Tíminn - 01.03.1981, Side 2
2
Sunnudagur i. mars 1981
99
Fáeinarlaglegarvisurárýmsumáttum:
Þar sem stóðhross standa í höm
í stórhríðum og svellalögum
99
Eins og fólk rekur tvimælalaust
minni til átti Ingimundur Einars-
son á Selfossi I nokkru vfsna-
þjarki viö Þingeyinga út af eld-
fjölium i kring um áramótin. Slö-
an friður var saminn i þvi striöi
hefur veriö hljótt á bökkum
ölfusár og engu likara en menn
heföu ofgert sér, likt og iöulega
hendir i styrjöldum, jafnvel þótt
stórveldi eigi i hlut.
Nú kemur upp úr kafinu, aö
Sunnlendingar eru ekki dauöir úr
öllum æöum. Þeir hafa bara gefiö
sér góöan tima til þess aö hugsa
sitt ráö, áöur en þeir leggja til
nýrrar atlögu viö Norölendinga.
Og hvert skyldu þeir svo beina
geiri sinum i þetta skiptiö? — Jú,
aö Húnvetningum. Og veröur ekki
sagt, aö þar sé á garöinn ráöizt,
er hann er lægstur.
1 bréfi frá Ingimundi er fyrst
vikiö aö þeirri frægö, sem Hún-
vetningum hefur hlotnazt af stóö-
merum, einkanlega þeim, sem
hvorki hafa i hús komiö né veriö
bandaöar. Mesta ótemjan þeirra,
segir Ingimundur, er þó Blanda,
og dylgjar um, aö Húnvetningar
séu ekki á einu máli um hana
frekar en sumar stóömera sinna.
Sjálfur lætur hann ekkert uppi
um, hvort honum finnst bezt fara
á þvi, aö Guölaugsstaöakyniö hafi
einnig lögsögu yfir þessari
ótemju, eöa hvort hann getur
unnaö Akurliljunni rauöu aö
smokra á hana beizli. En visur
sendir Ingimundur, og þær eru
svona:
Sú er bóndans brotalöm
bæöi fyrr og nú á dögum,
þar sem stóöhross standa i höm
i stórhriöum og svellalögum.
Oft má heyra hávært raus,
héruö full af ráöum slyngum.
Enn er Blanda beizlislaus
og býsna svalt i Húnaþingum.
Nú er forsetinn, Vigdis Finn-
bogadóttir, á hvers manns vörum
á ný vegna Danmerkurferöarinn-
ar. Breiöfirzkur bóndi (sem gerir
sér ofurlitiö dælt viö forsetann)
kvaö þetta:
Viggu sýnir sanna lotning,
sóma, kurt og vinarhug
Margrét önnur Danadrottning,
dyggöum prýdd og hágöfug.
Frá Tónlistarskóla
Húsavíkur
Skólastjóra og kennara vantar að skólan-
um frá 1. sept. n.k.
Umsóknarfrestur er til 6. april.
Upplýsingar eru gefnar i sima 41440 hjá
skólanefndarformanni og i sima 41697 hjá
skólastjóra.
Simi skólans er 41560.
Skólanefnd.
Hveragerðishreppur
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar:
1. Tæknifræðingur, sem jafnframt er
byggingarfulltrúi.
2. Verkstjóri.
3. Áhalda og birgðavörður.
4. Innheimtumaður.
5. Féhirðir.
6. Bókari.
7. Almennt skrifstofustarf.
8. Fóstra.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10.
mars.
Nánari uppiýsingar á skrifstofu Hvera-
gerðishrepps simi 4150.
Tilkynning frá Tryggingarstofnun
ríkisins varðandi fæðingarorlof
Konur, sem alið hafa börn eftir 1. okt. 1980
og ekki hafa fengið greiðslur i fæðingaror-
lofi, kynmð yður reglur um fæðingarorlof
hjá Tryggingastofnun rikisins eða bæjar-
fógetum og sýslumönnum.
Tryggingastofnun rikisins.
Kona, sem sýnilega hefur veriö
henni fylgjandi, Lóa Þorkelsdótt-
ir, sendi þættinum þessa visu,
sem hún gerði þegar kosninga-
hriöin stóö sem hæst:
Engin litmynd á sér stað,
ekkert skrum i blööum.
Samt mun Vigdis hleypa i hlaö
heim aö Bessastööum.
Seinna jók Lóa hér viö, og var
tilefnið þrálátar vangaveltur
fólks yfir þvi, hvort Vigdis
þarfnaöist ekki manns til þess aö
styðjast viö. Einhvern tima svar-
aði Vigdis spurningu af þessu tagi
á þá leiö, að maður, sem ætti
þjóöhöföingja aö konu, væri ekki
öfundsveröur, þvi aö hann yrði
alia jafna aö standa bak viö hana.
En visur Lóu eru þessar:
Vigdis heillar mey og mann,
mörgum kostum búin.
Þvi er von, að hann og hann
sé hjartans friöi rúinn.
Já, ef hún vildi eignast mann,
það ætti aö gerast núna.
Svo að vesalings, vesalings
hann
venjist bak viö frúna.
Þá er aö taka upp annan þráö.
Ingólfur Daviösson hefur sent
okkur bréf, þar sem segir af mæt-
um presti, er sat aö spilum, en
var oröinn helzt til seinn fyrir, þvi
aðhansbeiö aö gefa saman þrenn
hjón. En svostóðá, aöbágt var aö
hlaupa snögglega frá spilunum:
Hann var að vinna hörkugrand,
hann var aö kynna gaman,
hann var aö spinna hjónaband,
hann var aö tvinna saman.
