Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 41
Rokkhátíðin Sköllfest verður haldin í annað sinn í Hellinum í kvöld. Fram koma bandaríska þungarokksveitin Blacklisted og íslensku sveitirnar Celestine, Diabolus, Drep, Dys, I Adapt, Kimono, Skítur, South-Coast Kill- ing Company og Retron. Skipuleggjandinn Birkir Viðars- son, söngvari I Adapt, segir að hátíðin hafi gengið svo vel í fyrra að ákveðið var að endurtaka leik- inn í ár. „Það gekk betur í fyrra en ég átti von á. Þarna er ofur- áhersla lögð á músíkina frekar en að þetta sé partídjamm. Þetta er algjör tónlistarfögnuður,“ segir Birkir, sem er afar spenntur fyrir tónleikum Blacklisted. „Þetta eru rosalegir listamenn sem sprengja öll form utan af sér. Þeir eru eins og sjóarar með veðurbarin andlitin.“ Sköllfest hefst klukkan 18 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Uppselt var á hátíðina í fyrra og því þurfa rokkaðdáendur að hafa hraðar hendur ætli þeir að tryggja sér miða. Rokkað á Sköllfest í kvöld Nýjasta mynd Russell Crowe, vestrinn 3:10 to Yuma, fór beint á toppinn á norður-ameríska aðsóknarlistanum en hann sýnir aðsóknartölur í Bandaríkjunum og Kanada. Myndin er endurgerð samnefnds vestra frá árinu 1957 með Glenn Ford í aðalhlutverki. Þann 21. september verður vestrinn The Assassination of Jesse James, með Brad Pitt í aðalhlutverki, frumsýndur og mun hann væntanlega eiga í harðri keppni við 3:10 to Yuma. Pitt var óvænt kjörinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir hlutverk sitt í myndinni. Í öðru sæti á norður-ameríska aðsóknarlistanum var endurgerð hryllingsmyndarinnar Halloween, sem hafði áður setið í toppsætinu. Crowe á toppinn Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opið virka daga: 10-18 og laugardaga 11-16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.