Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 16
 : i \ ó ^^«abriel ó 'SImi: 33709 fHÖGGDEYFAR fl A NÓTTU OG DEGI.ER VAKA A VEGI 1 e GJvarahlutir srÆfo4 f - • • ; : ■ • • Lé Nútíma búskapur þarfnast BA1IER haugsugu Guðbjörn Guðjónsson heildverslun, Kornagarði Sími 85677 Laugardagur 21. mars 1981 Samið um sölu á 35-50 þús. tonnum af saltfiski til Portúgals: Verðið hækkar um 20% í erlendri mynt að meðaltali — heildarsamningarnir hljóða upp á 650-950 millj. kr. FRI — Nýlega lauk Sölusam- band isienskra fiskframleið- enda við gerð samninga um saltfisksölu tii Portúgals og Spánar. Þetta munu vera með mestu sölus a mningu m sem gerðir hafa verið á þessu sviði en samningsupphæðin nemur 650-950 millj. kr. og magnið er 35-50 þiis. tonn. Ennfremur hækkaði verð vör- unnar um 20% I erlendri mynt að meðaltali frá þvi sem áður var. Þeir Tómas Þorvaldsson, formaður SIF, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri og Ólafur .‘Björnsson undirrituðu þessa isamninga. Tíminn hafði tal af Friðriki Pálssyni og spurði hann hverju hinn mikla hækkun á þessari vöru sætti? — Portúgalska rikið hefur verið aðalinnflytjandinn um árabil og er enn, en það hefur ekki fengist til að fylgja heims- markaösverði á saltfiski. Við höfum gert þeim það ljóst að við svo búið mátti ekki standa og þetta hlyti að þýða minnk- andi saltfisksölu til þeirra en það hafa þeir orðið varir við, ekki bara frá okkur, heldur einnig öðrum. — Þeir virðast sem betur fer hafa áttað sig á þvi að það gengi ekki og til þess að tryggja sér meira af þessari vöru samþykktu þeir ofangreinda hækkun. Þeir vona að það verði til þess að þeir komist aftur á það stig að verða sú saltfisk- kaupaþjóð sem þeir voru með eðlilegum hætti. Friðrik sagði ennfremur að það væri mikilvægur punktur í þessum samningum að þeir væru rúmirog í þeim væri talað um lágmarksmagn (35 þús. t.) og hámarksmagn (50 þús. t) þannig að við gætum hagrætt þessu nokkuðog salan færi eftir veiðum, framleiðslu og áhuga. Þegar er byrjað að flytja út upp iþessa samninga en héðan hafa farið 18001 af saltfiski upp i samingana. Ráðstefna Samb. ísl. sveitarfél., Landvemdar og arkitekta um: Umhverfi og útivist í þéttbýli AM — í gær var haldin ráöstefna á Kjarvalsstöðum um efnið ,,Um- hverfi og útivist i þéttbýli,” og gengust fyrir henni Samband isl. sveitarfélaga, Landvernd og Félag isl. arkitekta. Var ráö- stefnan mjög vel sótt og komu til hennar 160 manns hvaðanæva af landinu, að sögn Hauks Hafstað, framkæmdastjóra Landverndar. Ráðstefnan hófst kl. 9.30 árdeg- is og kynnti þar forstöðumaður Umhverfismálastofnunar Bergen i Noregi, Anders Kvam, starfs- hætti norskra sveitarfélaga á sviði umhverfismála, kynnt var niðurstaöa Ur umhverfiskönnun, sem Landvernd lét gera i' 22 sveitarfélögum i þéttbýli nýlega og fjallað um málið frá sjónarhóli skipulagsyfirvalda og landslags- arkitekta. Kynntu talsmenn þriggja sveitarfélaga, Reykja- vikurborgar, Akureyrarkaup- staöar og Borgarneshrepps með- ferð þessara mála hver i sinu sveitarfélagi, ai það voru þeir Hafliði Tómasson, garö- yrkustjóri, Tryggvi Gislason, skólameistari og Húnbogi Þor- steinsson, sveitarstjóri. Enn fluttu erindi á ráðstefnunni Jón G. Tómasson, formaður Sam- bands fsl. sveitarfélaga sem setti ráðstefnuna um morguninn, Alf- heiöur Ingólfsdóttir, formaður Umhverfismálaráðs, Baldur Andrésson, arkitekt, Haukur Haf- stað, framkvæmdastjóri Land- verndar og Einar E. Sæmunds- sen, landslagsarkitekt. Að erind- um loknum störfuðu umræðu- hópar og