Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. mars 1981.
17
THkynningar
Skiðalyftur i Bláfjöllum: Úppl. i
simsvara 25166 og 25582.
Kvenfélag Breiðholts heldur
fund i anddyri Breiðholtsskóla
þriðjudaginn 24. mars n.k. kl.
20:30. Fundurinn er helgaður
málefni fatlaðra.
Asgeir B. Ellertson yfirlæknir
endurhæfingadeild Borgarspít-
alans kemur á fundinn. Kaffi-
veitingar, allir velkomnir.
Soroptimistaklúbbur Reykja-
vikur haldur barna- og fjöl-
skylduskemmtun i Tjarnarbiói i
dag kl. 14.
Barnakór Seltjarnarness
syngur, börn leika á hljóðfæri,
börnúrÞjóðdansafélaginu sýna
dans, Gerður Hjörleifsd. les
sögu, Jóhann Helgason syngur,
sýnd verbur kvikmynd o.fl.
verður til skemmtunar.
Ffladelfiukirkjan: Sunnudaga-
skólarnir eru kl. 10:30. Al-
menni guðsþjónusta kl. 20.
Ræðumaður: Daniel Jónasson,
söngkennari. Fjölbreyttur söng-
ur, fórn til styrktar fjáröflunar
Bandalags kvenna. Einar J.
Gislason.
Aðalfundur Kvenfélagasam-
bands Kópavogs verður haldinn
laugardaginn 21. marz n.k. i
húsnæði Félagsstarfs aldraðra
að Hamraborg 1, og hefst kl.10
f.h. 1 tilefni af ári fatlaðra verð-
ur opinn fræðslufundur að aðal-
fundi loknum og hefst hann
kl.15.
Dagskrá fundarins er helguð
fötluðum. Flutt verða fram-
söguerindi og umræður að þeim
loknum. Frummælendur verða:
Ragna Freyja Karlsdóttir, for-
maður Sérkennslustöðvar
Kópavogs, Sigriður Ingimars-
dóttir, frá Styrktarfélagi van-
gefinna, Steinunn Finnboga-
dóttir forstöðumaður dagvist-
unarheimilis Sjálfsbjargar, As-
gerður Ingimarsdóttir, fulltrúi
hjá öryrkjabandalagi íslands,
Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður Hjúkrunarheimilis
aldraðra I Kópavogi.
Kaffiveitingar verba á boðstól-
um. Allir Kópavogsbúar eru
velkomnir meðan húsrúm leyf-
ir.
Styrktarfélag
vangefinna
AÐALFUNDUR
félagsins verður haldinn i
Bjarkarási við Stjörnugróf
laugardaginn 28. mars n.k.
kl.14.
Venjuleg aðalfundarstörf. Egg-
ert Jóhannesson, formaður
Þroskahjálpar kemur á fund-
inn.
Kaffiveitingar. „ .
Stjórnin
Félagsmálanámskeið verður
haldið dagana 23. mars til 6.
april og mun það standa 6 kvöld.
Viðfangsefni: Framsögn,
ræðumennska, fundarstörf og
fundarreglur.
Leiðbeinendur: Baldvin Hall-
dórsson leikari og Steinþór Jó-
hannsson, MFA. Nánari upplýs-
ingar á skrifstofum félaganna.
Verkamannafélagið Dagsbrún
Verkakvennafélagið Framsókn
Foreldraráðgjöfin
Sálfræðileg ráðgjöf fyrir
foreldra og börn. Upplýsingar i
sima 11795, (Barnaverndarráð
íslands).
Kvikmyndir i MÍR--
salnum
Kvikmyndasýning verður
MIR-salnum, Lindargötu 48,
laugardaginn 21. mars kl.15.
Sýndar verða tvær heimildar-
kvikmyndir: „Moskva á öllum
timum árs” og „Stjörnur og
menn”, en siðari myndin er ein
af mörgum kvikmyndum, sem
sýndar verða i MIR-salnum i til-
efni þess að i næsta mánuði eru
liðin rétt 20 ár frá fyrstu geim-
ferð manns, Júri Gagarins. Að-
gangur að kvikmyndasýningum
i MIR-salnum er öllum heimill.
Skagfirðingafélagið
-Reykjavík
Mikil starfsemi er hjá félaginu
og deildum þess. Árshátið fé-
lagsins verður i ár með breyttu
formi, þann 28. mars næstkom-
andiiDomus Medica. Þar kem-
ur m.a. fram Skagfirska Söng-
sveitin undir stjórn Snæbjargar
Snæbjarnardóttir og undirleik-
ari ólafur Vignir Albertsson.
