Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 13
Suiimidagur ,8. febrúar 1981 r-13 og nú, en mafian á Sikiley reyndist bæði fljöt að átta sig og fengsæl, svipað og þeir, sem fara nú að dæmi hennar á Suð- ur-ítaliu. Þannig endurtekur sagan sig. En hvaö um það, sem á eftir kemur — eða á að koma. Hvers má vænta af þvi viðreisnar- starfi, sem fólki i Mezzogi- orno-héraði hefur verið hátið- lega lofað? Það er kannski vert að hyggja að þvi, er orðið hefur á Sikiley, ef sagan kynni lika að endur- taka sig i þvi efni. Og megin- þættir þeirrar sögu fléttast af seinlæti og tómlæti skrifstofu- valdsins i stjórnkerfinu, röng- um ákvörðunum, fjárdrætti og spillingu. Enn þann dag i dag eru rústirnar i Gibellina, einu þeirra nitján þorpa, sem jöfnuð- ust við jörðu, eins og við þær var skilið, þegar fólks hafði verið leitað i þeim, nema hvað árin og timinn hafa unnið sitt verk. Þær eru nú hálfgrónar, og hingað og þangað standa olifutré, kýprus- viðir og kaktusar upp úr þessu minnismerki slóðaskaparins. Enn þann dag i dag býr helm- ingur þeirra fimm þúsund, sem eitt sinn byggðu þorpið i léleg- ustu gerð bragga, sem hrúgað var upp i skyndi til bráðabirgða. Sömu sögu er að segja um hin þorpin átján. Fjörutiu þúsund manna, gamalmenni og börn og allt þar á milli, hirast i ömur- legustu bráöabirgðaskýlum, og þar er eins og að vera i ofni á sumrin, en frystiklefa að vetrin- um. Þegar landskjálftinn reið yfir Beliza-dalinn var Giuseppe Saragat, heimsírægur stjórn- málamaðurm forseti Italiu. Harmi lostinn hraðaði herra- maðurinn sér til Sikileyjar, hélt ræður uppi á múrsteinahrúgum og grét opinberlega af vorkunn- læti og samúð með vesalings fólkinu, sem lent hafði i þessum raunum. Tylft ráðherra, tylftir embættismanna fóru að dæmi forsetans — tárvotir af hryggð lýstu þeir þvi, hversu atburð- irnir á Sikiley hefðu gengið þeim til hjarta, og þegar þeir höfðu þerrað augum með silki- klútunum sinum, létu þeir ekki sitt eftir liggja að hugga alþjóð með þvi, sem gert yrði fyrir þetta fólk, sem uppi stóð i mikl- um þrengingum. Samúðinni gekk þó seint að ummyndast i áþreifanlega hjálp. Aðvisu voru fljótlega út- veguð tjöld,og seinna var hrófl- aðbröggum —þessum,sem enn er búið i. Annars lét stjórnin bjóða fólki farseðla aðra leið til iðnaðarborga á Norður-ítaliu, og grunaði flesta, að þar myndi hjálp og fyrirgreiðslu lokið, ef við þeim væri tekið. Innan framkvæmdamála- ráðuneytisins i Róm var þó mynduð sérstök landskjálfta- deild, sem átti að sjá um endur- reisn landskjálftasvæðisins á Sikiley. Og fé var lagt fram, mikil ósköp. Nú að þrettán ár- um liðnum hefur jafnvirði sex milljarða nýkróna runnið i framkvæmdasjóðinn i tið niu framkvæmdamálaráðherra — og vonir þess fólks, sem beðið hefur allan þennan tima fyrir löngu kulnaðar. Satt er það, að sex ný þorp hafa verið reist, en alls staðar vantar eitthvað á. Sums staðar hefur lent i útideyfu að byggja skóla, annars staðar hefur það gleymst, er við varð að hafa til þess, að fólk fengi nokkurn veg- inn hreint vatn, og slökkvibún- aður hefur yfirleitt setið á hak- anum, svo að nokkuð sé nefnt. Hvað er að? Bæjarstjórarnir i Beliza-dalnum fórna höndum, þegar þeir eru spurðir: „Engin afsökun til! Þeir hafa allt — peninga, efnivið, tæknimenn. Það er bara eins og allt fari i handaskolum hjá. þeim’'. Það vilja margir vera kokkar, þar sem peningar eru annars vegar. Framkvæmdir voru faldar fyrirtækjum i Róm og á Auglýsið í Timanum Norður-ttaliu, þar sem menn hafa harla óljósar hugmyndir um lif og þarfir i dölum á Sikil- ey. Þessum mönnum datt til dæmis i hug að hrúga fólkinu i Beliza-dalnum saman i fjöl- menna bæi, þar sem við mátti koma að byggja stórt. Hug- myndir komu einnig upp um málmbræðslu, sementsverk- smiðju og leirkerjasmiöju, þvi að matur hefði verið fyrir verk- takafyrirtæki að fást við þess konar framkvæmdir. Þessar