Tíminn - 08.03.1981, Síða 16
24'
Sunnndagur 8.-mars, 1981.
Umsjón: Magnús Gylfi
Svart og hvítt
Phil Collins: Face
„Þetta er í rauninni svört
plata, þvi þaö er sií tegund tön-
listar sem ég hlusta nú mest á.
En hún er túlkuð af hvitum
manni og þaö er það sem gerir
hana frábrugöna öörum plötum.
Og það er þess vegna sem
Chester Thompson, Alphonso
Johnson og Earth Wind and Fire
(svartir listamenn) likar hún.
Þeir vita hvaö það er, en samt
er það ekki þaö sama”.
Þannig fórust Phil Collins orð
er hann lýsti nýrri plötu sinni
„Face Value”.
Phil Collins er einn af liðs-
mönnum hljómsveitarinnar
„Genesis” sem gifurlegra vin-
sælda nýtur. Hann er söngvari
og trommuleikari hljómsveitar-
innar.,,Genesis”, var sú hljóm-
sveit sem kom Peter Gabriel af
stað, en meölimir hljómsveitar-
innar eru þeir Phil Collins, Mike
Rutherford og Tony Banks. En
við erum að ræða um Phil Coll-
ins og nýju plötu hans.
Þessi plata hans er að mörgu
leyti einkaframtak. Hann fram-
leiðir plötuna sjálfur, semur öll
löginnema tvö, spilar á ólikleg-
ustu hljóðfæri og syngur. Til
þess að losna algerlega frá for-
tiðinni skipti hann um útgáfu-
fyrirtæki og Virgin gefur sóló-
plötu hans út.
„Astæðan fyrir þvi að ég gekk
á mála hjá Virgin var sú að ég
vildi komast burt úr hreiðrinu.
Ég varð að komast burt frá
strákunum. Margir hafa for-
dóma gagnvart Genesis og ef ég
hefði gefið hana út hjá Char-
isma (útgáfufyrirtæki Genesis)
þá hefði fólk sagt, „Aha enn
ein frá Genesis strákun-
um”. Þetta væri skaðlegt fyrir
plötuna mina, þvi hún gæti höfð-
að til Genesis aðdáenda, en hún
gæti einnig höfðað til fleiri.”
Og i framhaldi af þessu ræðir
Phil Collins um þá ósk sina að
Genesis skipti um útgáfufyrir-
tæki. Ekki vegna þess að þeir
séu óánægðir heldur til að fá
fólk til að nálgast þá frá öðru
sjónarhorni.
Varðandi spurninguna um
það hvers vegna hann fram-
leiddi plötuna sjálfur svarar
hann:
„Ég hefði getað valið hvaða
framleiðanda (producer) sem
var, að visu gegn gjaldi. En ég
hafði mjög ákveðnar hugmynd-
ir um það hvað ég vildi gera. Ef
ég hefði fengið mér framleiö-
ar.da þá hefði það verið likt þvi
að ég væri Leonardo da Vinci
sem sæti i hægindastól og segði
aöstoðarmanni að mála bláa
linu á strigan og hann spyrði
„Hérna?” en ég segði „nei, að-
eins ofar” og aöstoðarmaðurinn
myndi skella linunni þar mitt á
milli. Tökum sem dæmi Eric
Clapton, honum finnst þetta
dckert mál. Um daginn var ég
aö hlusta á upptökur af hljóm-
leikum hans sem hann notaði
ekki á „live” plötunni sinni. Þar
var ein æðisleg útgáfa af
„Knocking On Heavens Door”,
sem mér fannst mjög góð. Ég
spurði hann hvers vegna þetta
lag væri ekki á plötunni og hann
svaraði „Hvaö, var það ekki á
henni?”
En hvað kemur til aö blásar-
arnir úr Earth, Wind and Fire
starfa með honum á plötunni?