skiluðu áliti sinu, en Þorleifur Einarsson, formaður Landverndar, sleit ráðstefnunni um ,kl. 18.30. Umhverfismálineru víða óleyst og kom fram aö sveitarstjórnir þurfa á aðstoð að halda við fram- kvæmd þeirra, bæði frá áhuga- félögum og einstaklingum. Mátti segja að þessi ráðstefna tækist af- ar vel og þóttust þátttakendur hafa mikið gagn af komu sinni. Frá ráðstefnunni á Kjarvalsstööum. Haukur Hafstað, framkvæmdastjóri Landverndar i ræöustúii. Ur könnun Hjartaverndar: Hverjir eiga flesta bíla og búa stærst? AM — t seinni hluta niðurstaða Hjartaverndar úr hóprannsókn á körlum á höfuðborgarsvæöinu er mönnum skipt niður i þrjá hópa eftir störfum og félagslegur aðhúnaður i hverjum flokki kann- aður. 1 A flokki eru aðallega þeirsem vinna störf er krefjast fremur huglægrar vinnu en likamlegrar áreynslu. í B flokki eru þeir sem vinna við ýmiss konar þjónustu, afgreiðslu og eftirlitsstörf og likamlega létta vinnu. t C flokki eru loks þeir menn faglæröir og ófaglærðir, sem vinna tiltölulega erfiöa líkamlega vinnu. I starfsflokki A voru 33.6% með háskólapróf, 30.3% meö stúdents- próf eöa hliðstæöa menntun, 22.6% með gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun, en 12.4% höfðu bamaskólapróf eða minna. 1 starfsflokki B voru hliðstæðar tölur: 3.6%, 21.6%, 43.6% og 29.5%, en i' starfsflokki C 0.3%, 7.0, 47.3% og 44.6%. Hér kemur fram að i A flokki telja 58.3% sig vera atvinnu- rekendur eða stjórnendur fyrir- tækja. 16.4% i B flokki og 17.5 i C flokki. I A flokki sögðust 67% vinna kyrrsetustörf, 41.5% i B flokki og 25.0% i C flokki. Þarna kemur fram að vinnu- timi er lengstur i C flokki, en a.m.k. 15% þeirra manna vinna ekki minna en 60 klst. á viku, við aöalstarf og aukastarf, en 10% vinna svo langa vinnuviku i' A og B flokki, og gert er ráö fyrir að þar vinni 65% 50 klst. að jafnaði. Þegar fjöldi vinnustunda á viku i aðalstarfi var kannaður, kom i ljós að i starfsflokki A vinna 39.5% 50klst. eða lengur 33.8% i B flokki og 65.4% i C flokki. I starfsflokki A höföu 10.6% aldrei veriö f jarverandi frá vinnu vegna veikinda sl. 12 mánuði, 20.2% I B. flokki og 27.7% i C flokki. Húsnæði Ibúðar- eða húseigendur eru hlutfallslega fleiri á íslandi en á hinum Norðurlöndunum og íslendingar búa frekar i ein- býlis/raðhúsum, en aðrir Norður- landabúar. I starfsílokki A eru 87.1% ibúð- areigendur, en i starfsflokki B og C um 80%. I starfsflokki A búa 59.8% i einbýlishúsi eða raðhúsi, i starfsflokki B 47.6% og i starfs- flokki C 52.3%. Þátttakendur i starfsflokki A búa i stærsta húsnæðinu i fermetrum á ibúa, en f starfs- flokki C I minnsta húsnæðinu. Heilsufar I starfsflokki A hafa 87.6% ein Framhald á bls. 19. Kalli Ben. eins og „diskókóngur” í Hafnarfiröi í gærkvöldi er' Fram sigraði Hauka 24:20 KR stendur nú allt i einu með pálmann i höndunum i keppn- inni um fallið eftir að Fram sigraði Hauka 24:20 i Hafnar- firði i gærkvöldi. Fram og Haukar eru bæði með þrjú stigenKR tvöog á KR tvo leikieftir en Fram og Hauk- ar eiga hvort sinn leikinn. Staðan i hálfleik var ll:l0fyr- ir Hauka, en um miðjan siðari hálfleik er staðan var 16:16 lok- uðu Framarar vörninni og breyttu jöfnum leik i gjörunninn 21:16. Framarar börðusteins og ljón i vöminni og að baki þeirra varöi Sigurður mjög vel. Karl Benediktsson þjálfari Fram klappaði og stappaði niður fótunum á hliðarlinunni og mátti varla á milli sjá hvort hann væri að hvetja sina menn eða kominn á fullt i „diskódans- inn? röp-. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.