Tíminn - 08.03.1981, Síða 25

Tíminn - 08.03.1981, Síða 25
Sunnudagur 8. mars, 1981 Y'- 33 Lesendabréf Nú fer hver að verða siðastur til að sjá málverkasýningu Gunnars Bjarnasonar i Norræna húsinu. Sýningin hefur staðið yfir i tvær vik- ur en i dag, sunnudag, er siöasti dagur sem hún er opin. Aðalfundur Ferðafélags Islands verður haldinn þriðjudaginn 10. mars kl. 20.30 að Hótel Heklu, Rauðarárstig 18. Venjuleg aðal- fundarstörf. Félagar þurfa að sýna skirteini 1980 við inngang- inn. Að loknum íundarstörfum sýnir Björn Rúriksson iit- skyggnur. Ferðafélag Isiands. örn Snorrason sendi eftir far- andi visu, vegna framkomu Dagblaðsins i skrifum um saka- mál: Mannleg ógæfa mikilsverð, Mannskepnan fréttaþyrst. Dugandi piltar, dágóð ferð: Dagblaðið varð þvi fyrst. Að ferðast ódýrt - Athugasemd frá Ingólfi Guöbrandssyni vegna fréttar í dagblöðum Gæðamat Islendinga er miðað við háan staðal. Reynslan hefur sýnt, að ekki þýðir að bjóða þeim annað en góðar flugvélar og góða gistingu á ferðalögum, enda er þeim peningum illa varið, sem fara til kaupa á misheppnaðri ferð, og gildir þá einu, þótt ferðin hafi verið boðin með einhvers konar afslætti. Raunverulegur af- sláttur af ferðakostnaði næst auð- vitað aðeins gegnum samninga traustra ferðaskrifstofa, sem ná stórlækkuðu verði á vandaðri gistingu, þar sem viðskipti eru tryggð til langs tima, svo og hag- stæðum samningum um flug. Hingað til hefur Ferðaskrifstof- unni Útsýn tekist að ná slíkum samningum um gistingu á jafnvel enn hagstæðara verði en stóru ferðaskrifstofunum i Danmörku og Bretlandi. Um leiguflugið hefur einnig verið hin ágætasta samvinna við islensku flugvélög- in i alda-rfjórðung, og hafa far- þegar Útsýnar notið þeirra sér- kjara, sem um hefur samist. En Útsýn auglýsir ekki ferðir án þess að tilskilin leyfi og samningar liggi fyrir. Það er ranghermt i dagblöðum i dag, að Sterling fljúgi hingað á vegum Útsýnar i sumar. Farþegarnir, sem koma til Islands og Grænlands i sumar með vélum Sterling eru á vegum Tjæreborg, og Útsýn hefur að- eins með dvöl Utlendinganna að gera meðan þeir dveljast hér, og Samvinnuferðir selja ekki i þær ferðir til baka, þvi að Danirnir ætla aftur heim til sin og munu ekki hafa i' hyggju að setjast að á tslandi. Það er einnig ranghermi i dagblöðum að Samvinnuferðir- Landsýn sendi farþega áfram með Tjæreborg, langstærstu ferðaskrifstofu Norðurlanda, þvi að Útsýn fer með einkaumboð á íslandi fyrir Tjæreborg. Þannig getur Útsýn boðið um 100 mis- munandi ferðamöguleika Ut Ur Danmörku, þeim sem endilega vilja leggja þann krók á sig að koma þar við á leið sinni suður á bóginn. Hins vegar hefur það reynst Islendingum farsælast og ódýrast að nota leiguflug frá íslandi beint suður að Miðjarðar- hafi, enda er Danmörk eitt dýr- asta land Evrópu. Farþegar Út- sýnar, sem vilja dveljast i sumar- húsum í Danmörku eða annars staðar i álfunni geta keypt sér slika gistingu á verði sem er hag- stæðara en aðrir hafa auglýst til þessa, en það er engin nýlunda, þvi að sú þjónusta hefur staðið til boða mörg undanfarin ár. Annars tolla Danir ekki heima hjá sér á sumrin fremur en Islendingar, þvi að þeir vilja lika i sólina og finnst mannlffið fjölbreyttara og verðlagið hagstæðara sunnar i álfunni en i verðbólgunni heima hjá sér. Útsýn hefur þvi ekkert erlent leiguflug til Danmerkur á sinum snærum, en býður farþegum sin- um áætlunarflug með okkar islensku vélum á álika hagstæðu fargjaldi i staðinn. Allt leiguflug Útsýnar til sólarlanda verður með islenskum flugvélum og islenskum flugáhöfnum eins og hingað til, enda hljótum við að standa við bakið á islenskum at- vinnurekstri, fremur en að ýta undir erlenda ásælni. Örfáar sekúndur %vV‘ ||U^1FHRÐAR Félagslíf Skagfirðingar með hlutaveltu Sunnudaginn 8. mars kl. 3, held- ur Skagfirska söngsveitin i Reykjavik hlutaveRu og flóa- markað i Breiðholtsskóla. Þetta er einn af fjölmörgum liðum sem kórfélagar eru með á prjónunum til þess að fjár- magna væntanlega söngferð til Canada i júnf næstkomandi. Kvenfélag Bústaðasóknar held- ur fund i Safnaðarheimilinu mánudaginn 9. mars kl.20:30 stundvislega. Asgerður Ingi- marsdóttir deildarstjóri segir frá starfsemi Öryrkjabanda- lagsins. Skemmtiatriði, fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kvenfélag Lágafellssóknar heldur fund i Hlégarði næst- komandi mánudagskvöld 9. mars kl.20.30. Efni meðal ann- ars: Auður Haralds les Ur verk- um sinum. Rjómabollur og kaffi. Frá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra i Reykjavikog nágrenni. Félagar munið Bingóið sem verður sunnudaginn 8. mars kl. 14. Há- tuni 12 fyrstu hæð. Góðir vinn- ingar i' boði. Kirkjuhvolsprestakall. Sunnudagaskóli I Hábæjar- kirkju á sunnudag kl. 2. Dalla Þórðardóttir guðfræðinemi prédikar. Auður Eir Vilhjálms- dóttir, sóknarprestur. Kattavinafélag Islands: Aðalfundur Kattavinafélags Is- lands veröur haldinn að Hall- veigarstööum sunnudaginn 8. mars og hefst kl. 2. Stjórnin. Ferðalög Sunnud. 8.3 kl. 13 Fjöruganga við Hvalfjörö, steinaleit, kræklingur, fritt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.I. vestanverðu. útivist 1. kl. 11. f.h.: Skiðaganga Blá- fjöll — Kleifarvatn. Fararstj.: Þorsteinn Bjarnar og Tryggvi lldórsson. kl. 13 Ketilstigur — Sveiflu- [s. Fararstjóri: Sturla Jóns- í. Verð kr. 40.-. Farið frá Um- ðamiðstöðinni austanmegin. rmiðar v/bil. Ferðafélag tslands EFLUM FRAMFARIR FATLAÐRA Gíróreikningur 50600-1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.