hugmyndir voru send- ar ráðuneyta á milli og deild úr deild innan ráðuneyta, til ráð- gjafarfyrirtækja og alls slags sérfræðinga. Og timinn leið, og flestir urðu að hafa nokkuð fyrir sinn snúð. Aftur á móti tók það bæjar- stjórann i Gibellina þrjú ár að fá náðarsamlegast leyfi til þess að hefjast handa um byggingu nýs þorps i grennd við ræktunar- land bændanna, sem þar höfðu átt heima. Þá var verðbólgan farin að höggva skörð i það fé, sem upphaflega hafði verið lagt fram, og kostnaðaráætlanir stóðust ekki lengur, svo að hvað eftir annað rak allt i strand. Verra var þó annað. Alls stað- ar voru maðkar i mysunni, og með timanum urðu þeir fleiri og fleiri, sem vildu mata krókinn. Sumt af fénu var lika lagt i allt annað en það var ætlað til, ef nógu áhrifamiklir menn reru þar undir. Dæmi um það er steinsteyptur vegur.sem gerður var fyrir landskjálftapeningana milli bæjanna Trapani og Maz- ara. Hann er utan landskjálfta- svæðis og þvi óviðkomandi, og um hann er nálega engin um- ferð. En voldugir menn, sem vildu fá þennan veg komu ár sinni vel fyrir borð hjá Kristilega demókrataflokknum og stjórn- inni i Róm, og fólkið i Beliza-dalnum, sem missti hús sin og býr enn i ömurlegum bráðabirgðaskálum, getur horft niður á þennan veg, ef að gengur fram á fjallsaxlirnar. Flestir, sem um sárt eiga að binda vegna jarðskjálftanna á Sikiley fyrir þrettán árum, hafa lagt árar i bát, og það eru bara mestu þverhausarnir, sem enn eruaðargast i háyfirvöldunum i Róm, og vita þó, að það muni engan ávöxt bera, nú fremur en áður. Einn slikra manna kom skila- boðum til fólksins i Mezzo- giorno-héraði, er missti sitt i landskjalftunum i haust. Og tal- aði af reynslu: „Rekið burtu þessa andskot- ans útsendara stjórnarinnar, sem eru að sniglast hjá ykkur — allan þennan skýrslugerðarlýð, sem lofar öllu fögru, en mun aldrei efna neitt. Axlið sjálf ábyrgðina og reyniö aö reisa það úr rústum, sem þið megnið, þvi annars verður allt látið dankast. Annars standið þið i sömu sporum um næstu alda- mót og við hér i Beliza stöndum nú”. Það er við búiö, að þeir, sem svo tala hafi lög aö mæla. LAUFAS SÍM! 82744 Húsafell — Sumarbústaöir Höfum fengið til sölumeðferóar nokkur hús Kristleifs Þorsteinssonar í Húsafellsskógi. Húsin eru af ýmsum stærðum og fylgir þeim byggingarréttur á allt að 45 ferm. heildarstærö húss á hverri lóö. Húsunum fylgir allur búnaöur sem í þeim er, s.s. húsgögn, rúmstæði, eldunartæki, búsáhöld o.s.frv. Húsin eru öll tengd með rafmagni og rafmagn er til eldunar og Ijósa. Hverju húsi fylgir leigusamningur um lóðarréttindi til 20 ára. Grunnverö húsanna er frá 63 þús. upp í 175 þús. Húsin og sú aðstaða sem boöiö er uppá er tilvalin fyrir félagasamtök og starfshópa. Við höfum einnig fengið til leigumeöferöar land í næsta nágrenni þjónustumiöstöövarinnar í Húsafellsskógi ætlað undir bústaði, en leyft verður aö hafa hjólhýsi á þessum lóöum til að byrja með. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir einstaklinga. Þessi þjónusta er nú þegar fyrir hendi á staönum: Sundlaug, Ijósaböð, sauna, verzlun, benzínsala, flugvöllur, hestaleiga, veiði- leyfi á Arnarvatnsheiði, merktar gönguleiðir, varöeldasvæði, eftirlit með sumarbústöðunum o.fl. o.fl. Á framkvæmdaáætlun er: Heilsuhæli, ráöstefnuaðstaða, mótel, bætt íþróttaaðstaöa, golfvöllur, skíðalyfta o.fl. o.fl. Þar sem fjölmargar pantanir liggja fyrir um dvöl í húsunum næsta sumar er áskilinn réttur til að afgreiða þær pantanir ef sala hefur ekki farið fram fyrir febrúarlok og þá yrði afhending húsanna til kaupanda ekki fyrr en í sept. n.k. Uppdrættir og nánari uppl. á skritstofunm. Guðmundur Reykialín. viðsk fr NýW- 900.000 450-000 480.000 A 980 000 5265000 98 368.00° f2452.000 lH ^*£***** ar aS tnn«ur i ö ^TTl ^ > ^n’ng“ s,nnings- .ngsvo.***££**- JJ argus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.