Söngsveitin æfir nú af kappi
fyrir söngferð til Kanada á
komandi sumri. Fyrir siðustu
áramót gaf kórinn út tvær
breiðskifur, „Heill þér Drangey
og Létt i röðum”. Þessum plöt-
um hefur verið mjög vel tekið
enda eru nær uppseldar.
Kvennadeild félagsins hefur
starfað af miklu fjöri sem fyrr
og mun hún ásamt Skagfirð-
ingafélaginu hafa hið árlega
gestaboð fyrir aldraða i félags-
heimilinu á Uppstigningardag.
Mikil starfsemi er i Drangey,
skák, félagsvist, söngæfingar,
kynningarfundir, námskeið og
kvöldvökur, er þetta mikill þátt-
ur i félagsstarfinu.
Spilað er vikulega bridge og er
nýlokið sveitakeppni, þar sem
12 sveitir spiluðu. Þá verður
keppt við Húnvetningafélagið
þann 31. mars.
Með tilkomu félagsheimilisins
Drangey, Slðumúla 35, sem fé-
lagar komu upp með sjálfboða-
starfi hefur skapast mjög góður
grundvöllur fyrir starfsemina.
Hlutavelta -vÖfflukaffi.
Skagfirska Söngsveitin heldur
hlutaveltu, happamarkað og
kaffisölu I Drangey, Siðumúla
35, laugardaginn 21. mars kl. 14
Kórfélagar hafa unnið ötuliega
aö"oflun fjár til styrktar söngför
til Kanada 4. júni n.k. og væntir
þess að vinir og velunnarar
kórsins liti við I Drangey á
laugardaginn, freisti gæfunnar,
fái sér kaffisopa og styrki um
leið kórinn I starfi.
Skólaskák í Taflfélagi
Reykjavíkur
Um næstu helgi gengst Taflfé-
lag Reykjavikur fyrir skák-
keppni framhaldsskóla. Hefst
keppnin laugardaginn 21. mars
kl.14 i húsakynnum Taflfélags
Reykjavikur að Grensásvegi 46.
Mótið heldur áfram á sunnudag
og lýkur á mánudagskvöld..
Efsta sveitin hlýtur þátttökurétt
I Norðurlandamóti framhalds-
skóla, sem fram fer hér á landi i
haust.
A undanförnum árum hefur
skáksveit Menntaskólans við
Hamrahlið verið sigursæl I Is-
landsmóti framhaldsskólanna
og fjórum sinnum hefur sveit
skólans sigrað i Norðurlanda-
móti framhaldsskóla. Að þessu
sinni er búist við mun harðari
keppni en áður, þar eö margir
framhaldsskólar tefla fram
sterkari skákmönnum en áður.
Getur orðiö tvisýnt um, hvort
veldi M.H. stendur öllu lengur.
Lokaskráning i framhalds-
skólakeppnina er fimmtudag,
19. mars kl.20-22.
Miðvikudaginn 25. mars hefst 1
félagsheimili T.R. keppni milli
skólaskákmeistara i Reykjavik
og lýkur þvi móti daginn eftir
fimmtudag, 26. mars. Teflt er i
tveimur flokkum, eldri flokki
fyrir nemendur 7.-9. bekk
grunnskóla, og yngri flokki hver
i sinum skóla. Samstarfsnefnd
taflfélaganna i Reykjavik held-
ur þetta mót, og er þaö liður i
samræmdum skólaskákmótum
Skáksambandsins um allt land.
Tveir efstu menn úr hvorum
flokki Reykjavikurmótsins
halda áfram á landsmót, sem
fer væntanlega fram i lok april.
Skólaskákmeistarar Reykja-
vikur I fyrra urðu Karl Þor-
steins, Langholtsskóla, i eldri
flokki og Davið Ólafsson, Hóla-
brekkuskóla, i yngri flokki.
Sveitakeppni milli grunnskóla i
Reykjavik hefst sunnudaginn
29. mars kl.13.30 og er fram
haldið 4. og 5. april. Mótið er
haldið sameiginlega af Æsku-
lýðsráði Reykjavikur og Taflfé-
lagi Reykjavikur, og fer þetta
mót einnig fram að Grensásvegi
46. Sibustu þrú ár hefur skák-
sveit Alftamýrarskóla sigrað i
þessu móti, og sú sveit varð
Norðurlandameistari i grunn-
skólaskák árin 1978 og 1979, en
hlaut 2. sæti i Norðurlandamót-
inu, sem var haldið i Reykjavik
i fyrra.
