Tíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 19
Sunnudagur 4. janúar 1981 Umsjón Friðrik Indriðason Geim- hrollvekja Nýja bió Alien/Óvætturinn Leikstjóri Ridley Scott Aðalhlutverk Tom Skeritt, Signourey Weaver, Veronica Cartwhright, John Hurt og Yaphet Kotto Geimdráttarfarið Nostramo er á leið til jarðar er þvi berst neyðarskeyti frá ókunnri plán- etu. Áhöfn farsins rannsakar þetta og á plánetunni finnst fornt geimfar, greinilega ekki gert af mannahöndum, en áhöfn þess er löngu dauð. Einn af áhöfn Nostramo verð- ur fyrir árás ókunns óvætts i dauðu geimfarinu og er óvætt- urinn tekinn um borð i Nostr- amo. Eftir það fara óhugnan- legir atburðir að gerast og einn af öðrum i áhöfn Nostramo verður óvættinum að bráð. Ridley Scott er þekktur fyrir aðra mynd sem hér hefur verið sýnd „The Duellists” en hún vakti einkum athygli fyrir frá- bæra sviðsmynd. Það sama er upp á teningnum i Alien en sviðsmyndin þar er með þvi besta sem undirritaður hefur séð, sérstaklega hvað varðar allt i kringum útdauða geimfarið. Þessi sviðsmynd ásamt óhugnanlegum söguþræði og góðum leik gerir myndina að fyrsta flokks hrollvekju. Ridley Scott nær miklu út úr leikurunum og vil ég sérstak- lega geta Weaver í hlutverki Ripley hins harösoðna 2. stýri- Weaver i hlutverki sinu i Alien. manns Nostramo en leikur hennar er frábær. Eins og i öllum góðum hryll- ingsmyndum, þá gerast atburð- irnir innan lokaðs rýmis (Nostr- amo) og geta persónumar þvi ekki flúið undan óvættinum, heldur verða að berjast við hann ★ ★ ★ og eyða honum eða deyja ella. Sum atriðin fá hárin til að risa á höfðum áhorfenda enda er óvætturinn sérstaklega hrylli- lega úr garði gerður, nokkurs- konar blanda af stóru skriðdýri og vélmenni. Ólikt öðrum visindaskáld- skaparmyndum sem hér hafa verið sýndar þá eru peráonur þessarar myndar eins og hvert annað fólk i vinnu en ekki ein- hver ofurmenni með skotheldar lausnir á hverjum vanda og kemur þetta vel fram i hlut- verkum vélvirkjanna Brett (H.D.Stanton) og Parker (Kotto) en samræður þeirra snúast nær eingöngu um samn- ingsmál og bónusgreiðslur. Þetta gerir það að verkum að áhorfandinn á auðvelt með að sjá sjálfan sig sem einhverja af persdnunum og það eykur á óhugnaðinn ...,,þvi i geimnum heyrir enginn þig öskra.” Friðrik Indriðason Stjörmigjöfin: 4444 Frábær 44 44 44 Mjög góð 44 44 Góð ^4 Ekki áhugaverð Hver man ekki eftir KerrLancaster i From Here to Eternity. Hagarty-Hays endur- taka atriðið sem grin i Flying High. Háloftagrín Háskólabió Flying high / Flugvélin Leikstjórar Jim Abraham, David Zucker, Jerry Zucker Aðalhlutverk Julie Hagerty, Robert Hays, Llovd Bridges og Robert Stack. Þessi mynd, sem gerð er af sömu aöilum og gerðu „Kentucky Fried Movie”, hefur notið mikilla vinsælda viða um heim en svipaö og fyrri myndin þá er húmorinn i henni mjög farsa-kenndur og margir brand- arar hennar hreint frábærir. Myndin segir frá áætlunar- flugi frá Los Angeles til Chicago með farm af þessum venjulegu „Airport-mynda farþegum”. Allt gengur vel þangað til helm- ingur farþeganna og öll áhöfnin veikist heiftarlega af matareitr- un. Að sjálfsögðu er til staðar meöal farþeganna flugmaður til að taka við stjórn