Nú lyktaði spilinu nógu
snemma til þess, aö prestur næöi
bil, sem gekk til kirkjunnar. A
leiðinni þangaö var sitthvaö
spjallaö um mannlifsduttlunga og
hjónabönd. Þá kvað Ingólfur:
Ræður kannski óþekkt X,
einhver þokki nefndur sex,
úrslitum, hvort ástin vex
eöa leiöi, kvöl og pex?
Nú er ekki nema skammt liöiö á
góu. Eigi aö siöur er stutt til vor-
jafndægra, svo aö yfir skamm-
degið erum viö að minnsta kosti
komin.
Þess vegna má skjóta hér að
visu eftir Magnús Jónsson i
Grenivik, er svo orti, er hann
horföi til vorsins:
Lengist dagur, lyftist sól,
lifnar fagur gróöur,
blómgast hagur, hlotnast skjól,
hljómar lag og óöur.
Mjög likur er boðskapurinn i
visu Hjartar Gislasonar á Akur-
eyri, er kveöin hefur veriö þegar
sá fram úr:
Eftir vetrarveðrin hörö
vakna blóm úr dvala.
Máriuerlur messugjörö
mér i eyra hjala.
Og það er einmitt þessi náðartiö
náttúrunnar, sem minnisstæöust
verður. Svo orti Höskuldur
Einarsson frá Vatnshorni:
Sporin gleymast, munir mást,
manna eymist gengi,
vorin heima, æskuást,
ýmsa dreymir lengi.
En þá er lika skammt i, aö svo
sékveöið eins og Jón Þorvaldsson
á Geirastöðum geröi:
Ellin skorðar lif og liö,
leggst að borði röstin.
Ég er oröinn aftan viö
ungra sporðaköstin.
En hvaö um það — allt gengur
sinn gang svo sem áskapaö er, og
þess vegna orti Ólina Jónasdóttir
á Sauöárkróki:
Epli á kvistum anga senn,
Edens vist ei dvinar,
fróöleiksþyrstar eru enn
eðlissystur minar.
Þar látum við staöar numiö
og hnýtum aöeins við þeirri
frómu ósk, aö „eðlissystrum”
Ólinu veröi vel ágengt i fróöleiks-
leit sinni.
— JH.
Oddný Guömundsdóttir:
Orðaleppar
(þýðingamálfar)
Norrænu þjóðirnar kalla það að
„yfirsetja", sem við köllum að þýða.
Það orð er öðruvísi hugsað.
Erlendar fréttir virðast oft „yfir-
settar" orðrétt. Alkunnugt dæmi er
fréttin, sem hefst eitthvað á þessa
leið:: Hinn tuttugu og f imm ára gamli
N.N.---. Þessi danski siður, að hef ja
frásögn á aldri manns, þó að aldurinn
sé aukaatriði, er hlálegur á islenzku.
Brétritarar blaðanna kallast gjarn-
an, samkvæmt danskri málvenju: Ein
forvitin eða Einn í vanda. Tíminn tal-
ar um „einn forliðinn dag." Blaða-
menn og útvarpsmenn segja oft „að-
skil janlegir", í stað nokkrir eða ýmsir.
Einn þeirra talaði um „aðskiljanlegar
stúlkur". Þær hafa þá ekki verið
ólæknandi Síamstvíburar. Ingólfur
Margeirsson talaði um „aðskiljanlega
listhópa og hefðbundnar spælingar"
(Þjóðv.) . Ég veit ekki, hvað hefð-
bundin spæling er.
Unglingabækur hafa oft goldið þýð-
enda sinna. Oftast er auðvelt að sjá, úr
hvaða máli sagan er þýdd. Hvernig er
þessi setning á ensku: „Hvað er í
Bennetthuganum í dag?" (Or sögunni
Rósa Bennett). Á íslenzku væri hægt
að segja: Um hvað ertu að hugsa
núna, Rósa mín?.
Og hver skilur þetta: „Hann sagði
sjálfur, að hann hafi verið talinn
eyðimörk"?
„Hann hvarf inn í líf konu sinnar",
segir í þýddri ævisögu, og er líklega átt
við kvonríki. önnur ævisaga segir:
„Það voru tveir menn í lífi hennar".
(Mikið, ef þessar blessaðar manneskj-
ur hafa ekki fengið lífhimnubólgu).
„Andlit hans var mér þúsund sinn-
um minna óþekkt, en andlit B." Hing-
aðtil hefur verið sagt kunnuglegur, en
ekki „lítið óþekktur".
„Þeirtóku yfir landið" (slógu eign
sinni á) segir í sjónvarpskvikmynd.
Hvað merkir þessi setning (úr Vísi):
„Fólk er að búsa heima hjá sér"? (Er
það, ef til vill.sama og busy?)
Þegar sagt er á íslenzku í dag,
merkir það ekki annað en það, sem
orðin benda til. i dag hefur, að réttu
lagi, ekki merkinguna nú á timum,
eða um þessar mundir. Enskan, to
day, villir hér um fyrir mönnum. En
svona er talið í útvarpi og öllum blöð-
um.
Sú erlenda málvenja að nefna jafn-
an lönd, þegar ætti að nefna þjóð,
krefst stundum mikillar trúgirni. „öll
lönd AAiðjarðarhafsins koma saman í
Barcelóna," sagði Þjóðviljinn einu
sinni. Þau hljóta að hafa náð langt út
fyrir borgina, jafnvel þó að þeim hafi
verið hlaðið hverju ofan á annað.
Sagt var í útvarpsumræðum, að
ákveðin húsagerð „gangi þvert á okk-
ar veðráttu". Þar er átt við, að hún
hæfi ekki veðráttunni.
Oddný Guðmundsdóttir.