Tíminn - 08.02.1981, Side 18

Tíminn - 08.02.1981, Side 18
★ ★ ★ ★ ■1,1 I 4':\ 1, J-O, . \i M>< *• >■■*' i 26 ^ÍSWC||Í5J Sunnudagur 8. febrúar 1981 Roger Moore I hlutverki sinu i myndinni „North-Sea Hijack” sem Laugarásbió hefur nú tekið til sýningar. John Gielgud og Krystyna Janda i mynd Wajda The Conductor. MANHATTAN Tónabíó: MANHATTAN Leikstjóri: Woody Allen Aðalhlutverk: Woody Allen, Di- ane Keaton, Michael Murphy og Mariei Ilemingsey. Myndin Manhattan er umfram annað óður til New York borgar eða þess hluta New York þar sem hinir vel stæðu og menntamennirnir búa. Þetta er undirstrikað með frábærri myndatöku Gordon Willis (i svart/hvitu) og tónlist Gers- wins. Myndin er einnig þróun á hin- um persónulega stil Allens sem fyrstleitdagsins ljós i myndinni Annie Hall, en með henni snéri hann baki við hinum farsa- kennda og „hálfklikkaða” húmor sem er alls ráðandi i myndum hans áður. (Bananas, The Sleeper, o.fl.) Eftir Annie Hall virðist svo sem Allen hafi verið tekinn inn sem fullgildur meðlimur i menntamannakliku New York borgar og sá grunur læðist að manni að hann sé öðru fremur að gera grin að henni þótt það sé gert á mjög lævisan hátt. Hægt er að sjá Manhattan sem framhald á sjálfsævisögu Allens, frá Annie Hall, og hér, eins og þar, er mestum hluta myndarinnar eytt i að greina frá samskiptum hans við hitt kynið. Nú er Allen orðinn þrosk- aðri og hefur vaxið úr grasi á þessu sviði en vandamálin eru eftir sem áður margvisleg. Hann á i ástarsambandi við 17 ára stúlku (Hemingway) eftir að seinni kona hans hefur yfir- gefið hann til að búa með annarri konu, en hittir siðan viðhald vinar sins og tekur saman við hana. Viðhaldið er leikið af Diane Keaton en hún er hér i hlutverki sem hún kann greinilega vel við, þ.e. menntakonu með mikið af gáfum, en engan heila á bak við þær. Raunar tala allir i myndinni eins og orðabók yfir nútimalistir, og hafa gaman af að slá um sig yfirborðskenndri þekkingu sinni. En vandamálin sem þetta fólk býr sér sjálft hrannast upp, það er stokkið úr og i ástarsamband, til og frá eiginkonum o.s.frv. en endirinn gefur i skyn að ef til vill muni yngri kynslóðin læra af mistökum hinnar eldri. Það besta við þessa mynd er handritið, skrifað af Allen og Marshall Brickman. Það er mjög fágaðog hrein unun er að hlusta á sum samtölin i mynd- inni. Myndin er nokkuð fullkom- in á sinn hátt, en spurningin er „Hvað næst Woody Allen?”, þvi hann virðist stefna i blindgötu i þessari mynd. Friðrik Indriðason. Kvikmyndahornið ■W T • r • ar «T TT T • X Dagskrá: F j alakattarins Eins og áöur hefur veriö getiö um I Timanum þá er nú hafin sala kynningarskirteina f Fjalakettinum á fjórar myndir, en þær eru Spegiil (A. Tarkovsky). Alphaborg (Go- dard), Lolita (Kubrik) og Græna herbergiö (Truffaut). Nú er eftir að sýna 16 myndir á þessum vetri I Fjalakettinum en margar þeirra eru hreinustu perlur eins og t.d. Mr. Klein (Joseph Losey), Vise Blood (John Huston) og Hiroshima Mon Amour (Alain Renais). Þetta eru myndir sem enginn sannur kvikmyndaaödáandi má láta framhjá sér fara. Aðrar myndir sem eftir er að sýna eru: „Kvöldstund hjá hennar há- tign” (PLEASURE AT HER MAJESTY’S) ieikstjóri ROGER GRAET England 