Tíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. janúar 1981. 3 „Heitir nú í huga mínum Heklu-flúors magister” Sem fyrr eru Hekla og Krafla efstar á blaði 6g hugtækastar þeim, sem fella orð sin í stuðla (þvi að ekki hefur enn brotist út gos vegna örvandi tillags kjara- dóms til verðbólgumála nna). Engum þarf að koma á óvart, að nú eru það norðanmenn, sem krafla i Sunnlendinga, er mest létu að sér kveða siðast. Og eins og fyrri daginn er það hið áttræða visnaskáid Húsvíkinga, Egill Jónasson sem gengur I allri sinni herneskju fram á orrustuvöllinn. í bréfi, sem fylgdi visum hans, segir: „I sunnudagsblaði Timans eru nú orðnir tveir ljóðasmiðir á móti mér og annar þeirra magister, svo nú verður að vanda tungu- takið og lúta höfði í lotningu fyrir menntun og menningu þeirra sunnanmanna. Þessi Árni magi- ster er i formála talinn upp alinn hjá Heklu og hennar fóstursonur. Þegar ég las þetta, varð mér að orði: Heklu innsta eðli rikt Arna styrkir ráðum. Fé er jafnan fóstri likt — fýlulykt af báðum. Og enn fremur þetta: Eiturs búinn örvum sinum Arni snúinn skaut að mér, heitir nú i huga minum Heklu-flúors magister. Svo er þaðSelfyssingurinn, sem verður að fá sinn skammt: Upphafs-kring um efnið flýr uns það springur sundur. sumu kingir, sumu spvr Selfoss-Ingimundur. Hann talar um helviti og Húsa- vikur-Jón — heldur máski, að ég sé út af honum i beinan karllegg. Annars er tilsú sögn, að hann hafi verið galdramaður úr Húsavik á Ströndum. En það skiptir ekki máli, hvaðan hann var. En Satan óttaðist hann: Fjandinn hræddist þrjóskan þjón, þessu sagan vitni ber. Húsavikur-hrausti Jón hefur verið magister. Ég býst nú við, að ég láti hér við lenda með orðaskipti við þessa sunnanmenn og lofi þeim að eiga siðasta orðið, ef þeir vilja.Ég hef haft gaman af þessum hnipping- um og bið fyrir kveðju til þeirra: Farsælt, komandi ár”. Svo mælir Egill á Húsavik. En til sögu er kominn annar maöur ættaður norðan yfir Reykjaheiði, Sigurjón Jónsson. Hann hugsar búmannlega um þær Heklu og Kröflu, og þegar hann hefur vegið þær og metið á þá visu, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að Hekla sé mun ill- skeyttari og tilbekknari við þá, sem fjarri búa, en Krafla. Hann segir: Aska úr Heklu er á kafla ill á túnum Þingeyinga. Ekki hefur ennþá Krafla eitrað slægjur Sunnlendinga. Þannig syngur þá i tálknunum núna um Eldbjargarmessuna. Manni er vorkunn, þótt i hug- ann komi visa, sem eignuð er Ölafi Ólafssyni á Hvolsvelli, en ort við annað tækifæri, þegar Jón Bjarnason frá Garðsvik var að lofta út hjá sér: Þingeyskt loft menn þekkja vel, það hefur streymt um landið. Eitrað það ég ekki tel, en ansi lævi biandið. Þingeyskt loft hét sem sé kvæðabók eftir Jón Bjarnason frá Garðsvik. Enúr þvi að hann hefur óforvarendis borið á góma, má skjóta hér að visu, sem hann orti, þegar Danadrottning kom til Akureyrar sumarið 1973 (þá fengu þeir Drottningarveginn, sem ella hefði ekki orðið fyrr en á næstu öld) og var leidd i lysti- garðinn, þar sem fyrirmenn Akureyrar snerust i kring um hana: Heimsviðburð ég horfði á, hann er Ijúft og skylt að muna. Það var dýrleg sjón að sjá Sólnes upp við drottninguna. Og önnur eftir sama mann, er sú nýlunda hafði gerst, að kona tók prestsvigslu og fékk brauð: Góður biskup i góðri trú gerði konu að sálnahirði. Mikið öfunda margir nú meðhjálparann á Súgandafirði. Og þá hefur okkur borið frá eldfjöllunum alla leið vestur á firði, þar sem aldrei gýs — nema Oddný Guðmundsdóttir: ORÐALEPPAR (Skætingsmál) Fullorðna fólkið temur sér skæt- inasmál af tízkutilaerð. En börnin vita ekki betur og læra þetta mál í sakleysi sínu. Það hlýtur að hafa áhrif á smekkvísi barna og tilf inningalíf, ef f ullorðna fólkið temur sér að tala með