Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. mars 1981. 3 Hætt við deilum er ráðið verður í 13 stöður fhigmanna á Boeing og Fokker AM — Flugleiðir hafa nú aug- iýst lausar til umsóknar stöður fimm áhafna, þ.e. 10 fiugmanna á Boeing 727 flugvélum sinum og þrjár stöður flugmanna á Fokker-27 vélum sinum og er umsóknarfrestur tii kl. 10 að morgni nk. mánudag. Þar sem um leiðverður fækkað stöðum á DC-8 lítur nú út fyrir að ágrein- ingur geti skapast milli félags- manna i FÍA og Félags Loft- leiðaflugmanna um hverjir hreppa eigi stöðurnar, þvi starfsaldurslistamálin eru enn óleyst. Kristján Egilsson, formaður FIA, sagði að félagar hefðu rætt málin á fundi í fyrrakvöld: og verið einhuga um að standa á rétti sinum. Sagði Kristján að ágreining- urinn mætti segjast byrja á þvi að ölhim flugmönnum Flugleiða er gefinn kostur á að sækja um stöður þessar, en FIA menn halda fast við rétt eigin félags samkvæmt eigin gildandi starfsaldurslista. Taldi hann hins vegar að slælega hefði ver- ið að starfsaldurslitsmálunum unnið frá þvi i desember er sið- asta miðlunartillagan var felld. FIA menn hafa spurt stjórn Flugleiða eftir hvaða reglum sé ætlunin að ráða þessa menn, en engin svör fengið. Benti Kristján á að ætti að fara að blanda báðum hópunum saman við ráðninguna, þá væri það flóknara mál en það eitt að verið væri að veita einhver störf sam- kvæmtauglýsingu, því um þess- ar mundir rikir slik óvissa um framtið flugs á Islandi, að eng- inn veit hvað verður, ef veruleg- ur samdráttur og kannske hrun kemur til. „Menn muna enn að FIA mönnum var ekki ætlaður stór hlutur, þótt Flugleiðir gerðu þeim boð um það, meðan menn enn héldu að Atlantshafsflugið væri að kalla á stórar flugvél- ar”, sagði Kristján. „Við sætt- um okkur við það þá, þar sem við töldum að við ættum ekki rétt á þessum stöðum. Þarna vorum við ekki með menn á starfsaldurslista. Málin horfa eins við okkur i dag , en nú er um að ræða stöður á flugvélum, sem við höfum flogið og gert til- kall til og það gerum við enn.” NU hefur mikill fjöldi Loft- leiðaflugmanna sótt um inn- göngu i FIA, liklega meirihluti þeirra að sögn Kristjáns. Verða umsóknir þeirra teknar fyrir á næsta félagsfundi og bjóst Kristján ekki við að neitt mælti gegn félagsaðild umsækjenda. Hins vegar breytti þaö engu um starfsaldursmálin. ,,Ég hefði þó vonað að eitt- hvað jákvætt heföi gerst i starfsaldurslistamálunum, og lánægjulegra efni til umræðu en þessar ráðningar, þegar flug- menn hittast hér i einu félagi,” sagði Kristján, sem kvaðst ótt- ast að ráðningar i hinar nýju stöður mundu valda deilum, en vitað er að Loftleiðamenn munu hyggjast sækja um þær, ekki siður en F1A_ menn. Klúbburinn Öruggur akstur I Reykjavik: Notkun bflbelta verði lögleidd KL — 312 bifreiðaeigendur hlutu viðurkenningu fyrir 5 ára örugg- an akstur, 97 fyrir 10 ára akstur, 34 fyrir 20 ára og 2 fyrir 30 ára öruggan akstur frá Samvinnu- tryggingum á fundi Klúbbsins Öruggur akstur i Reykjavik sl. miðvikudagskvöld. Á fundinum flutti Ólafur ólafs- son landlæknir ávarp og aðfara- orð að sýningu sænskrar um- ferðarkvikmyndar, sem fjallar um öryggisbelti og umferðarslys. Aðalumræðuefni fundarins var svo bilbelti, eða öryggisbelti, eins og sumir nefna