Tíminn - 01.03.1981, Síða 10

Tíminn - 01.03.1981, Síða 10
10 Sunnudagur 1. mars 1981 SSSSÍSÍÍSSSSSÍÍÍ: SíSS-SSSSSSSSS: • •íS-SÍ'KS.SS:'SSSSis mmmmmmmmmmmmm •ÍXvX'XvXvÍ xWvXyXvX . SsSwwwwðWSw xwnmm ■' o :<:4 sssss v.vX . XvX; sssss M fl7*M /7« ' im . :::::::::: m m m ■v.v. SgSSSSjgSSSSSSS ■SSSSSS: «ssSsSSSSSSSSS: vXvX;:; : ' WSSSSSS: •:•:<•:•: .v.v. x*:*x*x,:,x * i j Mörg börn sem lifaö hafa af hina hræöilegustu atburöi f El Salvador, svo sem árásir þjóövaröliöa Presturinn Higinio Alas er sjálfur flóttamaöur. Hann er formaöur mannréttinda- hægrimanna og f jöldamorö, eru illa haldin andlega. nefndar, og einn þeirra, sem hjálpar fólki frá E1 Salvador, er þaö kemur til Costa Rica. Flótti undan morðum, brennum og pyndingum Árið 1979 söfnuðust sextíu þúsund flóttamenn frá Nicara- gua saman í Costa Rica og biðu þar þess/ að einræðisherranum Somoza væri steypt af stalli. Á siðasta ári tók flóttafólk frá El Salvador að streyma til þessa litla lands/ sem iðulega hefur orðið athvarf þeirra/ sem ekki var vært í nágrannalöndum þess. Costa Rica hefur sem sé þá sérstöðu í Mið-Ameríku/ að þar getur heitið lýðræði og sæmilegt stjórnarfar. Þaö fólk sem nú flýr inn i Costa Rica undan hersveitum einræöisstjórna þeirra, sem Bandarikjamenn styðja i E1 Salvador og Guatemala, og einkum siö- an Reagan tók við stjórnartaumunum, er oftast annaðhvort menntafólk eða úr rööum landbúnaöarverkafólks. Þeir, sem komiö hafa frá E1 Salvador siðustu mánuði, segja mikla ofsóknaröldu ganga yfir landið með brennum, fjölda- morðum og grimmilegum pyndingum i fangelsum. Fram undir þetta hefur þó verið tregöa á þvi viöast hvar aö viður- kenna menn frá E1 Salvador pólitiskt flóttafólk. Stuðningur sá, sem fólkiö frá E1 Salvador hefur notið i, Costa Rica, er ekki heldur jafneindreginn og þeir urðu að njótandi, er flúðu undan Somoza. Þessu veldur ótti við, aö flóttafólkið muni mynda skæruliðasveitir. Þeir sem flúið hafa yfir landamærin inn i Hondúras hafa fengið hinar óblið- ustu móttökur. Herinn þar hefur marg- sinnis rekið þá til baka. Svipað hefur hent flóttafólk, sem komizt hefur til Bandarikjanna, — það hefur verið sent heim til E1 Salvador með flugvélum. Það þýðir, að þetta fólk lendir i klóm lögreglunnar við komuna til heima- landsins, og þá er ekki að sökum að spyrja. Presturinn Higinio Alas, sem sjálfur er flóttamaöur, fullyrðir að þess biði ekki annaö en dauðinn. Það ber oft við, að fólk flýr i ofboði án undirbúnings, þegar fréttir berast af þvi að hersveitir stjórnarinnar eða þjóð- varðliðar, morðsveitir hægrimanna, séu i námunda. Þá verður ekki við komið aö vara við þeim löndum, þar sem sizt er miskunnar að vænta. En oft eru sögu- sagnir á kreiki um það meðal almenn- ings hvar hjálparstöövar eru. 1 Costa Rica er auðvelt aö fá dvalarleyfi, og þar dreifir biskupakirkjan fatnaði og mat og getur hjálpað sumum um húsaskjól. Meðal annars hafa flóttamenn fengið að hafast við i kirkjum eða safnaðarhúsum utan við San Jósé, höfuðborg Costa Rica. En þröngt er viða búið, þvi að fjöl- skylda með átta börn fær til dæmis ekki nema tólf fermetra gólfrými fyrir sig. Margt af þessu fólki á ekki aftur- kvæmt til E1 Salvador i náinni framtið, nema breyting verði þar á stjórnarfari. Sumt er úr þorpum sem eytt hefur verið skipulega með ikveikjum og eldi, ýmist vegna gruns sem stjórnarvöld hafa fengið á fólkinu þar eða þá til þess að hræöa aðra. Landbúnaðarverkafólk er yfirleitt litillægt og látið sæta afarkost- um, en hörðustum ofsóknum verður það fyrir i héruðum, þar sem skæruliða- sveitir eru öflugastar. Gagnvart prest- um, læknum og kennurum eru ofsókn- imar einstaklingsbundnari og tengdar þvi, hvort þeir þykja hafa sýnt almenn- ingi samúð i viöureigninni viö stjórn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.