Tíminn - 08.03.1981, Side 7

Tíminn - 08.03.1981, Side 7
Sunnudagur 8. mars, 1981. 7 Jón Sigurðsson: Skáldskapurinn er undirstaða þjóðlegrar framtíðar Afhending bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs er ætið mikilsverður menningarvið- burður, og eðlilega vekur hún sérstaka athygli hér á landi þegar islenskt skáld á i hlut. Það hefur margt verið sagt og skrifað um þessi verðlaun, og mönnum hefur fundist ýmislegt um þau. Rétt er að það er mis- skilningur að með verðlaunun- um sé dregið strik yfir þann þjóðlega mismun, sem er á bók- menntum einstakra þjóða Norðurlandanna, enda ofmælt að slikur ásetningur hafi legið að baki þegar þessi verðlaun voru upphaflega ákveðin. A sama hátt verður að viður- kenna hitt, að Norðurlandaþjóð- imar hafa átt samleið i menn- ingarlegum efnum um margra álda skeið. Þannig munu Finnar telja til miklu meiri menningar- tengsla við Svia um.aldir heldur en við þá frændur sina sem austar búa og mæltir eru á skyldar tungur finnskunni. Þannig er það einnig ljóst að enda þótt Islendingar reki til skyidleika við Ira og Skota, þá þróaðist islensk menning, og bókmenntirnar ekki sist, i nán- um tenglsum við framvinduna i Norðvestur-Evrópu, eins og hún kom fram i dönskum menntum. Nefna mætti nær óendanlega dæmi um þessa samfylgd, allt frá stjórnarstofnunum og skóla- starfi yfir i þá menningarlegu undirstöðu sem felst i siðbót Lúthers, en sem kunnugt er gaf hún beinlinis tóninn i bókmennt- um, ekki sist ljóðlistinni, og hugarheimi menntamanna yfir- leitt um aldir. Sérstaklega brýnt nú Ef til vill er ekki réttmætt að fjalla um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs einvörðungu frá sli'kum sjónarhóli menn- ingarsögunnar. Það nægir alveg til að skýra og árétta tilvist þessara verðlauna að benda á að stjórnmálamennirnir sem ráða málum i ráðinu hafa fjár- magn undir höndum til að styðja, viðurkenna og útbreiða skáldskap og listir á Norður- löndum. Þetta hlutverk er alveg sér- staklega brýnt á okkar dögum þegar menningarsvæði fyrri tiða eru smám saman að hverfa i eina óskilgreinanlega heild sem að öllu leyti er undir áhrif- um alþjóðlegra fjölmiðla. Allt það sem við höfum kallað „norræna menningu”, — hvað þá „islenska menningu” — er i hættu af þessari nútimafram- vindu. Nauðsynlegt andóf Og það er alls ekki blinduð ihaldssemi að reyna að andæfa þegar alþjóðleg fjölmiðlun og framleiðsla til „menningar- neyslu” gerist svo umsvifamikil sem orðið er. Með þvi andófi er ekki reynt að loka landamærum eða takmarka frelsi fólksins til að velja og hafna i þessum efn- um, en það er staðreynd að ekki veitir af að þeim sem höllum fæti standa sé veittur sérstakur stuðningur. Þegar á allt er litið eru öll Norðurlöndin sem heild ekki fjölmennari en svo aö þau — öll saman — eru sambærileg við meðalfjölmennt þjóðriki annars staðar. Til þess að ná að standa að þvi leyti jafnfætis t.d. Bret- um, Frökkum, Itölum eða Þjóð- verjum verða allar norrænu þjóðirnar að standa saman sem ein heild. Islensk menningarhelgi Annað mál er það að innan þessarar norrænu heildar er i mörg horn að lita, og segja má að þar sé náttúrlega hver sjálf- um sér næstur. Þar er það verk- efni Islendinga sjálfra að halda sinum hlut og standa vörð um það sem okkur er helgast i islenskri menningarhelgi. Hér á árunum þegar kana- sjónvarpið reið húsum á Islandi var nokkuð rætt um fyrirbrigðið „islensk menningarhelgi”. Þá var þvi haldið fram að islensk menningarhelgi sé ekki minna um verð en islensk fiskveiði- landhelgi. Þessi rök eru enn i fuliu gildi, og að