1976. „BEGGING THE RING” leikstjóri COLIN GREGG, Eng- land 1978. „Húsvörðurinn’ (THE CARE- TAKER) leikstjóri CLIVE DONNER, handrit HAROLD PINTER, Bretland 1963. (’TIS Alan Delon I Mr. Klein. PITY SHE’S A WHORE) leik- stjóri GIUSEPPE PATRONI GRIFFI, Italia 1971 „Að komast til manns” (THE GETTING OF WISDOM) leik- stjóri BRUCE BERESFORD (gerði myndina Don’s party, sem sýnd var í Háskólabiói fyrir stuttu) Astralia 1977. „Eitthvað annað” (0 NECEM JIMEN) leikstjóri VERA CHYTILOVA, Tékkoslovakia 1963. „ALEXANDER NEFSKY” leikstjóri SERGEI EISEN- STEIN og I. VASSILIEV, Rúss- land. Auk þess verða sýndar sjö EXPERIMENTAL myndir, eftir hina ýmsu leikstjóra á einni sýningu. Aukasýningar verða á 4—5 myndum, og verður hver mynd sýnd tvisvar á miðvikudögum kl. 21.00 og á sunnudögum kl. 16.00 og verða þær auglýstar sérstaklega i Tjarnarbió og i dagblöðum þegar að þeim kemur. Fastir sýningartfmar Fjala- kattarins eru á fimmtudögum kl. 20.00., á laugardögum kl. 13.00, á sunnudögum kl. 19.00 og 22.00 SÝNINGAR FARA FRAM 1 TIA DVT ADDfA Myndir á Kvikmynda- hátíð 1981 i gær, laugardag, hófst þriðja kvik- myndahátið hér með sýningu myndarinnar Perceval of Wales, leikstýrt af Eric Röhmer. Eins og áður hefur verið getið i Timanum er margt at- hyglisverða mynda á hátiðinni og þ.á.m. myndir frá löndum sem við ættum ekki kost á að sjá ef hátiðar- innar nyti ekki við. í þessu sambandi má nefna myndir frá Hong Kong, Egyptalandi og Senegal, en þetta eru myndirnar Raining in the Mountain, Alexandria, Hvers Vegna? og Xala. Eins og i fyrra þá verður ekki heildardagsskrá gefin út heldur einungis tvo daga fram i timann þar sem enn hafa ekki borist ailar myndir á hátiöina. Ekki er útlit fyrir aö gestir komi á hátíðina erlendis frá ef undan er skilinn Raymond Rohamer sem kemur með myndir Busters Keaton og heldur fyrirlestur viö upphaf sýninga á Keaton myndunum sem verður eftir hádegi i dag. Þessi hátið er öður fremur tiieinkuð Buster Keaton þvi sýndar verða 17 myndir eftir hann,þar af 8 langar. Hér á eftir fer listi yfir myndir á Kvikmyndahátiö. Frakkiand Frakkland Frakkland Frakkland A. Þýskaland Pólland Pólland Ungverjaland Sviss Sviss liong Kong Danmörk Senegal Egyptaland Holland Sovétrikin Kanada V. Þýskaland Bandarikin Japan Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Bandarikin Une Semaine De Vacances B. Tavernier Des Enfants Gates B. Tavernier Perceval Le Gallois E.Rohmer Les Enfants Du Placard B. Jacquot Solo Sunny Dyrygent Const-ns Bizalom Jonas Grauzone Regn á fjallinu Johnnv Larsen Xala Alexandria Chacha K. Wolf A. Wajda K. Zanussi I. Szabó A.Tanner F. Murer K.Hu M. Arnfred O. Sembene Hvers Vcgna? Y. N. Hagen Haustmaraþon G.Danelia Mourir A Tue-Tete A-C. Poiricr im Herzen Des Hurrican H. Bohm The Birds Chikamatsu Monogatari Our Hospitaiity The High Sign Sherlock Junior Neighbors Cops The Navigator The Goat Seven Chances Paleface Go West The Playhouse Battling Butler The Boat TheGeneral The Blacksmith Steamboat Bil’. JR Oné week A. Hitchcock Mizoguchi Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Bustcr Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton Buster Keaton.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.