Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 22
11. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 fréttablaðið flutningar
Mikilvægt er að börn fái
að vera þátttakendur í
flutningum og undirbúningi
fyrir þá. Hugo Þórisson
sálfræðingur var spurður
hvernig best væri að bera sig
að þegar flutt er með börn á
leikskólaaldri og fyrstu árum
grunnskóla.
„Það er stór viðburður að flytja og
margt sem felst í því ferli,“ segir
Hugo og nefnir sem dæmi leit að
húsnæði og kaup eða leigu, frágang
og að pakka niður fyrir flutningana.
„Það er mjög mikilvægt að
börnin séu með í undirbúningi að
flutningunum og séu meðvituð um
hvað standi til þótt þau hafi ekki
endilega fullan skilning á því. Það
þarf að útskýra það fyrir þeim og
tala um það við þau svo þau viti
hvað er að gerast,“ segir Hugo.
„Ég myndi segja að það væri mjög
mikilvægt að þau fengju að sjá nýja
húsnæðið vegna þess að við þurfum
alltaf að vita hvað bíður okkar og
sjá fyrir okkur hvað tekur við. Því
nákvæmari og betri sem myndin er
í huga barnsins, þeim mun auðveld-
ara verður fyrir það að laga sig
að henni og hafa væntingarnar
eðlilegri,“ segir Hugo og bætir
við að slíkt sé til dæmis talið mjög
eðlilegt þegar börn fara úr leikskóla
í grunnskóla. „Þá heimsækja þau
skólann sinn, sem bíður þeirra um
haustið og hitta þar kennarann sinn
og skoða skólastofuna. Þannig verða
allar væntingarnar raunhæfari og
eðlilegri og nákvæmlega það sama
gildir þegar þau flytja.“
Hugo segir það einnig mikilvægt
þegar verið er að flytja og
koma sér fyrir í nýju húsnæði
að byrjað sé á því að ganga frá
barnaherbergjunum. „Stundum
hafa foreldrar byrjað á að ganga
frá í eldhúsinu, stofunni eða eitt-
hvað slíkt til að koma sér fyrir en
ég held að það sé mikilvægast að
byrja á barnaherbergjunum. Koma
rúminu fyrir, myndum á veggina,
dót í hillur og bangsann í rúmið
því það er mikilvægt fyrir öryggi
barna á þessum aldri,“ segir Hugo.
„Fyrst og fremst felst öryggið í
návist og samskiptum við foreldra
en næst á eftir því eru hlutirnir og
föstu punktarnir í kringum barnið.
Þess vegna er mikilvægt að þetta
sé fyrsta herbergið sem er klárað á
nýju heimili.“ sigridurh@frettabladid.is
Byrjað á barnaherberginu
Afar mikilvægt er að byrja að ganga frá barnaherberginu þegar flutt er í nýtt húsnæði, til að auðvelda börnum breytingarnar.
AF SPJÖLDUM SÖGUNNAR
Árið 1914 flutti Sveinn Oddsson inn fyrsta flutningabílinn með styrk
frá Alþingi og átti hann að halda uppi mann- og vöruflutningum milli
Reykjavíkur og Eyrarbakka. Bíllinn var af gerðinni Ford T með mikilli yfir-
byggingu og reyndist ekki vel. Haldið var úti tilskildum vöruflutningum
sumarið 1914 milli Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Eyrarbakka og gengu
þeir ágætlega nema hvað lítið var um varning til að flytja. Enn voru
menn ekki búnir að átta sig á gagnsemi bílanna.
Heimild: Íslenska bílaöldin, 2003. Örn Sigurðsson og Ingibergur
Bjarnason.
Í stað þess að fá flutningabíl
eða sendibíl í flutningana finnst
mörgum gott að hengja kerru aftan
í bílinn sinn fyrir búslóðina. Þá
þarf ekki að hafa neinar áhyggjur
af greiðslumælinum á meðan.
Hægt er að leigja kerrur fyrir
flutninga til dæmis hjá Skeljungi,
BYKO og Húsasmiðjunni allt frá
tveimur klukkutímum upp í heila
helgi. Finna má upplýsingar um
þessar kerruleigur á netinu og er
hér samantekt á helstu kerrum
hverrar leigu fyrir sig.
Hjá Skeljungi eru tvær tegund-
ir af kerrum sem eru góðar í
flutningana, annars vegar opin
kerra með tveimur öxlum 260
sentímetra löng og hins vegar
tvær tegundir af lokuðum kerrum,
sem eru 244 og 300 sentímetrar
að lengd. Leiga á opnu kerrunni
kostar 2.400 í hálfan dag en
heill dagur kostar 3.850. Lokuðu
kerrurnar leigjast á 3.000-3.400
krónur hálfan daginn en 4.750-
5.400 krónur fyrir heilan dag.
Í Húsasmiðjunni má leigja 300
sentímetra langa kerru fyrir bú-
slóðina á 3.140 krónur fyrir hálfan
dag en 5.652 krónur fyrir heilan
dag. Í Húsasmiðjunni á Akur-
eyri er hægt að leigja sérstaka
búslóðarkerru þar sem hálfs dags
leiga kostar 4.400 krónur en heill
dagur er á 7.920 krónur.
BYKO býður líka upp á kerru-
leigu en þar eru þrjár stærðir
nefndar: lítil, meðal og stór en ekki
er tilgreint nánar hversu stórar
þær eru. Leiguverðið á kerrunum
í BYKO er á bilinu 1.840-3.160
krónur fyrir hálfan dag en 3.680-
6.320 fyrir heilan dag. Þar er líka
hægt að leigja fjölnota kerru sem
er 185 sentímetra löng og kostar
4.300 krónur að leigja
hana í hálfan dag en
heill dagur kostar
8.600 krónur.
- sig
Kerra fyrir búslóðina
Margar stærðir og gerðir af
kerrum er hægt að leigja fyrir
flutningana, meðal annars
hjá Skeljungi, BYKO og
Húsasmiðjunni.
HEIMSMET
87 tengivögnum var safnað saman aftan í einn dráttartrukk í lengstu
bílalest sem um getur, en hún var 1.235 metra löng, í The Mighty
Mungindi Truck and Trailer Pull í Mungindi, Nýja Suður-Wales í Ástralíu,
29. mars árið 2003.
Stærstu dekk heims eru fjögurra metra há og fjögurra tonna þung og
eru framleidd af Michelin á stærstu vörubíla heims.
Heimild: Heimsmetabókin 50 ára -- afmælisútgáfa, 2004. Íslensk
þýðing: Árni Snævarr. Hugo Þórisson sálfræðingur segir mikilvægt að byrjað sé að gera barna-
herbergin klár þegar flutt er, svo börnin
finni til öryggis á nýju heimili sem fyrst.
www.cargobilar.is
Sendibílar til leigu
Krefst ekki meiraprófs réttinda