Tíminn - 01.03.1981, Qupperneq 16
24
Sunnudagur 1. mars 1981
Umsjón: Magnús Gylfi
Steve Winwood varð
/»superstjarna" aðeins
sextán ára að aldri/ Þá
var hann i löngu gleymdri
hljómsveit sem hét „The
Spencer Davls Group"".
Hann naut síðan óvenju-
legra vinsælda allt fram
á áriö 1975 þegar hann dró
sig í hlé. Nú loks eftir
langa þögn hefur hann
sent frá sér nýja plötu og
af þvi tilefni er ekki úr
vegi að geta drengsins að
nokkru.
Hann gekk aðeins
fimmtán ára gamall í
</The Spencer Davis
Group"/ sem starfaði þá i
Birmingham, Englandi.
Hann var álitinn undra-
barn/ því strax á þessum
árum bjó hann yfir ótrú-
legum tónlistarhæf i-
leikum. Ekki nóg með
það/ að hann væri svo til
jafnvígur á öll hljóðfæri,
heldur bjó hann einnig
yfir óvenjulegri söng-
rödd, sem kölluð var
,/White — soul singing".
„The Spencer Davis
Group" var um margra
hluta sakir merkileg
grúbba". Fyrir utan að
vera „uppeldisstaður"
Steve Winwood þá átti
hún verulegum vin-
sældum að fagna á
árunum 1964-1967. Þeir
unnu sér það t.d. til
frægðar að verða ein af
fáum hljómsveitum sem
tókst að ryðja „The
Beatles" úr fyrsta sæti
vinsældarlistans breska
(sem ver ekkert áhlaupa-
verk i þá daga). Þetta
tókst þeim í janúar 1966
með laginu „Keep on
running" (muniði!). Á
þessum árum samdi
Steve m.a. tvö mjög
þekkt lög „ l'm a man" og
„Gimme some loving".
Árið 1967 yfirgaf hann
hljómsveitina til þess að
reyna fyrir sér á eigin
spýtur. Fljótlega upp úr
þessu stofnaði hann
,/Traffic", sem löngum
hefur verið talin ein af
merkari hljómsveitum
Breta. Hún gaf út plötuna
„Mr. Fantasy" árið 1968,
og gagnrýnendur réðu sér
ekki fyrir fögnuði. Hér
var komin frumleg og
framsækin grúbba af
besta tagi.
Upprunalegir meðlimir
„Traffic” voru Steve Winwood,
Chris Wood og Jim Capaldi (og
stundum Dave Mason). Frá
þessu triói komu öll bestu lög
„Traffic”, þó svo að hljóm-
sveitin hafi margoft leyst upp
og komið siðan saman aftur, þá
stóðu verk þeirra þremenning-
anna upp úr. bað er af Steve
Winwood að segja að hann yfir-
gaf hljómsveitina árið 1969 og
gekk i lið með Eric Clapton,
Ginger Baker, Rich Grech og
stofnaði „Blind Faith”. Clapton
og Baker komu úr „Cream” og
Rich Grech úr „Family”. Þessi
kokkteill var af mörgum talin
fyrsta „supergrúbban”. Eitt er
vist að þarna voru saman-
komnir ótrúlega miklir hljóm-
listarmenn á einn stað. A fyrstu
hljómleikaferö sinni um
Bandarikin gerðu þeir storm-
andi lukku og við þá voru miklar
vonir bundnar. Þeim tókst að
senda frá sér eina plötu 1969
Steve Winwood 1981
Einn af fáum
Sagt frá ævi og störfum Steve Winwood
„Blind Faith” og siðan ekki
söguna meir. Platan olli von-
brigðum, þvi hún stóðst engan
veginn þær kröfur sem gerðar
voru til hennar. Að þessu sinni
sannaðist þvi hið fornkveðna að
„Of margir kokkar spilla súp-
unni”. Súpergrúb ban lognaðist
út af viö litinn orðstir.