„Þaö er mikiö afrek fyrir
mig. Earth, Wind and Fire er
ein af mfnum uppáhaldshljóm-
sveitum. Ég fékk einhvern til að
spyrja þá og þeir sögðu „já”.
Ég hafði hugsað mér að nota þá
á „Duke”; en sá mig um hönd.
Svört mafia og viö hvitu strák-
arnir, ekki til i' dæminu. En nú
er ég að hugsa alvarlega um aö
nota þá á næstu Genesis plötu.”
(Sem hann er reyndar að æfa
með félögum sinum Rutherford
og Banks). Blásararnir úr E,W
& F, setja skemmtilegan blæ á
plötuna og reyndar er eitt lagiö i
E, W & F stil „I Missed Again”.
Fyrsta lagið á siðustu plötu
Genesis „Duke” „Behind the
Lines” blæs Phil Collins upp og
þar leika blásararnir stórt hlut-
verk. Reyndar er ég persónu-
lega mest hrifinn af framlagi
þeirra i laginu „If leaving
me is easy”, þar sem þeir
syngja bakraddir. Eitt af betri
lögum plötunnar.
Hvað getur hann sagt okkur
um næstu plötu Genesis?
„Það verða nokkrar breyting-
ar. Viö munum ekki nota sama
upptökustjdra og siðast. Hvaö
varðar lagasmið þá erum við
allir á sama grunni núna, við
virðumst eiga margt sameigin-
legt núna. Við semjum nútima-
tónlist og erum undir áhrifum
frá hljómsveitum sem fólk hef-
ur ekki hugmynd um að við
hlustum yfirleitt á. Hver veit
kannski veröur þetta sama
„soundiö” og siðast, þegar plat-
an loks kemur út, en ég hef það
á tilfinningunni eftir nokkra
daga æfingu.að hlutirnir eru að
verða einfaldari”.
A sólóplötu sinni „Face
Value” virðist Phil Collins vera
að leita að sjálfúm sér. Á fram-
hliðinni er geysistór mynd af
andliti hans. Hljómsveit sú er
hann kemur úr er þekkt fyrir
það að birta aldrei mynd af
meðlimum sveitarinnar á plotu-
umslaginu. Þegar þess er getið
á umslaginu hverjir leika á
hvað hljóðfæri þá heitir hann
ekki Phil Collins eða Phil, held-
ur „me”. Nafn plötunnar getur
lika verið orðaleikur. „Face
Value” getur þýtt á lauslegri is-
lenskri þýðingu „sannvirði”.
Það er eins og hann vilji segja
„Takið mig eins og ég er á sann-
virði”. Tónlistarlega kemur
hann viða við á plötunni, en
heldur samt tryggð við jass/-
Value
rokkið en er þó ivið rólegri.
Bestu lög plötunnar eru fallegar
„ballöður” þar sem hann syng-
ur einn viö fábreyttan undirleik.
Platan endar á lagi eftir
Lennon og McCartney „To-
morrow never Knows”. Það lag
spyr fleiri spurninga en platan
svarar. Hvert er Phil Collins að
fara? Svarið er i enda lagsins
þar sem hann bætir við hinum
fleygu setningum og syngur
„Somewhere Over the Rain-
bow”.
(Inn f grein þessa er fléttaö við-
tal sem breskur blaðamaður
átti við Philog birtist i Sounds 7.
febrúar s.l.)
Stuttar
erlendar
(af lengri gerðinni)
Mikið var um óvænt úrslit á
nýafstaðinni „Grammy” verð-
launa hátið. „Grammy”
verðlaunin eru Oscars verðlaun
tónlistarmannsins og eru af
mörgum talin einn mesti heiður
sem tónlistarmanni getur hlotn-
ast.