þau, kosti þeirra og hugsanlega galla. Var það form haft á umræðunni, að fundarmenn báru fram spurning- ar, en fyrir svörum voru land- læknir, Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, Ómar Ragnarsson fréttamaður og Gisli Björnsson lögreglufull- trúi, formaður klúbbsins. A fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga frá stjórn klúbbsins: „Almennur umferðamálafund- ur á vegum Klúbbsins öruggur akstur i Reykjavik, haldinn að HótelSögu 18. mars 1981, skorar á dómsmálaráöherra að beita sér fyrir þvi, að notkun bilbelta verði lögfest á yfirstandandi þingi.” Stjórn klúbbsins var öll endur- kosinogskipa hana eftirfarandi: Gisii Björnsson lögreglufulltníi, formaður, Gisli Kárason bif- reiðarstjóri og Guðmundur Hösk- uldsson tryggingafulltrúi. Vara- menn eru Úlfur Markússon fram- kvæmdastjóri og ólafur Einars- son kennari. 25 manns sóttu fund klúbbsins öruggur akstur I Reykjavik, JSamstail f okkarBryn- leifs enti ist í eitt ár” Segir Guömundur Ólafsson heilsugæslulæknir aö Laugarási, en hann var heilsugæslulæknir á Selfossi á fjóröa ár AB—„Samstarf okkar Brynleifs gekk ágætlega i um það bil ár, og_ siðan var eiginiega ekkert sam- starf með okkur,” sagði Guð- mundur óiafsson heiisugæslu- læknir að Laugarási, Biskups- tungum, en hann var aðstoðar- 'læknir héraðslæknisins Brynleifs. Steingrimssonar á Selfossi frá janúar 1973 til septemberloka 1976 Guðmundur sagði „Ég tel ekki að samstarfsörðugleikar þessir hafi veriðmin sök, þvi ég hef unn- ið á mörgum stöðum og mér hefur gengið ákaflega vel að vinna með öðru fólki.” Annars sagði Guðmundur að ekki væri ástæða til þess að fara að vekja upp gamla drauga, svo langt væri um liðið frá þvi að þetta var, en hins vegar mætti það koma fram vegna orða Magnúsar Sigurðssonar heilsu- gæslulæknis á Selfossi, að um samstarfsörðugleika, eða sam- starfsleysi hefði lika verið að ræða á milli heilsugæslulæknanna innbyrðis, en ekki einungisá milli heilsugæslulækna og sjúkrahúss- lækna , ,Þáð má lika gjarnan koma hér fram að á sama tima og ég átti i þessum samstarfserfiðleikum við Brynleif, þó ég væri aðstoðar- læknir hans, þá átti ég mjög gott samstarf við báða sjúkrahúss- læknana, þáKristján Baldvinsson og Guðjón Sigurkarlsson,” sagði Guðmundur. Guðmundur var að þvi spurður hvort hann hefði einhvern tima orðið þess áskynja að sjúkrahús- læknarnir á Sellfossi hefðu kvatt til heilsugæslulæknana á Selfossi tilþess að biðja þá aðskoða sjúkl- inga sem hann hefði sent frá Laugarási gagngert til Sjúkra- húss Selfoss. „Sjúkrahúsið hefur án undan- tekninga tekið við þeim sjúkling- um sem ég hef sent til sjúkra- hússlæknanna og ég hef átt hið á- gætasta samstarf við Daniel.” Guömundur sagöist telja deil- una á milli rekstrarstjórnarinnar og Daniels Danielssonar ákaflega leiðinlega og fráledta. Sagðist hann ekki fá séð annað, eftir að hafa kynnt sér málið talsvert, en að réttur Daniels væri ansi mik- ill. ASI býður heim fulltrú- um pólskra veriíamanna KL — Haukur Már Haraidsson, blaðafulltrúi ASÍ og ritstjóri Vinnunnar, er nýkominn úr tveggja daga heimsókn til Pól- lands. Við báðum hann að skýra frá tilefni ferðarinnar og þvi, hvernig ástandið þar hefði komið honum fyrir sjónir. Tilgangur verðarinnar var annars