Tíminn - 11.01.1981, Síða 6
'S’unnuÖagur il'. janúar 1981.
6
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur
Stefánsdóttir, Friörik Indriðason, Friða Björnsdóttir
(Heimilis-Timinn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson
(Alþing), Jónas Guðmundsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn
Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
:Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir:
Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þor-
’steinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla
15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar:
86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Áskriftargjald á mánuði:
kr. 70.00. — Prentun: Blaðaprent hf.
Nauðsynlegt
að marka
ferðamálastefnu
Mjög er nú um það rætt, að hinir upprunalegu
aðalatvinnuvegir landsins, landbúnaður og
sjávarútvegur, muni ekki geta tekið við meira
vinnuafli en nú, heldur megi frekar vænta sam-
dráttar hjá þeim að þessu leyti. Helzt ræða menn
um, að iðnaðurinn geti tekið við meira vinnuafli. I
nágrannalöndum okkar óttast menn hins vegar að
aukin tæknivæðing fækki störfum hjá iðnaðinum.
Þar gefa menn öðrum atvinnugreinum meira
auga, og þá ekki sizt aukinni ferðaþjónustu. Flest
riki leggja á það stóraukið kapp að laða ferðamenn
til sin.
Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs
íslands, birti hér i blaðinu skömmu fyrir áramótin
athyglisverðan greinaflokk um ferðamálin. Hér er
ekki aðstaða til að reifa öll þau atriði, sem þar
koma fram, en meginniðurstaða Heimis er sú, að
nauðsynlegt sé að hefjast handa með stefnumörk-
un i samgöngumálum, flugmálum og ferðamálum.
Heimir Hannesson segir:
,,Megintilgangur þeirrar stefnumörkunar hlýtur
að vera að tryggja i sessi eigin samgöngur við um-
heiminn er sjá okkur sjálfum og gestum okkar
fyrir skjótum og tiðum flugsamgöngum við um-
heiminn. Inn i þessa stefnumótun kemur frekari
mótun og framkvæmd ferðamálastefnu, sem er
mjög tvinnuð samgöngumálum”.
Heimir Hannesson segir ennfremur:
,,Takist innan marka slikrar stefnu að fá t.d. 100
þús. erlenda ferðamenn til að heimsækja landið á
árinu 1982 og hátt i þá tölu á næsta ári (þ.e. 1981)
væri þar með komin kjölfesta i samgöngumálum,
sem ómetanleg yrði. Auk annarra þeirra tekna og
kosta, sem framkvæmd slikrar stefnu hefði i för
með sér”.
Þá segir Heimir Hannesson á þessa leið:
,,í ljósi hinna miklu erfiðleika i flugmálum, sem
upp hafa komið og hafa haft verulegar keðjuverk-
anir i atvinnugrein ferðamála er fullkomlega eðli-
legt að þáttur i þeirri stefnumótun, sem þarf að
vinna að þegar i upphafi nýs árs, verði endurmat i
þá veru, að markaðssókn i ferðamálum verði stór-
aukin, sem auðveldlega má sameina ýmiss konar
markaðsstarfsemi i þágu helztu útflutningsvara
okkar, og gæti þannig haft jákvæð áhrif fyrir alla
þætti útflutningsframleiðslu okkar”.
Heimir Hannesson skýrir þetta nánara og segir:
„Þáttur i sliku starfi væri að storauka alla kynn-
ingarstarfsemi á þessu sviði i viðskiptalöndum
okkar, austan hafs og vestan — nýja starfsemi þar
sem island er endastöð en ekki viðkomustaður.
Viðmælendur okkar kynntust smám saman menn-
ingarlandi elda og isa, þar sem framleiddar væru
gæðavörur, og heimsókn til þess norðlæga fá-
menna lands væri ánægjuleg tilbreyting frá skark-
ala heimsborga og fjöldastaða.
Eins og málum er nú háttað i þjóðfélagi okkar og
i heiminum i kringum okkur virðastfá verkefni
jafn aðkallandi. Væri ekki ráð að hefjast handa — i
orði og verki? ” Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
/
Singapore hefur blómstraö undir hans stjórn
Lee Kuan Yew
HINN 23. desember siðastlið-
inn fóru fram þingkosningar i
Singapore. Úrslitin komu ekki á
óvart, þótt þau yrðu þau, að
Framkvæmdaflokkur alþýðu
hlaut öll þingsætin, 75 taisins.
Þetta hefur gerzt þrivegis áð-
ur eða 1968, 1972 og 1976.
Útslit þessi rekja ekki rætur
til þess, að starfsemi annarra
stjórnmálaflokka sé bönnuð.
Aðeins Kommúnistaflokkurinn
er bannaður og öflugt eftirlit
haft með leynistarfsemi komm-
únista.
1 kosningunum nú uröu fram-
bjóðendur Framkvæmdaflokks-
ins sjálfkjörnir i 37 kjördæmum.
1 hinum kjördæmunum höfðu
frambjóðendur flokksins mót-
frambjóðendur, en sigruðu þá
auðveldlega.
