Tíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 11. janúar 1981. „Vonin lifir í hinum latneska hluta Vesturheims/ þrátt fyrir allar þjáningar. Og nú er þessi heimshluti að sækja í sig veðrið til þess að rísa úr ösk- unni og standa á eigin fótum. Frelsunin getur frestast, en það verður ekki komið i veg fyrir hana." Þetta segir Argentínumaður- inn Adolfo Perez Esquivel, sem hlaut í haust friðarverðíaun Nóbels. Ráðstöfunin á friðarverð- laununum hefur stundum þótt mikilli furðu gegna, svo sem þegar það hefur gerzt, að odd- vitar stórvelda, sem eiga meginsök á viðsjám í veröld- inni, og hjálparkokkar þeirra ' \iVW.\v-^ViVA'\ k le *** Adolfo Perez Esquivel — argentínski baráttumaðurinn, sem fékk friðarverðlaunin. um þetta leyti var ofbeldi farið að vaða uppi í Argentínu og hermdarverk orðin tíð. Hann vildi ekki svara grimmd og ofbeldi í sömu mynt. Mahatma Gandhi varð honum mikilvæg fyrirmynd. Árið 1968 hafði verið stofnuð í Montevideo hreyfing, sem átti að berjast gegn harðstjórn og kúgun í Suður-Ameríku án of- beldis, og árið 1974 varð hann aðalritari þessarar hreyfingar. Prófessorsembætti sitt lét hann lönd og leið. Hann var margsinnis fangels- aður og gerður útlægur, jafnvel úr gervallri Suður-Ameríku. Fjórtán mánuðum hefur hann eytt innan fangelsismúra í Buenos Ayres, og var honum mest gefið að sök, að hann reyndi árið 1976 að fá Samein- „ Veik rödd, sem talar máli þeirra, sem sviptir eru röddinni>> hafa verið sæmdir friðarverð- launum. Það vakti til dæmis styr, er friðarverðlaunin 1973 voru fengin Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Le Duc Tho, aðalsamn- ingamanni Vietnama, þegar Bandaríkjamenn hurfu loks burt úr Víetnam. í haust tókst aftur á móti þannig til, að úrslitin þóttu verðug. Alþýða manna í Argen- tínu hefur lengi búið við hið hrakasta stjórnarfar, sem hugsazt getur, og gegn því hef ur Adolfo Perez Esquivel barist harðlega en þó með friðsam- legum hætti. I síðustu árs- skýrslu Amnesty International segir frá þvi, að nítján hundruð pólitískir fangar hafi verið í Argentínu í byrjun síðasta árs, og flestum þeirra hafi verið haldið í fangelsi, án þess að mál þeirra hafi verið tekið upp, allt frá þvi i marzmánuði 1976, er herforingjaklíkan í Argentinu brauzt til valda. Enn meira kveður því að þvi, að fólk hverf i, án þess nokkrum sé gerð grein fyrir þvi, hvað af því verður. Tvö þúsund manns hurfu með þessum hætti árið 1980, og hefur f jöldi líka fundizt á sorphaugum og i skógum viðs vegar um landið, en um aðra er kunnugt, að þeim hefur verið varpað lifandi út úr flugvélum yfir ósum La Plata-fIjótsins. Amnesty International getur lagt fram sannanir um mann- rán, pyntingar manndráp og af- tökur á vegum stjórnvaldanna, með tilstyrk og stuðningi hinna æðstu foringja í herstjórninni argentínsku eða i skjóli þeirra. Litlum börnum hef ur verið rænt frá foreldrum sínum og fengin í hendur auðugum, barnlausum Argentínumönnum, sem styðja stjórnarvöldin, og pyndingar þær, sem tíðkast í Argentínu eru einhverjar hinar sóðalegustu, sem um getur. Þótt stjórnarfar i mörgum löndum í Suður- Ameríku og Mið-Ameríku sé vont, þá er það þó illræmdast í Argentínu. „Guð elskar mest þá systur mína og bræður, sem fátækust eru og umkomulausust", sagði Adolfo Perez Esquivel, ,,og í nafni þeirra þigg ég þessi