Tíminn - 08.02.1981, Síða 11

Tíminn - 08.02.1981, Síða 11
Suh'midáglir f -.’vj'Bbiin.iu februar 1981 reynsla sem fékkst af sleppingu smáseiða á vatnasvæði Þjórsár fyrir nokkrum árum, og nefnt hefur verið Þjórsárævintýrið, er mikil hvatning til dáða, hvað snertir sleppingu seiða á ófisk- genga hluta laxveiðiánna. Þess er þvi að vænta, að laxagöngur muni stóraukast á næstu árum. Hafbeitin hefur verið i þróun allt frá þvi, að fyrstu laxarnir skiluðu sér i Kollafjarðar- stöðina skömmu eftir 1960 og til þessa. Sýnt hefur verið fram á með tilraunastarfinu i Kollafirði að möguleikar okkar á þessu sviði er geysimiklir. Þá hafa til- raunir með hafbeitarbúskap verið framkvæmdar á fjórum stöðum á landinu fyrir tilstuðlan Framkvæmdastofnunar rikisins og með f járstuðningi frá Norðurlandaráði. Þýðingar- mikil vitneskja hefur fengist i sambandi við þessar tilraunir, sem enn eru i gangi. Til fróðleiks má geta þess, að i ritinu „Fiskeldi”, sem Fram- kvæmdastofnun rikisins hefur nýlega sent frá sér, er t.d. gerð úttekt á hagkvæmni fiskeldis- stöðvar, sem framleiðir 200 þús- und gönguseiði og fær 3—4% endurheimtu á laxi úr sjó og talið að hún standi undir sér. Vissulega mun verða lögð rik áhersla á hafbeit, eins og áður, og ekki kæmi mér á óvart, að þróun á þessu sviði yrði bylt- ingarkennd á næstu árum, með miklar laxgöngur i hafbeitar- stöðvar, Segja má, að tilraunir með að fóðra fisk i eldiskvium i sjó séu á byrjunarstigi. Menn binda vonir við það, að það muni tak- ast að fá þannig fisk i slátur- hæfa stærð, þar sem öll skilyrði séu sem hagstæðust er til þarf. Sýnt hefur verið fram á, að við eigum enga möguleika til að stunda slikt sjóeldi sem Norð- menn gera i stórum stil. Til þess er sjórinn of kaldur við mestan hluta landsins. Menn telja að við höfum góða möguleika til þess að afsetja hluta af gönguseiðaframleiðslu okkar til Noregs, eins og gert hefur verið. Vissulega getur brugðið til beggja vona i þvi efni, t.d. ef Norðmenn verða sjálfum sér nógir um gönguseiði sem þeir reyna vafalaust að keppa að. Einnig geta önnur at- riði komið til sögunnar, sem gera okkur erfitt fyrir i þessum efnum. Það er vissulega ósk- andi að þessi hagstæði mark- aður i Noregi fyrir gönguseiði megi haldast. Það eru óneitanlega blikur á lofti i sambandi við veiðar á laxi i úthafinu, ekki sist ef veiðar þessar aukast og veiðisvæðin yrðu viðáttumeiri en nú er. Unnið er að þvi að koma i veg fyrir þessar veiðar með sam- tökum þeirra þjóða, sem hags- muna hafa að gæta i þessu efni. A sinum tima tókst að draga stórlega úr laxveiðum við Grænland, og við skulum vona, að hið sama gerist gagnvart veiðum á öðrum svæðum At- lantshafsins. Einar Hannesson 11 Aöeins 25% útborgun Tilboð Aöeins 25% útborgun í febrúarmánuöi bjóöum viö hagstæö greiöslukjör á Electrolux eldavélum. Útborgun aöeins 'A og eftirstöövar lánaöar í 5 til 8 mánuöi. 5 o Electrolux eldavélarnar eru meðal þeirra þekktustu í heimi. Fyrst og fremst vegna gæða- og svo auðvitað vegna tækni- nýjunga. Electrolux hefur oftast verið á undan samtíðinni í eld- hústækni. Þegar þú velur Electrolux eldavél geturðu valið eldavélagerð, sem hentar plássi og pyngju. Úrvalið og möguleikarnir eru margvís- iegir. Electrolux Kynningarbæklingur ókeypis. Það er óráðlegt, að kaup eldavél án þess að kynna sér vandlega hvaða möguleikar standa til boða. Vörumarkaðurinn sendir þér í pósti ókeypis, litprentaðan mynda- og upplýsingabækling. Sendu okkur nafn þitt og heimilisfang, eða hringdu í Electrolux deildina, sími: 86117 og við sendum þér bækling um hæl. ARMULA 1a LANDSSMIÐJAN Reykjaxík þurrkun Eins og undanfarin ár smiðar Landssmiðjan hina frábæru H-12 og H-22 súgþurrkunarblásara Bldsararnir hafa hlotið einróma lof bænda fyrir afköst og endingu Sendið oss pantanir yðar sem fyrst SÚG- Skrifstofustarf Viljum ráða hið fyrsta skrifstofumann til bókhalds- og endurskoðunarstarfa á aðal- skrifstofunni i Reykjavik. Starfsreynsla æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum með upplýsingum um mennt- un, aldur og fyrri störf óskast skilað fyrir 14. febrúar n.k. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavik. Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps auglýsir eftir mönnum, sem hugsanlega hefðu áhuga á að mynda samtök til þess að standa að byggingu Iðngarða á Egilsstöðum. Upplýsingar veita sveitarstjóri og oddviti Egilsstaðahrepps. mmmmmmatm c— Kt Í V.1 -. * i-. f t v .4

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.