Sú sveit, sem sigrar I sveita-
keppninni mun væntanlega taka
þátt i Norðurlandamóti grunn-
skólasveita, sem haldið verður I
Noregi I haust. Búist er viö, að i
keppni um efsta sæti muni skák-
sveit Álftamýrarskóla fá haröa
keppni frá sveitum Æfingaskóla
K.H.I. og Hvassaleitisskóla, en
nemendur úr þeim skólum hafa
staðið sig mjög vel I skákmótum
I vetur.
(Fréttatilkynning frá.
Taflfélagi Reykjavikur).
JC dagurinn
I dag laugardaginn 21. mars er
JC dagurinn. Að þessu sinni hef-
ur JC hreyfingin viljað kalla
hann „Lifgunardag”, til þess
að leggja áherzlu á mikilvægi
þess að þú kunnir endurlifgun
og hjartahnoö.
Verða JC félög um land allt með
kynningu og námskeið i hjarta-
hnoði I samvinnu við Rauöa
Kross Islands, Slysavarnafélag
tslands og Landsamband Hjálp-
arsveita skáta auk lækna. Von-
ast JC hreyfingin til þess að þú
takir jákvætt undir með okkur
um mikilvægi þessa máls og
kynnir þér I dag hvernig endur-
lifgun og hjartahnoð sé, þvi að á
morgun gæti þaö verið of seint.
Það hlýtur aö vera unaösleg til-'
finning að vita til þess að þú haf-
ir veriö fær um að framkvæma
endurlifgun, eingöngu vegna
þess að þú kunnir handtökin og
viðbrögðin.
Staldraðu viö og hugsaöu málið,
hvort að „Lifgunardagurinn”
eigi ekki erindi til þin, og eftir
að þú hefur komist aö jákvæðri
niðurstöðu þá ertu tilbúinn að
hefjast handa.
Þökkum samstarfið
F.h. JCÍsland
örn Ottesen.
Schubert-kvöld í Njarövik
Sunnudaginn 22. mars kl.20.30
verða tónleikar i Ytri-Njarðvik-
urkirkju, þar sem eingöngu
verður flutt tónlist eftir Franz
Schubert.
Aö tónleikunum standa kór Y-
Njarðvikurkirkju, ásamt Tón-
listarskóla Njarðvikur.
A tónleikunum verður leitast viö
að kynna tónskáldiö I tali og tón-
um. Leikin verður pianótónlist,
og nemendur og kór Tónlistar-
skólans syngja ljóð og lög. Kór
Y-Njarövikurkirkju flytur
Messu i G-dúr og þar fara þrir
nemendur Tónlistarskólans
með einsöngshlutverkin. Hljóð-
færaleikarar úr Sinfóniuhljóm-
sveit tslands aðstoða.
Aö loknum tónleikunum mun
Systrafélag Ytri-Njarðvikur-
kirkju vera meö kaffisölu.
Tónleikar á Akureyri.
Laugardaginn 21. mars, kl. 5
e.h. munu Oliver Kentish. selló-
leikari og Paula Parkerpianó-
leikari halda tónleika I Borgar-
biói á Akureyri.
A efnisskránni eru verk eftir
Brahms, Beethoven, Bruch og
Boismortier.
Báðir flytjendurnir eru
kennarar viðTónlistarskólann á
Akureyri og eru þetta þeirra
fyrstu sameiginlegu tónleikar.
Miðasala verður við inngang-
inn.
Ferðalög
um
Sig-
1. kl.ll f.h. Skfðaganga
Kjósarskarð. Fararstjóri:
urður Kristjánsson o.fl.
2. kl. 13. Meðalfell. Fararstjóri:
Þórunn Þórðardóttir
3. kl. 13 Fjöruganga v/Hval-
fjörð. Fararstjóri: Sigurður
Kristinsson
Verð kr. 50.-.
Farið frá Umferðamiðstöðinni
austanmegin. Farmiðar v/bil.
Ferðafélag tslands.
Sunnud. 22.3.kl.l3.
Básendar.kræklingur, fararstj.
dr. Einar Ingi Siggeirsson, fritt
f. börn m. fullorðnum. Farið frá
B.S.I. vestanverðu, (i Hafnarf.
v. kirkjugarðinn)
Helgarferð 27.-29. mars
Páskaferðir:
Snæfellsnes, gist á Lýsuhóli,
sundlaug.
Skiðaferð til Norður-Sviþjóðar,
aðeins með ferðum, gistingu og
morgunverði. Upplýsingar á
skrifst. Lækjarg. 6a, simi 14606.
Otivist.