Tíminn - 08.03.1981, Síða 3
Sunnudagur 8. mars, 1981.
3
262 ker eru i verksmið.iu númer tvö, og þar er oft miður gott loft.
Forráðamenn álverksmiðjanna eru tregir til þess að lofa þvi. Iivenær
horfið verður að vinnsluaðferðum, er minni mengun fylgir.
Það virðist fylgja álverum, að
kring um þau er órói, og fyrst og
fremst vegna þeirrar meng-
unarhættu, sem þeim er talin
fylgja. Nú stendur styr um svo-
nefnt Granges-álver i Sundsvall
i Sviþjóð, þar sem farnar hafa
verið mótmælagöngur vegna
umsóknar verksmiðjustjórnar
um leyfi til þess að endurnýja
verksmiðjur sinar.
„Það er mestu mistökin við
Granges-álverið i Sundsvall, að
það er aðeins hálfan fjórða kiló-
metra frá miðbæ borgarinnar
og verksmiðjur og ibúðarhús
rétt utan við girðinguna um
verksmiðjulóðina”, segir
Svenska dagblaðið.
Þetta gat kannski gengið i
upphafi, árið 1942, þegar fram-
leiðslan var aðeins hluti af þvi,
sem nú er, segir blaðið enn-
fremur. Nú kunnum við að vera
komin yfir þau mörk, sem við
verðum að setja heilsufars
okkar vegna, þótt við vitum það
ekki.
Það býr bak við þessi orð, að
margir óttast, að efni i reyk úr
fimm griðarlega háum verk-
smiðjustrompum geti valdið
krabbameini. Það getur tekið
tuttugu eða þrjátiu ár, að
krabbameinið komi fram, og
það er einmitt talið, að þess geti
senn hvað liður farið að gæta, ef
svo er, að teflt hafi verið á of
tæpt vað.
í Grangesverksmiðjunum eru
nú framleidd 83 þúsund tonn af
áli á ári i tveimur verksmiðjum.
Onnur þeirra er orðin úr sér
gengin, og i hinni eru einnig við-
hafðar vinnsluaðferðir, sem
orðnar eru á eftir timanum.
Verksmiðjufélagið vill i fyrsta
lagi fá að reisa nýja fjörutiu
þúsund lesta verksmiðju til þess
að leysa elsta hlutann af hólmi,
en siðan aðra siðar á áratugn-
um.
Nú er gert ráð fyrir, að nýjar
verksmiðjur muni bæði hag-
kvæmari i rekstri og valda
minni mengun en þær gömlu, og
sundurþykkja sú, sem upp er
komin, snýst um kröfur á um-
bæturá þeirri gömlu verksmiðj-
anna, sem rekin verður áfram.
Ætlast er til, að umbyggingu
hennar verði lokið 1990. For-
ráðamenn verksmiðjanna eru
aftur á móti tregir til að skuld-
binda sig til nokkurs, og bera
þvi að endurbygging verk-
smiðjuhlutans muni kosta 450
milljónir, sænskra krona. Auk
þess bera þeir þvi við að ekki sé
séö, hvenær enn ný tækni getur
komið til sögunnar. 1 ööru orð-
inu er svo látið skina i það, að ef
til vill verði Grangesverksmiðj-
unum lokað, en þar vinna um
átta hundrað og fimmtiu
manns.
Rekstrarleyfi það sem verk-
smiðjurnar nú hafa frá um-
hverfisverndarnefndinni i Sund-
svall, var gefið út árið 1974.
Þetta leyfi er nú orðið harla
úrelt. Hefðu menn haft hugboð
um það fyrir sjö árum, er þeir
nú vita um efni i reyknum frá
álverinu, hefðu skilyrðin verið
allt önnur. Það er sér i lagi
margs konar sambönd kol-
vétna, sem myndast við brun-
ann og eru að jafnaði táknuð
með stöfunum PAH, er stuggur
stendur af. PAH-magnið frá ál-
verinu er sem sé jafnmikið og
kemur frá öllum öðrum verk-
smiðjum og öllum vélum i Svi-
þjóð, og sum viðsjárverðustu
efnin, er krabbameini valda,
eru þar meiri i andrúmsloftinu
en á nokkrum öörum stað á öll-
um Norðurlöndum. Hér bætir
ekki úr, að þjóðvegur E-4 liggur
þvert i gegn um byggðina með
mörg þúsund ökutækja umferð
á dag.
Sums staðar i Sundsvall gætir
verulegrar mengunar frá verk-
smiðjunum, þótt misjafnt sé
eftir vindfari, og i einu borgar-
hverfinu hafa mun fleiri van-
sköpuð börn fæðst undanfarin ár
heldur en með likindum má
telja, nánast töfalt fleiri. A hinn
bóginn virðist sem sum önnur
borgarhverfi ættu að hafa orðið
jafnilla úti eða verr, ef mengun
frá verksmiðjunum er um að
kenna.
1 verksmiðjunum sjálfum
kvarta sumir um, að þeim sé æ
ofan i æ illt i hálsi.
Nú er þess beðið, hvaða skil-
yrði um betri hreinsibúnað og
meiri mengunarvarnir bæjar-
yfirvöld i Sundsvall setja, er
þau svara umsókn álfélagsins
um byggingu nýrrar verk-
smiðju.
Leiksýningar og hljómleikar listamanna úr öllum heimshornum eru daglegir viðburðir,
farandsirkusar koma ístuttarheimsóknirog víða troða upp
ólíklegustu skemmtikraftar - jafnvel þegar
þeirra er síst von!
Róm - 2ja daga eða vikuferðir
Feneyjar - „Hin sökkvandi borg“
Flórens - listaverkaborgin fræga
San Marinó - „frímerkja-dvergríkið"
ofl. ofl.
• Tívolí • Sædýrasöfn • Hjólaskautavellir • Mini-golf
• Skemmtigarðar • Leikveliir • Tennisvellir • Hestaleigur
aeralmma Adriatic Riviera of Emilia - Romagna (Italy)
RIMINIAICPOCT #
Rimini - ein af allra vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólarhringinn.
Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er
krökkt af kátu fólki.
• Go-cars kappakstursbrautir
• Rennibrautasundlaugar
Samvinnuferóir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Einstaklega ódýrir
og góðir veitinga-
staðir ásamt fyrsta
flokks íbúðum og
hótelum fullkomna
velheppnað sumar-
leyfi á Rimini.
Reyndir fararstjórar
benda fúslega á alla
þá fjölbreyttu mögu-
leika sem gefast til
stuttra ferða meðfram
ströndinni.
Endalaus
líf og fjör allan sóla