vegar að afla efnis fyrir Vinnuna og hins vegar að flytja Solidarnosc, pólsku verkalýðs- hreyfingunni, sem stundum er kölluð Eining á islensku, boð ASl um heimsökn 2-3 fulltrúa ' tii Islands og jafnframt ósk um að upp yrðu tekin samskipti milli ASl og Solidarnosc, sagði Hauk- ur. — Við höfum til þessa verið i sambandi við ASl Póllands, en það er ekki til lengur, og við telj- um ástæðu til að taka upp sam- band við Solidarnosc. Haukur sagði, að verið væri að vinna að þvi að skipuleggja starf- semi Solidarnosc. Enn væri allt heldur láust i reipunum, enda má segja aö verið sé að byggja upp Framhald á bls. 19. Sumaráætlun Flugleiða í s.l. viku var endan- lega gengið frá sumará- ætlun millilandaf lugs Flugleiða en drög að á- ætluninni voru gefin út í október á síðasta ári. Margt veldur þvi að áætl- anir millilandaflugs eru síðar á ferðinni í endan- legri gerð en áður var. Mikil óvissa ríkir á viss- um leiðum og fer þar saman óvissa um fargjöld, eldsneytisverð- hækkanir, f jölda farþega og margt fleira. 1 millilandaáætlun Fugleiða sem hefst hinn 1. april n.k,. er gert ráð fyrir fjórum flugvélum þ.e. tveim þotum af gerðinni DC-8-63 og tveim Boeing 727 þotum. Af þessum flugvélum eru þrjár i eigu Flugleiða þ.e. Boeing 727-200 Boeing 727-100 og DC-8-63. Aðra samskonar DC-8-63 flugvél munu Flugleiðir siöan taka á ieigu. Þegar áætlunin hefur að fuliu gengið i gildi veröur ferðum hagaö sem hér segir. Til New York verður flogið sex daga vikunnar. Til Chicago verður flogiö á þriöjudögum og fimmtudögum. Til Luxem- bourgar veröa átta ferðir i viku. Til Kaupmannahafnar veröa niu ferðir i viku þ.e. dagferðir alla daga og næturferöir mið- vikudaga og fimmtudaga. Til Oslo verða fjórar ferðir, flogið á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Stokkhólms veröa þrjár ferðir, á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Til Dtisseldorf verða tvær ferðir i viku á laugardögum og sunnu- dögum. Til Frankfurt verða sömuleiðis tvær feröir, flogið á fimmtudögum og sunnudögum. Til Parisar verður flogið á laugardögum. Til Amsterdam verður flogið á föstudögum. Lundúnaflugi verður þannig hagað að þangað veröa fimm ferðir I viku á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Til Glasgow veröa tvær ferðir þ.e. á mánudögum og föstudög- um. Færeyjaflug verða tvo daga I viku. Beint frá Reykjavik á þriðjudögum en með viðkomu á Egilsstööum i báðum leiðum á laugardögum. Til Narssassuaq verður flogið á fimmtudögum en til Kulusuk verður flogið fjór- um sinnum i viku og samtals veröa þangað fimmtiu flug með ferðamenn. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. 1 sambandi við flug til Kulusuk er boðiö uppá ferðir til Angmagsa- lik og dvöl á hóteli þar. Milli Luxembourgar og Nassau á Bahamaeyjum verða tvær ferðir i viku frá Luxem- bourg á miðvikudögum og sunnudögum. Flug til Amsterdam Með þessari sumaráætlun hefst flug til nýs áfangastaðar i meginlandi Evrópu, til Amster- dam. Schiphol flugvöllur við Amsterdam er fjölfarinn og þaöan eru samgöngur til margra landa. Feröir holl- enskra ferðamanna til tslands hafa aukist að undanförnu. Sumáráætlun Flugleiða verður tiibúin til af- hendingar n.k. fimmtudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.