verðlaun. Vegna systkina minna, systra og bræðra. Indíánanna, verkafólksins í sveitunum, verksmiðjufólksins, unglinganna, — vegna þúsunda af þjónum kirkjunnar og ann- arra manna, sem eiga góðan vilja og hafna fáanlegum for- réttindum og kjósa að deila kjörum með hinum snauðu og kúguðu og berjast fyrir nýju og betra samfélagi, þigg ég þau". Adolfo Peres Esquivel sagði einnig: „Ég er aðeins veik rödd, sem talar máli þeirra, sem sviptir eru röddinni, og berst fyrir því, að harmakvein fólksins heyrist". Hann segir, að kjör þau, sem þjóðir i hinum latneska hluta Ameríku eiga f lestar við að búa, sé „ögrun við guð", „háðung við máttarvöld- in" og „sannkallað guðlast". Milljónir barna, unglinga, full- orðins fólks og aldraðs hjara við kvöl og vannæringu. Þetta er ávöxtur stjórnarkerfis, sem undirokar f jöldann, en veitir fá- um auð og allsnægtir og horfir upp á það með velþóknun, að hinir ríku verði sífellt ríkari á kostnað hinna snauðu, sem verða æ snauðari og aumari. „Við verðum með framréttum höndum eins og systkini án haturs og óvildar að afmá þess- ar misgerðir og koma á friði og sáttum." Það er kenning þessa manns, að friður, sátt og samlyndi geti aðeins dafnað í samfélagi, þar sem réttlæti ríkir, og hann boð- ar þá leið að hafna ofbeldi, en beygja sit þó ekki, og skírskota til þess kærleika, sem stenzt all- ar raunir og gefst aldrei upp, hvað sem á móti blæs. Sjálfur hefur Adolfo Perez Esquivel helgað mannréttinda- baráttunni í Argentínu og Suður-Ameríku allri allt sitt líf. Hann stofnaði samtökin Pas y Justicia, en mörg svipuð sam- tök eru þar og sum ef til vill mannf leiri. Hann fæddist í Buenos Ayres 1931, stundaði skólanám og varð húsameistari og myndhöggvari. Árið 1968 fékk hann prófessors- stöðu i þjóðlega listaháskólan- um í höfuðborg Argentinu. En þremur árum síðar tók hann aðra stefnu. Þá voru miklar hræringar innan kaþólsku kirkj- unnar, og hann hreifst af þeim. Það ýtti ekki sízt við honum, að uðu þjóðirnar til þess að stofna mannréttindanefnd og lagði fram gögn um margvísleg mannréttindabrot í Suður-Ame- ríku. Á árunum upp úr 1970 jaðraði við borgarastyrjöld í Argentínu, og í kjölfar þess kom valdataka herforingjaklíkunnar, er verst hef ur verið þokkuð. En svo hef- ur brugðið við, að fæstir hafa kippt sér mjög upp við það, sem gerzt hef ur í Suður-Ameríku, og án efa vegna þess, að vestrænir leiðtogar þjóða hafa fremur kosið það verra, er það var þeim ekki andsnúið, heldur en eitthvað, sem hugsanlega gat verið skárra, ef vafasamara var um stuðning í valdastreit- unni í veröldinni. Af þessum sökum, og svo af því að austurveldunum varð á engan hátt kennt um ástandið í Suður-Ameríku, hefur fordæm- ing vestrænna þjóða á harðýðg- inni og ranglætinu þar verið treg og torfengin og svifasein. Menn eins og Adolfo Perez Esquivel hafa þó aldrei látið bilbug á sér finna. Þeir hafa haldið sig við þá stefnu, er þeir hafa markað, hvað sem á hefur gengið. Sjálfur er hann fylgis- maður víðtækra þjóðfélags- legra og stjórnmálalegra breyt- inga, en hann telur ekki koma til mála að koma þeim á með vopn í hönd. Hann berst með orðsins brandi, jafnvel fyrirbænum, og til þess að vekja athygli á baráttu sinni hefur hann mörg- um sinnum gripið til hungur- verkfalls að dæmi Gandhis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.