Tíminn - 04.01.1981, Page 8
8
Sunnudagur 4. janúar 1981
Kristján Eldjárn:
LITIR
MENN
Hinn 21. desember birti Tíminn litríka smá-
grein eftir Oddnýju Guðmundsdóttur og kom
það sér vel i hinu mikla myrkri á skemmsta
degi ársins. Þarna veitist Oddný að einum
orðalepp sem of lengi hefur verið veifað svo
óþarfur sem hann er, nefnilega orðasam-
bandinu ,,litaðir menn" um það fólk sem ekki
telst til hins ,,hvita" kynstofns. Ekki fellst ég
alls kostar á tillögu Oddnýjar til úrbóta, en
gaman hafði ég af greininni, meðal annars af
því að ég minntist þess að ég hafði fyrir um
það bil ári siðan punktað niður svolitla ádrepu
um sama efni, en ekki birt hana. Nú þar eð
málið er komið á dagskrá þykir mér ekki úr
vegi að lofa þessu smáskrif i minu að sjá dags-
ins Ijós, sem nú lengist með degi hverjum, tíl
þess að ölið dofni ekki á könnunni. Og kemur
hér þessi samsetningur minn:
Lengi hefur mig furðað á því langlundar-
geði orðasælkera og umvöndunarmanna tung-
unnar að liða óátalið að þeir meðbræður vorir
sem ekki eru af hinum svonefnda hvíta kyn-
stofni séu kallaðir litaðir menn. Hvert sinn
sem ég heyri þessa málleysu —og það er oft —
bregður tveimur minningum fyrir I huga mér,
og er önnur úr gamla eldhúsinu á bernsku-
heimili minu en hin úr Þjóðminjasafninu.
Fyrri minningin er á þessa leið:
Móðir mín stendur við eldavélina yrir
litunarpotti og veltir bandhespum og prjónlesi
fram og aftur í rjúkandi litunarleginum,
þangað til hún er ánægð með litunina og færir
upp úr. Þá er sokkurinn litaður, peysan lituð
og bandið litað. Einhver kemur inn í eldhúsið
og spyr: Hverng er þetta á litinn? Eða:
Hvernig er lopinn litur, hespan lit og bandið
litt? Næm máltilfinning gerir skarpan
greinarmun á þessum tveimur orðum: litur og
litaður.
Síðari minningin: Á gömlu útsaumuðu
altarisklæði frá Svalbarði við Eyjafjörð eru
sýndar píslir Jóhannesar postula og guð-
spjallamanns og efniðsótt í Jóns sögu postula,
eins og Gísli Gestsson safnvörður hefur sýnt
fram á í grein í Árbók fornleifafélagsins 1963.
Ein píslin er sú, að hinn helgi maður er látinn í
sjóðandi viðsmjörsketil. Jóhannes hafði
verið gripinn og fluttur til Rómaborgar og
síðan segir sagan: „Og í stað sem hinn
grimmasti víkingur Dominicanus heyrir
það, verður hann svo reiður að hvorki vill
hann láta koma sér í augsýn postulann né
jarlinn (þann sem flutt hafði Jóhannes til
borgarinnar) utan heldur býður í stað
með djöfullegu forsi svo berast sín orð jarl-
inum, að hann leiði Jóhannes fyrir borgar-
hlið í Róma, er Latína heitir, flettandi
hann í fyrstu öllum klæðum, en síðan lemjandi
með harðri húðstroku. Eftir svo gjört býður
hann jarlinum að klippa allt hár af postulans
höfði sem Ijótlegast og næst sverðinum en
síðan steyta honum lifanda í viðsmörsketil
vellanda, sem til heyrir að refsa keisarans
óvin og mótstöðumann Rómverja. Þetta boð
svo bölvaðog grimmdarfullt af f jandans helli,
það er af brjósti Dominicani drepsóttlega
framgengið, fyllir greindur jarl í alla staði,
skipandi með digrum metnaði sinn dómstól
fyrir nefndu hliði..." og svo framvegis. Síðan
verpa þeir postulanum í viðsmjörsketilinn, og
á myndinni sjáum við hvar hann situr nakinn í
pottinum (katlinum) og skíðlogar undir. Ef nú
hefði verið litunarlögur en ekki viðsmjör í
pottinum hefði postulinn sannarlega verið
litaður maður þegar hann fyrir guðs náð steig
heill og óskaddaður upp úr suðunni, rétt eins
og prjónlesið hennar móður minnar forðum
var litað.
Ofboðsleg væri sú tilhugsun ef verið væri að
lita mann í snarpheitum litunarpotti. En
annað eins og það gerist aðeins í gömlum
helgisögum. Enginn maður er litaður, engin
kona lituð og ekkert barn litað. Hins vegar er
gott og gilt íslenskt mál að segja að hattur sé
einhvernveginn litur, húfa einhvernveginn lit
og vesti einhvernveginn litt. Og hrúturinn er
einlitur eða misHtur, ærin einlit eða mislit og
lambið einlitt eða mislitt. Kýr geta verið þrí-
litar og þóttu metfé áður f yrr. Þegar á þarf að
halda að greina fólk sundur eftir hörundslit er
rétt að tala um hvíta menn (þótt þeir séu
reyndar sjaldnast alveg hvítir) og lita menn.
„Coloured people", — orð sem er upphaf
ógæfunnar — útleggst á íslensku litir menn:
„Á Islandi eru fáir litir menn, en þó bregður
þar f yrir á götu litum manni eða litri konu og í
skólum eru nokkur lit börn. í London er hins-
vegar fjöldi litra manna."
Lýsingarorðið litur er auðvelt í meðförum
og beygist eins til dæmis feitur og heitur.
Enginn þarf að hræðast það eða firrast fyrir
þá sök að það fellur saman við nafnorðið litur.
Slíkt er algengt í málinu, eins og til dæmis
óður og hagur, svo að eitthvað sé nefnt, orð
sem ýmist eru nafnorð eða lýsingarorð og
valda þó engum vandræðum. Ef farið yrði að
nota orðið litur í þeirri merkingu sem hér er
mælt með, mun öllum finnast það í alla staði
eðlilegt eftir skamman tíma. Litaður í þessu
sombandi verður hins vegar alla daga óeðli-
legt, og raunar beinlínis óhugnanlegt. Litir
menn um víða veröld hafa sannarlega orðið
fyrir nógu ágauði af hálfu hins hvíta kyn-
stofns þó við (slendingar vekjum ekki það
hugboð með óþörfum orðalepp að þeir hafi
verið litaðir, jafnvel ístórum potti sem minnir
á polstulann Jóhannes þegar hann var soðinn í
viðsmjörinu.
Hæfilegtvirðist að klykkja þessa umræðu út
með Ijóðlínum eftir séra Matthías. Þótt ortar
séu af öðru tilefni gætu þær eins vel átt við
fordóma hins hvíta kyns í garð litra manna
vegna litarháttar þeirra:
Og svo gjörir heimskan og heimurinn sitt:
hugsar meðaugunum: „Hvernig er það litt?"