Sigrar Framkvæmdaflokks-
ins byggjast að verulegu leyti á
þvi, að hann er eini flokkurinn,
sem hefur öflugt skipulag. And-
stæðingar hans skiptast i litla
flokka og sundurleita. Atkvæða-
magn hans nýtist þvi miklu bet-
ur en ella.
Þetta erþó ekki aðalskýringin
á sigrum Framkvæmdaflokks-
ins. Hún er sú, að foringi flokks-
ins, Lee Kuan Yew, hefur unnið
sér mikið traust kjósenda.
Stjórn hans hefur verið athafna-
söm. Hún er einnig talin heiðar-
leg.
Lee er ekki nema 57 ára gam-
all, en samt er hann búinn að
fara með stjórnarforustu i
Singpapore i 21 ár, eða siðan
Bretar veittu Singapore heima-
stjórn. Arin 1962-1965 var Singa-
poreeitt rikjanna,sem mynduðu
Malasiubandalagið. Lee taldi
þátttöku i bandalaginu óhag-
stæða fyrir Singapore og lýsti
þvi yfir sjálfstæði Singapore
1965.
SINGAPORE er eyja, sem er
skammt undan syðsta odda
Malakkaskagans. Hún er um
500 ferkm að flatarmáli. Fram-
yfir aldamótin 1800 höfðu ný-
lenduveldin talið, að þar væri
eftir litlu að slægjast.
Einn af nýlendustjórum Breta
kom þá auga á, að Singapore
lægi vel við sjósamgöngum og
væri þar tilvalinn staður fyrir
hafnarborg.
Árið 1824 tryggðu Bretar sér
þar yfirráð og hófust handa með
miklar hafnarframkvæmdir. Á
skömmum tima reis upp i
Singapore mesta hafnarborg
Suðaustur-Asiu. Þegar kom
fram á 20. öld, var Singapore
orðin fjórða mesta halnarborg i
heimi.
Singapore rétti sig fljótlega
við eftir siðari heimsstyrjöld-
ina, en hún var hernumin af
Japör.um um skeið. Af ýmsum
ástæðum álitu Bretar rétt að
sleppa yfirráðum sinum þar.
Singapore fékk þvi heimastjórn
1959, eins og áður segir, og fullt
sjálfstæði 1965.
Mikill meirihluti af ibúum
Singapore, sem eru um 2.4 mill-
jónir, eru af kinverskum ættum
eða um 75%. Þeir eru athafna-
samir og skylduræknir, eins og
þeir eiga kyn til. Vafalaust átti
það mikinn þátt i uppgangi
Singapore á sinum tima, að Kin-
verjar fluttu þangað i rikum
mæli.
Lee er af kinverskum ættum.
Eftir að hann hafði lokið laga-
námi i Cambridge i Bretlandi,
hóf hann að skipuleggja stjórn-
málaflokk Kinverja i Singapore,
Framkvæmdaflokkinn, sem nú
er búinn að fara með stjórn þar i
meira en tvo áratugi.
LEE hefur reynzt mikilhæfur
stjórnandi. Hann hefur byggt
upp velferðarþjóðfélag i Singa-
pore á kapitaliskum grunni.
Einkaframtak hefur verið látið
njóta sin til fulls og eriendum
fyrirtækjum veitt sæmileg skil-
yrði til atvinnurekstrar.
Til viðbótar þvi, að Singapore
hefur blómstrað sem sam-
göngumiðstöð, hefur risið þar
upp margvislegur iðnaður, sem
hefur byggzt á aðfluttum hrá-
efnum.
I Singapore er nú minna at-
vinnuleysi en annars staðar i
Asiu, nema ef vera skyldi i Jap-
an, og verðbólgu hefur verið
haldið i skefjum. Launakjör
munu óviða eöa hvergi betri i
Asiu, húsnæðisskortur hvergi
minni i álfunni og trygginga-
kerfið einnig hið fullkomnasta i
Asiu.
Það vekur svo ekki sizt at-
hygli margra, sem koma til
Singapore, að óviða er haldið
betur uppi lögum og neglum. Að
þessu leyti hefur Lee verið mjög
strangur húsbóndi. Hann hefur
ekki sizt gert strangar kröfur til
embættismanna.
Þótt Lee sé mikill andkomm-
únisti, hefur hann á siðari árum
haft allnána samvinnu við
stjórnina i Peking. Hann var ný-
kominn þaðan, þegar kosning-
arnar fóru fram i Singapore.
Lee hefur hins vegar tekið
mjög ósáttfúsa afstöðu til
stjórnarinnar i Vietnam og yfir-
ráða hennar i Kampútseu. Hann
hefur verið aðaldriffjöðrin i
Asean-bandalaginu svonefnda,
en þátttakendur i þvi eru auk
Singapore, Malasia, Thailand,
Indónesia og Filippseyjar. Lee
mun hafa átt mestan þátt i þvi,
að Asean-rikin hafa beitt sér
fyrir þvi að Sameinuðu þjóðirn-
ar héldu áfram að viðurkenna
stjórn Pol Pots. Það hefur
styrkt vinfengi hans við
stjórnarherrana i Peking.
Löndin I Asean-bandalaginu eru merkt með skástrikum-.