Ótvíræður sigurvegari
hátfðarinnar var Christopher
Cross, en hann hlaut alls fimm
verðlaun. Þau voru fyrir plötu
ársins, lag ársins, besti nýi
listamaðurinn og besta útsetn-
ing fyrir söngvara. Það hefur
aðeins gerst tvisvar i allri sögu
Grammy verðlaunanna að einn
og sami maðurinn hljóti öll
þessi helstu verðlaun, en það
gerðu á sinum tima þau Paul
Simon (1970) og Carole King
(1971). En þetta voru ekki einu
óvæntu úrslitin þvi Kenny Logg-
ins skaut nafna sinum Kenny
Rogers ref fyrir rass og var kos-
inn besti karlsöngvarinn. Á
svipaðan hátt kom það á óvart
að Stephanie Mills skyldi sigra
Diönu Ross i kosningunni um
bestu svörtu söngkonuna. Þessi
úrslit þykja benda til þess, að
bandariska músik akademian
sé æ meir að halla sér að tónlist,
sem kölluð hefur verið „middle
of the road" tónlist.
MMk mm
Mike Bloomfield, mjög virtur
bandariskur gitarleikari, er lát-
inn. Hann fannst i bfl sinum
þann 15. febrúar s.l. Enn er
ekkert vitað um dánarorsök, en
talið er að hann hafi látist af of-
neyslu eiturlyfja. Lögreglan tel-
ur að þetta hafi ekki verið
sjálfsmorð, heldur öllu fremur
óaðgætni. Við hliðina á honum, I
framsætinu, fannst tómt Valium
— pilluglas.
Mike Bloomfield var einna
þekktastur fyrir þátttöku sina i
hljómsveitinni „The Paul
Butterfield Blues Band”, en auk
þess lagði hann fram drjúgan
skerf til eflingar tónlistarstefnu
sem nefnd hefur -verið „folk-
rock”. Hann starfaði með Bob
Dylan þegar sá siðarnefndi
hljóðritaði sina fyrstu „raf-
væddu” plötu. Hljómsveit hans
„The Paul Butterfield Blues
Band” kom einnig fram á
hl jómleikum með Dylan og voru
m.a. með honum á hinum frægu
hljómleikum „Newport Folk
Festival” árið 1965, en þar var
Bob Dylan hrópaður niður.
A þessum tima var Mike
Bloomfield talinn einn af
fremstu gitarleikurum Banda-
ríkjanna og þó viða væri leitað.
Hann og Eric Clapton voru tald-
ir þeir bestu. Eftir að hann yfir-
gaf „The Paul Butterfield Blues
Band” tók hann þátt i tveimur
hljómsveitum, sem aldrei urðu
neitt neitt. Æ siðan hefur hallað
undan fæti hjá honum og nú hef-
ur hann gengið á vit örlaga
sinna. Þögull, en virtur lista-
maður er fallinn i valinn.
Nú er nóg að gera hjá
„The Rolling Stones”
„The Rolling Stones” hafa
ndg aö gera þessa stundina.
Þeir eru að ljúka vinnu við safn-
plötu, sem á að heita „Sucking
in the Seventies”. Þessi nafngift
mun áreiöanlega ekki bætaorð-
stir þeirra hjá hinum siðsömu.
Reyndar hafa nokkrar hljóm-
plötuverslanir þegar tilkynnt aö
þær munu ckki selja plötuna ef
hún verður gefin út undir þessu
nafni. Svipað vandamál kom
upp þegar „The Rolling Stones”
gáfu út plötu sina „Black and
Blue”.
Annars virðist sem kvik-
myndaheimurinn eigi hug
þeirra allan. Mick Jagger er um
það bil að hefja vinnu viö kvik-
mynd Walter Herzog „Fisz
Carroldo”. Keith Richard á að
leika hlutverk bófans Dutch
Schultz I mynd Williams Burr-
oughs „Life Of Dutch Schultz”.
Bill Wyman hefur lokið við að
gera tónlist við kvikmyndina
„Green Ice”. („Silence... Acti-
on!! ”)