flugvélarinn- ar en sá ljóður er á honum að hann hefur ekki flogið lengi vegna taugaveiklunar. ★ ★ I myndinni er gert mikið grin af hinum svonefndu Airport myndum en aðrar myndir fá einnig sinn skerf af grininu og má i þvi sambandi nelna mynd- ir eins og Saturday Night Kever og From Here To Eternity. Nýju leikararnir i myndinni Hagerty og Hays, sem flug- freyja og taugaveiklaði flug- maðurinn, skila hlutverkum sinum með prýði en mikið af framsetningu grinsins hvilir á herðum þeirra. Þeim til hjálpar eru siðan Bridges og Stack. (Sá er lék Eliot Ness i The Untouchables). Sá fyrrnefndi er framkvæmda- stjóri flugvallarins i Chicago og eftir þvi sem liður á myndina heyrir maður setningar frá hon- um eins og „Röng vika til að hætta að drekka”.....hætta við amfetamin”.... hætta við að þefa af limi”. Stack leikur hálf-brjálaðan flugumferðarstjóra sem er svo harður nagli að þegar hann er beðinn um aö setja lendingar- ljósin segir hann: Nei það er einmitt það sem þeir ætlast til að við gerum” Myndinni tekst vel að kalla fram hlátur frá áhorfendum eins og ætlast er til og þeir sem gaman hafa af þvi að hlægja mikið og lengi ættu ekki að láta þessa mynd fara framhjá sér. Friörik Indriðason. Fyrir fullorðna Austurbæjarbió ”10” Leikstjóri Blake Edwards Aðalhlutverk Dudley Moore, Julie Andrews og Bo Derek. Þótt þessi mynd sé ef til vill fyrst og fremst þekkt fyrir hinn fullkomna vöxt Bo Derek þá er það frammistaða Dudley Moore sem gerir hana áhugaverða. Þessi breski gamanleikari, sem litið var þekktur utan heima- lands sins áður en hann lék i myndinni, vinnur i henni nokkuð stóran leiksigur og er vel að honum kominn. Hann er hér i hlutverki George Webber, tónskálds, sem komin er á þann aldur (fertugt) aö þurfa aö sanna karlmennsku sina. Hann á i ást- arsambandi við Sam (Andrews) en þaö gengur hálfbrösuglega og endar næstum alveg er hann sér forkunnar fagran kvenmann (Derek) á leið i brúðkaup sitt. Brátt veröur það ástrfða hans að komast yfir þennan kven- mann en þaö gengur ekki áfalla- laust. t fyrsta lagi er hún gift og i öðru lagi er hann hræddur um að aldur sinn geri það að verk- um að henni finnist hann li'tt spennandi. Hvorugt atriðið reynist þó hindrun er á hólminn er komið. ★ ★ Blake Edwards er þekktastur fyrir myndir sinar um Bleika Pardusinn og svipað og þær myndir þá er ”10” nokkuð farsakennd á köflum. Sumir brandaranna eru þó mjög vel unnir, sérstaklega hvað snertir efnið „fertugsaldurinn’ og ætti fullorðið fólk að hafa mikið gaman af þessari mynd. Sem áöur segir vinnur Moore leiksigur i þessari mynd en frammistaöa hans i hlutverki Webber og túlkun hans og þeirri persónu verður ekki betrum- bætt. Um Andrews vil ég það segja að hún ætti aö halda sig við Disney-myndir og sjónvarps- þætti. Nýju kyntákni skaut upp á stjörnuhimininn með þessari mynd en þaðer Bo Derek og það verður að viðurkennast að aldrei hefur undirritaður séð fullkomnari linur á kvenmanns- kroppi, eða eins og Webber seg- ir i myndinni ,,... á skalanum 1 til 10 þá gef ég henntiU’.Þannig að þeir sem gaman hafa af fögr- um kvenmönnum ætti ekki að- leiðast á myndinni. Friðrik Indriöason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.