Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 26
 11. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR6 fréttablaðið flutningar Korkur er einstakt náttúruefni og á auknum vinsældum að fagna sem gólfefni á heimilum landsmanna. Vissir þú að korkur er unn- inn úr trjáberki korkeikar sem aðeins vex á sólríkum slóðum og er ein sinnar tegundar í heiminum? Þannig er hvert einasta tré korkeikarinnar tær hráefnisuppspretta því kork má flysja aftur og aftur af sama trénu þegar nýr vex í staðinn á níu árum, kynslóð eftir kyn- slóð. „Eiginleika korks er ekki hægt að falsa þótt út- liti megi ná í dúkum, því korkur er algjörlega ein- stakt náttúruefni,“ segir Ólafur Traustason, sölu- maður hjá Þ. Þorgríms- syni sem selur Wicanders- kork, en Wicanders hefur unnið með kork frá árinu 1868. „Einangrunargildi korks er einstakt. Tveggja sentimetra korkur ein- angrar álíka og áttatíu sentimetra náttúrusteinn og sjö sentimetra viður; bæði hvað varðar hita- og kuldaeinangrun. Mýkt og hlýja korks er vel þekkt, enda hafa Íslendingar valið kork á eldhúsgólf sín í áranna rás þar sem hvíld fæst við stöðu á korki. Þetta vita verslunareigendur, sem í ríkari mæli velja kork á verslanir sínar til að forða starfsfólki frá vöðvabólgu og særindum eftir langan vinnudag á gólfinu,“ segir Ólafur, en korkur nýtur einnig sívaxandi vinsælda sem gólfefni á heimilum landsmanna. „Korkur er enn mikið valinn í eldhús en ekki síður á stofur, herbergi og önnur rými þar sem fólk vill náttúrulegt yfirbragð. Nú er kominn á markað marmarakorkur í öllum litum, svo fjölbreytnin er orðin meiri en þegar bara var hægt að kaupa náttúrulega brúnan kork, sem þó er einnig vinsæll og fallegur enn,“ segir Ólafur um þetta sérstaka náttúrefni sem gefur herbergjum góðan hljómburð, deyfir fótatak, er gott fyrir bak og fætur og ekki ofnæmisvaldandi. „Korkur er sígildur og fer aldrei úr tísku. Hann hefur gríðarlegt þol gegn hvers kyns ágangi, veit- ir viðnám gegn blettum og efnablöndum, nær sér eftir dældir og er sjálfs- lökkvandi ef eld ber að. Viðhald er í algjöru lág- marki og í dag bjóðum við WRT-keramiklakk með fimmtán ára slitábyrgð,“ segir Ólafur og bætir við að nú sé algengt að leggja kork með öðrum gólfefn- um í sama herbergi. Verð á Wicanders-korki er frá 1.700 upp í 5.500 krónur með lími og lakki. thordis@frettabladid.is Suðrænn trjábörk- ur á íslensk gólf Ólafur Traustason, sölu- maður hjá Þ. Þorgrímssyni, segir einangrunargildi korks einstakt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðalflutningar Öryggi alla leið OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 17.00 Föst. til kl. 16.00 Skútuvogi 8 S. 581 3030 Fax: 471 2564 adaleg@simnet.is Nú geta enn fleiri nýtt sér frábæra þjónustu Aðalflutninga www.adalflutningar.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.