Tíminn - 08.03.1981, Page 6

Tíminn - 08.03.1981, Page 6
6 Sunnudagur 8. mars, 1981. (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaöa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-TIm- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjariíardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Slöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Næstu virkjanir og orkufrekur iðnaöur Það má íullyrða, að fyrsta skrefið til að koma hérlendis á fót svokölluðum orkufrekum iðnaði hafi verið stigið af Hermanni Jónassyni, þáver- andi forsætisráðherra, þegar hann fól Sigurði Jónassyni að athuga möguleika á þvi að koma hér upp áburðarverksmiðju og sementsverksmiðju. Þetta gerðist i tið vinstri stjórnarinnar á árun- um 1934-1937, þegar heimskreppan mikla var i al- gleymingi. Samt rikti sá stórhugur hjá ráðamönn- um þjóðarinnar, að hún gæti orðið þess megnug, að koma upp stórfyrirtækjum eins og áburðar- verksmiðja og sementsverksmiðja voru þá. Athuganir Sigurðar Jónassonar leiddu i ljós, að það gæti reynzt hagkvæmt að ráðast i þessi fyrir- tæki. Af framkvæmdum varð þó ekki að sinni, þvi að heimsstyrjöldin hófst nokkru siðar. Nýsköpunarstjórnin svonefnda, sem fór með völd á árunum 1944-46, hafði ekki áhuga á þessum málum. Það var fyrst eftir að Framsóknarflokkurinn komst i rikisstjórn 1947, að aftur var hafizt handa með þessar fyrirætlanir og þeim hrundið i fram- kvæmd. í samræmi við þá upphaflegu forustu um orku- frekan iðnað, sem hér er lýst, hefur Framsóknar- flokkurinn verið þvi fylgjandi, að slikur iðnaður yrði efldur eftir þvi> sem aðstæður og efnahagur leyfðu. Andstaða hans gegn álbræðslunni á sinum tima, byggðist á þvi, að hún var eign útlendinga og undanþegin islenzkum lögum. Orkuverðið, sem samið var upphaflega, var einnig allt of lágt. Það hefur jafnan verið afstaða Framsóknar- flokksins, að slik fyrirtæki ættu ekki að vera mjög stór, þvi að ella yrði erfitt að dreifa þeim um land- ið, án byggðaröskunar. Einn tilgangurinn með slikum fyrirtækjum ætti einmitt að vera sá, að efla byggð sem viðast um landið. Fyrirtæki á borð við járnblendiverksmiðj- una væru hentug frá þvi sjónarmiði. Nú er verið að ræða um, hvaða stórvirkjun eigi að koma hér til sögu næst, og eru þrjár virkjanir einkum nefndar, Sultartangavirkjun, Blöndu- virkjun og Fljótsdalsvirkjun. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Heppileg- ast væri að gera áætlun um, að öllum þessum virkjunum yrði lokið innan tiltekins tima, t.d. 10-12 ár. Undirbúningur yrði að ráða þvi i hvaða röð virkjanirnar kæmu. En jafnhliða þvi, sem unnið yrði að þessum framkvæmdum, yrði hafizt handa um að undirbúa frekari orkufrekan iðnað, hver hann ætti að vera, hvar hann ætti að vera og hvaða aðilar kæmu helzt til greina, ef leita þyrfti samstarfsaðila, en öll slik samvinna yrði þó að byggjast á meirihlutaeign ís- lendinga og að fyrirtækin væru að öllu leyti háð is- lenzkum lögum. Nokkuð hefur þegar verið unnið að þessum mál- um, en nauðsynlegt er samt að hraða undirbún- ingi. Mikilsvert er að reyna að hefja þessi mál yfir flokkádeilur og héraðarig, en leita i sameiningu þeirrar lausnar, sem bezt samrýmast þjóðarhag og æskilegri byggðaskipun. , Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Stockman er niður- Stockman og Regan fjármálaráöherra STOCKMAN vann sér fljótt orð á þingi sem ötull starfs- maður og eindreginn fylgjandi ihaldssamrar fjármálastefnu. Hann beitti sér gegn nýjum skattaálögum og tillögum um aukin útgjöld. Oftast lenti hann i minnihluta, en þetta vakti á honum athygli. Siðan Stockman tók við stjórn fjárlagaráðuneytisins, hefur vinnutimi hans þótt býsna langur. Hann ris venjulega úr rekkju um fimmleytið og lýkur ekki vinnudeginum fyrr en 10-11 að kvöldi. Lifnaðarhættir hans eru sagðir fábreyttir og er haft á orði, aö hann minni á meinlæta- mann bæði i háttum sinum og útliti. Stockman er ógiftur. Stockman fær nú lof margra fyrir atorku sina og stefnufestu. Vafasamt