Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. mars 1981. 5 Blómleg starfsemi Ferða- félags íslands á liðnu ári 54 aðalfundur Ferðafélags tslands var haldinn 10. mars sl. að Hótel Heklu, Rauðarárstfg 18. Forseti félagsins, Davfð ólafsson, setti fundinn og bauð gesti velkomna. Fundarstjóri var kosinn Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri og fundarrit- ari frti Þórunn Þórðardóttir. Samkvæmt venju gat forseti helstu þátta i starfsemi Ferða- félagsins á árinu 1980. Undan- farin ár hafa framkvæmdir við nýbyggingu sæluhúsa tengst gönguleiðinni Landmannalaug- ar — Þdrsmörk, en þeim lauk með byggingu tveggja sæluhúsa viö Álftavatn sumarið 1979. Eins og áður, var unnið að endurbótum og viðhaldi á eldri sæluhúsum félagsins og t.d. var sæluhúsið á Hlöðuvöllum tekið til gagngerðrar lagfæringar og er það nú í mjög góðu ásig- komulagi. Hilmar Einarsson, smiður á Laugarvatni, annaöist það verk. Um viðhald á öðrum húsum sáu Magnús Þórarinsson og Guðbjörg Jónsdóttir, eins og undanfarin ár. Ennfremur fór hópur sjálfboðaliða i sum húsin i upphafi sumarstarfsins og þrifu húsin að innan og utan og nán- asta umhverfi þeirra. Þvi miöur verður aö segja, að aö- koman að húsunum eftir vetur- inn var viða ljót og er sannast best að segja ótrúlegt hversu hirðulausir sumir þeirra eru, sem nota sæluhúsin á veturna. Þaö er svo sennilega af sama toga spunnið, að ótrúlega fáir, sem nota húsin á veturna, sjá á- stæðu til að greiða gistigjöldin. Annar göngudagur Ferða- „Margt skeður oft f Merkurferöum,” segir I Þórsmerkurljóöi. Þeir fjölmörgu sem gist hafa skála Feröafélagsins iÞórsmörk vita mætavel aö sannleikur mikill felst I þessari ljóölinu. Ráölegast mun þó fyrir feröamenn sem sækja þessa paradis feröamanrja heim, aö hafa Bakkus ekki meö f geröum. Tfmamynd- Tryggvi. félagsins var 15. júni i afar hag- stæðu veðri enda komu 100 fleiri I gönguna en á fyrsta göngudeg- inum árið áður. Þriöji göngu- dagurinn verður 14. júm n.k. og ef að likum lætur kann fólk vel að meta þennan sérstaka göngudag, þótt Feröafélagið standi fyrir gönguferðum á sunnudögum allt árið um kring. A árinu var stofnuð ein ný deild innan Ferðafélagsins og nefnist Ferðafélag A-Skaftfell- inga, með aðsetur i Höfn. Voru stofnfélagar um 100. Eru deild- irnar utan Reykjavikur þarmeð orðnar 8 og er vonandi að þessi þróun haldi áfram. A aðalfundinum var einn félagi heiðraður og geröur að Kjörfélaga, Matthias Pálsson, pipulagningamaður, þakkaöi forseti honum allt það óeigin- gjarna sjálfboðastarf sem hann hefur unnið félaginu um margra ára skeið. Framkvæmdastjóri félagsins, Þórunn Lárusdóttir, las upp og skýrði endurskoðaöa reikninga félagsins. Þá fór fram stjórnarkjör. Tveir af stjórnarmönnum gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, þeir Einar Haukur Kristjánsson og Haraldur Sigurðsson. Einar Haukur hefur setið eitt kjör- timabil, þrjú ár, og gegndi starfi gjaldkera i stjórninni. Haraldur1 Sigurðsson hefur átt sæti i stjórninni I 14 ár og þegar rit- nefnd var sett á laggirnar 1969 tók hann sæti i henni og hefur starfað þar siðan. Þá hefurhann verið ritari stjórnarinnar frá 1976. Haraldur hefur innt af höndum mikilvægt starf við út- gáfu Árbókanna og aðra útgáfu- starfsemi félagsins. Ur stjórninni áttu aö ganga Einar Haukur Kristjánsson, gjaldkeri, Haraldur Sigurösson, ritari, Haukur Bjarnason og Magnús Þórarinsson meö- stjórnendur. Haukur Bjarnason og Magnús Þórarinsson gáfu kost á ser til endurkjörs, en i stað þeirra Einars Hauks og Haraldar Sigurðssonar voru i framboði Guömundur Péturs- son og Garðar Ingvarsson, önnur framboð höfðu ekki kom- ið og voru þeir þvi' sjálfk jörnir. Endurskoðendur voru endur- kjörnir, en þeir eru Gunnar Zoéaga og Jón Snæbjörnsson, löggiltir endurskoöendur og til vara óskar Bjartmarz. 1 fundarlok sýndi Björn Rúriksson litskyggnur frá Tind- fjöllum — Þórsmörk, — og Eyjaf jallajökli. Guðrún Helgadóttir og fleiri gestir ,Barnabókadög- a unum í dag Barnabókadagar Bókhlöðunnar sem nú standa yfir i Markaðshús- inu Laugavegi 39 eru i fullum gangi. S.l. laugardag kynnti og las upp úr bókunum um Herra- menn, Guðni Kolbeinsson og var fullt hús. 1 dag kl. 3 kemur Guðrún Helgadóttir rithöfundur og kynnir þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna og les upp úr bókunum. Strax að þvi loknu mun Siguröur Jóelsson lesa úr bökinni Orðskyggnir. I Baðstofu Bókhlööunnar eru kaffi- veitingar og gosdrykkir til sölu á vægu verði. Bókamarkaðurinn er opinn til kl. 17 i dag. 5% af bókasölu renna til Félags heyrnarlausra. DATSUN BÍLA- SYNING laugardaginn 21. marz kl. 2 til 5 Sýnum Datsun Bluebird árg. 1981 DATSUN BUJEBtRD Sedan með dieselvél. Station með dieselvél. Áætlað verð til einstaklinga — Sedan— ca. kr. 126.750.00 (án ryðvarnar). Berið saman verð á öðrum dieseS bi/um á markaðnum i dag DATSUN — diesel val atvinnubílstjóranna Datsun-umboðið INGVAR HELGASON Varahlutahúsið Rauðagerði 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.