þeim þarf stöðugt að huga, og enda þótt sögulegar og menningarlegar ástæður valdi þvi að minna ber i milli okkar og annarra Norður- landamanna en okkar og Bandarikjamanna og með rök- um verði talað um „sam- má ekki fyrir nokkurn mun láta islenska menningarhelgi liggja i þagnargildi. Styrkur og viðurkenning Þegar bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt gefst islenskum mönnum tækifæri til að hafa áhrif á þá veitingu. Og þegar þessi verðlaun falla islensku skáldi i hlut, er beinlin- is verið að styrkja og viður- kenna islenska menningu, um leið og sameiginlegt andóf Norðurlandamanna. sameigin- leg barátta þeirra fyrir eigin menningarlegum arfi gegn útþynningu auðugrar alþjóða- fjölmiðlunar og „menningar- framleiðslu”, á sér stað. 1 stórmerkri ræðu sinni við afhendingu verðlaunanna nú vék Snorri Hjartarson skáld að gildi verðlaunanna fyrir islenskan skáldskap, og sagði: ,,Ég tel mér trú um að þessi nokkur hvatning til dáða og að islenskri ljóðlist verði meiri gaumur gefinn en verið hefur fram að þessu, en það á hún vissulega skilið. Ferill ljóðsins er órofinn gegnum aldir islenskrar sögu, frá fyrsta skáldinu og mesta, Agli Skallagrimssyni, til þessa dags, þótt bragur og viðfangs- efni hafi að sjálfsögðu breyst með breyttum timum.” Ræða Snorra Hjartarsonar við afhendingu verðlaunanna er á marga lund afskaplega merki- legur skerfur til umræðnanna um hlutverk skáldskaparins i sögu þjóðanna og gildi hans i lifi mannanna, svo samþjöppuð og fáorð sem hún var og að þvi leyti einnig i stil við ljóð skálds- ins. Um þessi efni sagði Snorri m.a.: „En þó nú sé öldin önnur og kvæði geti fáu breytt, hafa skáld ærin hlutverk að leysa af hendi: vekja samkennd og samúð, opna augu fólks fyrir þvi sem Skáldskapur, tunga og þjóðmenning Það er athyglisvert að Snorri Hjartarson vikur að þessu efni með þessum hætti og við þetta tækifæri og tekur þannig á viss- an hátt upp þráðinn þar sem Ólafur Jóhann Sigurðsson felldi talið i sinni ræðu við afhendingu bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs fyrir nokkrum árum. Reyndar mætti beinlinis hnykkja á orðum þeirra beggja og fullyrða að skáldskapurinn og ljóðið er ekki aðeins liður i menningar-og þjóðernisbaráttu hinna smærri þjóða i andófinu, heldur er skáldskapurinn, eink- um ljóðið, beinlinis kjarni þeirr- ar menningararfleiföar sem barist er lyrir. Og framtið tungumálsins, þjóötungunnar, verður ekki séð eða metin án skáldskaparins og einu sinni Nýkjörinn forseti Noröurlandaráðs, Knud Engaard, afhendir Snorra Hjartarsyni bókmenntaverölaunin viö hátíölega athöfn I Kaupmannahöfn. Tímamynd Kjartan Jónasson. norræna menningu” og „norræna menningarheild”, þá verðlaunaveiting geti orðið yngri skáldbræðrum minum fagurt er og gott, og þá vissu- lega einnig hinu sem illt er og rangsnúið, túlka tilfinningar sínar og viðhorf á þann hátt sem ljóðið eitt fær gert.” Og í tengslum við vanda lið- andi stundar bætti Snorri Hjartarson þessu við: „Og það getur veriö styrkur i baráttunni fyrir rótgróinni menningu hinna smærri þjóöa sem nú á f vök að verjast gegn innrás alþjóðlegra fjölrtiiðla.” enn, einkanlega ljóðsins. Tungan þroskast, og þar með hugsanirnar, i skáldskapnum. Nái tungan ekki að þróast og dafna, þá mun eins fara um þjóðmenninguna og þjóölifið aö það þokast allt saman i sölu- mannsins klær. Af þessum ástæðum, og eru þá ekki allar taldar, er virðing og hlutur skáldskaparins undir- staða menningarhelgarinnar og þjóðlegrar framtiðar. menn og málef ni

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.