsókn lokið,
kannski ákært