þykir þó að hann eigi eftir að veröa vinsæll, þótt hann verði virtur. skurðarmaður Reagans Hann er höfundur lækkunartíllagnanna David Stockman ÞÓTT f jármálaráðherra Bandarikjanna sé aö nafni til æðsti maður fjármálastjórnar rikisins, fjallar hann ekki nema að takmörkuðu ieyti um undir- búning íjárlaga. Það verkefni annast sérstakt ráðuneyti, sem aðeins að nafni til lýtur fjármálaráðherranum. Þetta ráðuneyti hefur forstjóra, sem venjulega er sérstakur trúnaðarmaður forsetans, og er þvi i reynd oft valdameiri en fjármálaráðherrann, en starf fjármálaráðherrans er meira fólgið i eftirliti með þvi, að fjár- lögum sé fylgt. 1 sambandi við hinar róttæku fjárlagatillögur, sem Reagan hefur lagt fyrir þingiö, hefur sáralitið boriö á fjármála- ráðherrranum, Donald T. Reg - an, en nær öll athygli beinzt að forstjóra fjárlagadeildarinnar, David Stockman. Það er fyrst og fremst Stockman, sem er höfundur hinna róttæku niðurskuröartil- lagna. Eljusemi hans og áræði er það þakkaö, að þessar tillög- ur sáu dagsins ljós mun fyrr en menn bjuggust við. Sagt er, að Stockman hafi sótzt eftir þessu starfi, enda þótt þvi fylgdi, aö hann yröi að afsala sér þingmennsku. Fljótlega eftir aö Reagan sigraði i forsetakosningunum, mun Stockman hafa íariö þess á leit við nánustu samverkamenn Reagans, aö hann fengi þetta starf og stóð ekki á þvi að Reagan samþykkti það. Stockman hóf þá strax að skipuleggja ráðuneyti sitt og velja sér samstarfsmenn. Hann var kominn vel á veg með tillög- ur sinar, þegar Reagan tók viö forsetaembættinu. FDNDUM þeirra Reagans og Stockmans bar fyrst saman á siðastl. sumri, þegar Reagan var að undirbúa sjónvarpsein- vigi sitt við John Anderson. Til þess að búa Reagan sem bezt undir einvigiö, var Stock- man fenginn til að þreyta kapp- ræðu við Reagan, þar sem hann var látinn vera i hlutverki Andersons. Reagan lærði mikið af þessu en hann fór i nær öllum atriðum halloka fyrir Stockman. Eftir þetta hefur Reagan haft mikið dálæti á hon- um. Stockman vann lika vel fyrir Reagan i kosningabaráttunni, þótt hann hefði upphaflega stutt Anderson i prófkosningunum. Þegar Anderson ákvaö aö gerast óháður frambjóöandi snéri Stockman viö honum baki og gekk til liðs við Reagan. Skoðanalega átti hann lika miklu betur heima þar. Stuðningur Stockmans við Anderson bygðist á gamalli vináttu, eins og nánar verður vikiö að. David Stockman er 34 ára gamall, bóndasonur frá Michi- gan. Hann tók strax mikinn þátt i félagslífi i gagnfræöaskóla og menntaskóla og haföi ungur áhuga á stjórnmálum. Þannig vann hann íyrir Barry Goldwat- er i kosningunum 1964, þótt ekki hefði hann náð kosningaaldri. A námsárum Stockmans við rikisháskólann i Michigan, snérist honum nokkuð hugur og skipaði hann sér þá i hóp meö vinstri sinnuöum stúdentum. Sennilega hefur andstaðan gegn Vietnamstriðinu áttmestan þátt i þvi. Þetta stóð þó ekki lengi. Frá háskólanum i Michigan lá leið Stockmans til Harvardháskóla. Þar komst hann i kynni viö prófessora, sem voru fylgjandi endurnýjaðri ihaldssteinu og varð hann brátt ahangandi þeirra. Meðal þeirra, sem komu og fluttu fyrirlestra við háskólann, var John Anderson, sem hafði þá átt sæti i fulltrúadeild Bandarikjaþings i nokkur ár. Anderson var á þessum tima i hópi ihaldssömustu þingmanna. Stockman hreifst af málflutn- ingi hans og varð niðurstaðan sú, að hann hætti námi við Harvardháskólann nokkru siðar, án þess að ljúka prófi, og gerðist aðstoðarmaöur Ander- sons i Washington. Stockman vann hjá Anderson i tvö ár en varð siðar starfs- maður hjá sameiginlegri skrif- stofu fulltrúadeildarmanna republikana. Þar vann i þrjú ár. Stockman vildi þá fara að vinna á eigin spýtur. Hann hélt heim til Michigan 1975 og bauð sig þar fram i kosningum til fulltrúadeildar Bandarikja- þings næsta haust. Hann náði kosningu og hefur verið endur- kosinn siðan. Vegna hins nýja starfs si'ns, hefur hann orðið að afsala sér þingrfiennskunni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.