Steve gekk aftur i lið með
þeim „Traffic” mönnum 1971,
en hljómsveitin náði aldrei aftur
þeim „standard” sem hún áður
var þekkt fyrir. Seinni
„Traffic” leystist upp árið 1975
og kom aldrei saman eftir það.
Steveá hinn bóginn dró sig út úr
skarkala lifsins og settist að á
bresku sveitarsetri. Frá honum
heyrðist ekkert i mörg ár eða
þar til hann settist niður með
nokkrum vinum úr fjölskyld-
unni og „jammaði” inn á plötu.
Um það leyti sem Johnny
Rotten skók heiminn, sendi
Steve frá sér lag sem Jim
Capaldi hafði samið og var
kannski dæmigert fyrir
hugsunarhátt þeirra og jafn-
aldra þeirra „Time is running
out”. Siðan ekki orð fyrr en nú.
En hver er þessi maður er átt
hefur hlut að máli i flestum
stórhljómsveitum sjötta og
sjöunda áratugsins? Hver er
það sem getur starfað allan
þennan tima, með mönnum eins
og Eric Clapton, Jimi Hendrix,
Muddy Waters, Howlin’Wolf,
Lou Reed og fleirum og samt
haldið haus og komið heill út úr
allri þessari pressu? Til þess að
fræðast nánar um það skulum
við gripa niður i viðtal sem tekið
var við hann i sambandi við út-
komu nýju plötunnar.
„Nú eru þrjú ár liðin síð-
an þú sendir síðast frá
þér plötu. Ert þú spennt-
ur?
„Auðvitað er ég það. Þetta er
allt min eigin vinna. Mér likar
þetta — ljúft. Gæti verið verra,
gæti verið verra.” Hann kyssti
albúmið. „Hefur séð það?
Hvernig likar þér umslagið?
,,Mun einhverjum líka
platan?"
„Já þarna kemurðu með það.
Það er það sem skiptir máli.
Salan. Hin miskunnarlausa
sönnun. Ég er á leiðinni til
Bandarikjanna til að taka upp
næstu plötu. Þegar maður er
einu sinni byrjaður er ekki hægt
að stoppa.”
Steve er ekki eins og
krakki með nýtt leikfang.
Hann er öllu fremur
maður sem hefur fundið
gamalt uppáhald. Þeir
sem fylgst hafa með
Steve vita að hann er
mikill hæf ileikamaður,
en hvað með samstarf við
aðra?
„Égá erfittmeðað vinna með
öðrum, sérstaklega að semja
„The Spencer Davis Group” Steve
Spencer Davis.
„Traffic” Dave Mason, Jim Capaldi,
„Blind Faith” Steve Winwood, Rich
Grech, Ginger Baker, Eric Clapton.
lög. Eftir að Capaldi fluttist til
Brasiliu er þetta orðið vanda-
mál.”
/,Hvað gerðirðu milli
þessarar plötu og 1977
plötunnar?"
„Ég var mestmegnis i
„session”. Ég spilaði á plötu
með Marianne Faithfull, Mike
Oldfield og ég held George
Harrison, já alveg örugglega.
Og svona þetta og hitt. Þegar þú
ert ,,session”-leikari þá berðu
enga ábyrgð.”
En það er einmitt þessi
ábyrgðsem hann vill axla
með nýju plötunni sinni. í
leit sinni að hinni full-
komnu solo plötu f ór hann
einn inn í stúdíóið og gerði
allt sjálfur. Hvernig
líkaði honum það?
„Mmmmm — þaö er ekkert
sérlega sniðugt þvi það tekur
svo langan tima. Ég var ávallt
undir þrýstingi með að klára
plötuna. En ég er feginn að ég
gerði það. Ég viðurkenni það
að ég er takmarkaður sem
hljóðfæraleikari. T. d. eyddi ég
heilli viku i það að læra upp á
nýtt á trommur. Ég var nú
meiri dellan .. Ég hefði getað
fundið betri trommuleikara en
mig. En i músik er hægt að gera