Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. mars 1981. 15 wmmtm Það var ekki fyrir óbreyttan blaðamann aö skilja flókinn tækjaútbúnaðinn i brúnni, þrátt fyrir ágætar útskýringar. Timamyndir G.E. Skipstjórinn Klimachin Gennadi skýrir út fyrir biaðamönnum um tækjabúnaðinn i brúnni. Um borð í rússnesk- ísbrj ót um AB — Hér i Reykjavikurhöfn liggur nú sovéski isbrjóturinn OttoSchmidt. Skip þetta er fyrsta sinnar tegundar sem byggt er i Sovétrikjunum, en það er smiöað með það fyrir augum að geta brotið is sem er allt að 60 senti- metrar að þykkt og jafnframt er megintilgangurinn með smiði þess að sinna visindalegum rann- sóknum, á ýmsum sviðum sem hafa með veður- sjávaris, og mengunarrannsóknir að gera. OttoSchmidt var smiðað i sömú verksmiðju og fyrsta kjarnorku knúna skip Rússa, Lenin. var smiðað. Var skipið smiðað 1979 og hefurþað sinnt visindastörfum og öðrum störfum i 18 mánuði, og að sögn forráðamanna skipsins á þeim tima sannað tilverurétt sinn. Blaðamönnum gafst i gær kost- ur á að kynna sér skipið og var skipstjórinn Klimachin Gennadi leiðsögumaður blaðamanna um skipið. A skoðunarferðinni kom i ljós að skipið er afar vel tækjum búið, hefur það yfir að ráöa afar næm- um dýptarmælum, sem mæla dýpi allt að 10.000 metrum, og er allur tækjabúnaður tölvustýrður. Um borð i isbrjótnum eru 14 rannsóknastofur, enda eru 30 visindamenn stöðugt um borð við rannsóknir. Rannsóknirnar greinast i þrjú meginsvið, þar sem visindamennirnir rannsaka eiginleika vatns (hafs), andrúms- lofts og iss. Beinast rannsóknir þeirra sem rannsaka einkanlega eiginleika hafsins að mengunar- magni hafsins, og hvernig mikilli mengun megi svarað verða. Þau svæði sem skipið hefur einkum athafnað sig á eru heim- skautssvæðin i kring um Sovét- rikin. Heimahöfn skipsins er Mur- mansk og er skipið yfirleitt i för- um I u.þ.b. 80 daga. Skipið hefur vistir og eldsneyti til 35 til 40 daga, en leitar að þvi bUnu i þær hafnir sem næstar eru hverju sinni til þess að byrgja sig upp á nýjan leik. Hammerfest i Noregi og Reykjavik sögðu forráðamenn að væru borgirnar sem helst væri leitað tíl i þessum tilgangi. Allar upplýsingar og niðurstöð- ur sem visindamennirnir um borð komast að, eru samkvæmt alþjóðlegum samningi sendar til annarra aðila sem vinna að hlið- stæðum rannsóknum. Um borð i Otto Schmidt er 84 manna áhöfn og skiptist hUn þannig að liðlega 30 menn eru vis- indamenn sem vinna að áður- nefndum rannsóknum <*g hásetar og yfirmenn eru u.þ.b. 50. Vel er að skipverjum bUið, enda er yfir- leitt um 80 daga úthald hjá skip- inu. Skipið fór brott frá Mur- mansk, heimahöfn sinni seinni hluta febrúarmánaðar, og kemur ekki aftur til heimahafnar fyrr en um miðjan maímánuð. Hingað kom Otto Schmidt frá Murmansk, en á leiðinni kom skipið við á Bjarnareyjum, Sval- baröa og Grænlandi. Munu þeir fara sömu leið til baka, og leggur skipið i förina i kvöld. Skipiö mun koma við i Hammerfest, Noregi og taka vistir og eldsneyti. Þetta er i þriðja sinn sem is- brjóturinn Otto Schmidt kemur til íslands, en eins og áður sagði hefur það aðeins verið i' förum i 18 mánuði. 1 Isbrjótnum eru þrjár 1800 hestafla diselvélar og skipið er Fyrsti stýrimaður Otto Schmidt ásamt dömunni sem átti heiðurinn af ágætum veitingum sem blaðamönnum var boðið upp á. Rússneski isbrjóturinn Otto Schmidt sem hefur verið hér i Reykja- vikurhöfn I tvo sólarhringa. Hann fer héðan ikvöld. knúið áfram af tveimur skrúfum. Skipið er 80 metrar að lengd. Blaðamaöur Timans tók einn skipverjanna tali, en það var veð- urfræöingurinn Victor Tsvetkov, hann hefur yfirumsjón með veð- urfræöilegum athugunum. Tsvetkov var að þvi spurður hvort skipverjarnir væru frjálsir ferða sinna þegar þeir eru i erlendum höfnum. „Við getum komið og farið að vild, svo framarlega sem við eig- um ekki vaktaskyldum að gegna. ” Sagðist Tsvetkov vera mjög á- nægður með aðbúnaðinn á skip- inu, nefndi hann sem dæmi að skipið útvegaði hverjum skip- verja góð hljómflutningstæki i hverja káetu, og að kvikmynda- sýningar væru næstum daglega i setustofu skipsins. Sagði hann að slikur aðbúnaður væri nauösyn- legur þar sem skipið væri ávallt i mjög löngum ferðum. Tsvetkov nam veðurfræöi við háskólann i Leningrad og hefur hannstundað rannsóknir á svona rannsóknarskipum siðan hann lauk námi, 1973. Sagðist hann eiga konu og bam i Leningrad, og þegar hann kæmi til Murmansk þá færi hann til Leningrad og dveldist þar meö fjölskyldu sinni. Sagðihann að vel væri gert við þá sem stunda þessi störf og dvelja langdvölum að heiman. Til dæmis fengi almennur verkamaður i Rússlandi 24 virka daga sumar- leyfi ár hvert, en þeirsem stund- uðu þessi störf fengju frá 36 dög- um og allt að 48 dögum, eftir starfsreynslu. Sagði hann að þeir heföu einnigleyfi til þess að taka þessi fri að vild, og skipta þeim niður i nokkur fri ef þeim byði svo við að horfa. Veöurfræðingurinn Victor Tsvetkov í káetu sinni, en þrátt fyrir litiö pláss er sérlega huggulega aö skipverjum búiö. Er þaö sem sýnist, er Björn Bjarnason blaðamaður Morgunblaösins Matsalur skipverjanna á Otto Schmidt er listaverkum skreyttur. eitthvað vantrúaöur á skýringar skipstjórans?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.