kaldhæðni og lítilsvirðingu um allt og alla. Ætli sú græðgi, sem unglingar sýna leirburði og öskurtónlist eigi ekki rót sína að rekja til þess, hve f ullorðið fólk er farið að forðast einlægni í tali og riti? Orð glata merkingu sinni, ef þau fá ekki að njóta sín, þar sem þau eiga við. Sumir halda því fram, að ekki eigi aðgera aðrar kröf ur til talaðs máls og ritaðs, en að það skiljist. En það er engan veginn sama, hvort sagt er deyja eða drepast, tala eða kjafta, gráta eða grenja. Vinir okkar deyja, ærnar drepast úr mæðiveiki. Syrgj- endur gráta, berserkir fara grenjandi. Og fór hann ekki orðavillt, maður við símaafgreiðslu, sem sagði í sumar við konu, að reikningurinn hennar væri nú ekki hærri en þetta, því hún hefði ekkert kjaftað þennan mánuð? Maðurinn var einstaklega kurteis og hafði vist ekki hugboð um, að konan hafði gaman af orðavalinu. Þessa fyrirsögn gat að líta í dag- blaði: „Kjaftaþing bænda á Kirkju- bæjarklaustri". Barnið, sem segir við gestinn: „Pabbi kemur rétt strax, hann er að kjafta í símann", veit ekki betur. Þegar menn eru orðnir sljóir fyrir blæbrigðum málsins, eru þeir orðnir eins og útlendingur, sem ómögulega getur fundið á sér, hvert orðið af mörgum, sem hann sér í orðabókinni, eigi bezt við, þar sem hann ætlar að nota það. Ekki er þó um óviljaverk að ræða, þegar merkingu orða er gjörbreytt, eins og þegar talað er um viðbjóðslega gott veður og ógeðslega fallegt útsýni. Þetta er haft í staðinn fyrir fyndni. Ef fyndni er á annað borð að hverfa úr daglegu máli, getur ekkert komið í staðinn, og bezt er þá að sætta sig bara við orðinn hlut. Ungt skáld talar um „norðlæga átt úr suðri". Annar segir, að einhver hafi skegg ofan á hæla. (Eigum við að hlæja?) Þessi tízku- fyndni hefur þann kost, að hægt er að iðka hana, án þess að bera skyn á orð- heppni. Við þurfum ekki annað en nefna svartan snjó eða sætt salt. Þá er íþróttinni fullnægt. Oddný Guðmundsdóttir. þá úr pólitfskum gigum. En það minnir okkur aftur á, að ekki er aðeins eldfjallakrytur i landinu. heldureinnig pólitiskar væringar, þó kannski ekki i raun jafnheitt i kolunum og mikið rýkur úr stónni. En þetta er ekki nýtt af nálinni, og þannig skvetti Gisli Ólafsson á Eiriksstöðum á þá elda á sinni tið: Blööin eggja landsins lið, lygin seggjum hljómar. Hlustir leggja löngum við lymska og sleggjudómar. Tiskualdar ómar mál, oft þó gjaldið sviki. Innreið halda I ýmsra sál aura- og valdasýki. Illa er þokkað timans tál, töpuð og sokkin menning. Spillir okkar eigin sál allra flokka kenning. Dyggðin sanna dáin finnst á dagsntálanna þingum. Flest er spannað yst og innst eftir mannvirðingum. Til heljar sogast heimsins fijót, heift I logar sálum. Svndin togar sifelit mót sannleiks vogarskálum. Aldrei slotar ágirndin, Ula notast gróðinn. Min eru þrotin þetta sinn þankabrotaljóðin. Og þegar máttmn dregur úr skáldunum, þá er lika þrotinn þátturinn. Oti er ævintýri, ef þeirra nýtur ekki við. JH. Bændur! 1 vetur munum við getað útvegað ELTEX, merki í lömb. ELTEX-merkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bogn- um járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. ELTEX-merkin fás* áletruð (2X4 stafir) samkvœmt pöntun, með tölu- stöfum og/eða bókstöfum. (sjá mynd) Einnig munum við eiga merkjaraðir á lager — 7—?nn 1__znn i__dnn 1—500 Bœndur! Vinsamlega pantið merkin sem fyrst og ekki seinna en lö.janúar n.k.,á varahlutalager okkar. XS Véladeild m Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900 Höfum iyrirliggjandi mikið úrval diesel- raístöðva. Grunnaílstöðvar, vararafstöðvar og tlytjanlegar verk- takastöðvar. Góðir greiðsluskil- málar. %laralon) Gorðostraeti 6 Símor 1-54-01 g 1-63-41

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.