Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. mars 1981.
13
Athugasemd Daniels Danielssonar yfirlæknis
vegna ummæla Magnúsar Sigurðssonar læknis:
Magnús er upphaf s-
maður læknadeilunnar
1 dagbla&inu Timinn 18. mars
er langt viötal viö Magniis Sig-
urösson, heilsugæslulækni á Sel-
fossi um heilbrigöisþjónustu þar
á staönum og svonefnda „lækna-
deilu’
Aö þvi er mér viðkemur tel ég
að fyrst meö þessu viðtali hefji
Magnús það sem kalla mætti
læknadeilu á Selfossi.
Fram til þess hafa mál snilist
um deilu byggingarsstjórnar og
siðan meirihluta rekstrarstjdrnar
Sjúkrahiíss Suðurlands við heil-
brigðismálaráðuneytiö. í þessu
viðtali beinir Magnús Sigurðsson
hins vegar spjótum sinum að okk-
ur sjúkrahúslæknum við Sjúkra-
húsiðá Selfossi og þá sérstaklega
mér.
1 upphafi greinar sinnar kemur
Magnús að þvi að verið sé að
reyna að „endurvekja það sam-
starf á milli sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinnar, sem
legið hefur niðri að undanförnu”.
í framhaldi af þessu segir
Magnús Sigurðsson réttilega að
fram til haustsins 1979 hafi verið
vaktasamvinna á milli sjúkra-
húslæknanna og heilsugæslu-
læknanna, en hún hafi lagst niður
með komu minni að sjúkrahús-
inu.
Vegna þeirra, sem takmarkað
þekkja tilmála tel ég nauðsynlegt
að fjalla nokkuð um þessa titt-
nefndu vakta-samvinnu og hvers
vegna ég ákvað að sli'ta henni.
Við fyrstu kynnisferðir minar i
Sjúkrahúsið á Selfossi um það bil
sem ég sótti þar um stöðu yfir-
læknis fékk ég hjá stjórnendum
ogstarfsliðiupplýsingarum þetta
vaktasamstarf, sem var fólgið i
þvi að fimm læknar, tveir sjúkra-
hússlæknar, tveir heilsugæslu-
læknar á Selfossi og einn heilsu-
gæslulæknir á Eyrarbakka,
skiptu með sér vöktum þannig að
hver þeirra leysti af hendi sex
vaktir á mánuði aö jafnaði og var
vaktin sameiginleg fyrir sjúkra-
húsið og heilsugæsluumdæmin
tvö, Eyrarbakka og Selfossum-
dæmi.
Mér virtist þegar við fyrstu
yfirsyn, sem sjúkrahúsið liði fyrir
þetta vaktasamstarf. Virtust og
til þess augljósar ástæður.
1 fyrsta lagi var þarna um að
ræða héraðsvakt fyrir allfjöl-
mennt svæði með a.m.k. þremur
allstórum þéttbýliskjörnum og
auk þess mikilli dreifðri byggð.
Virtist augljóst, að oft gæti orð-
ið tafsamt að ná til vaktlæknis ef
mikið lægi á á sjúkrahúsinu.
Fékk ég það og staöfest hjá
starfsliði.
Þá virtist augljóst, að þar sem
sjúkrahúslæknar væru aðeins á
vakt tvo daga af hverjum fimm,
væri útilokað að læknar á Suður-
landi gætu að jafnaði nýtt Sjúkra-
húsið á Selfossi til að sinna bráð-
um sjúkdómstilfellum. Fékk ég
það og staðfest af héraðslækni
Suðurlands, aö samtimis þvf að
nefnt vaktasamstarf var upp tek-
ið hefðu læknar héraðsins hætt að
senda bráð sjúkdómstilfelli i
Sjúkrahús Selfoss, þar sem lang-
timum saman væru þar á vakt
ýmist ósérlærðir heilsugæslu-
læknar eða stúdentar i afleysing-
um.
Enn kom það glöggt fram hjá
hjúkrunarliöi hússins, hversu ó-
heppilegt það væri, að hafa á vakt
á sjúkrahúsinu lækna, sem litt
eða ekki þekktu til þeirra sjúkl-
inga er þar lægju. Loks fannst
mér allur svipur sjúkrahússins
benda til þess, að það væri horn-
reka i þessu samstarfi.
Þegar i upphafi varð ég var
mikils þrýstings heilsugæslu-
lækna um framhald vaktasam-
starfs. Taldi ég i fyrstu, að hér
hlyti að búa að baki sú sannfæring
þeirra að á þann hátt væri hags-
munum ibúa svæðisins best þjón-
að.
Við nánari yfirvegun sýndist
mér þó ljóst, að það tvöfalda
vaktkerfi, er ég tók upp, þar sem
heilsugæslulæknir annaöist vakt i
héraði en á sjúkrahúsinu væri
einnig stöðug vakt sjúkrahúss-
læknis, hlyti að skapa meira ör-
yggi, bæði þeim sjúklingum, er i
sjúkrahúsinu dveldust og einnig
hinna er þörfnuöust læknishjálp-
ar utan sjúkrahúss.
Niðurstaöa min varð þvi sú, að
Daniel Danielsson læknir.
vaktsamstarfið þjónaði hags-
munum læknanna, sem þannig
stóðu aðeins litinn hluta þeirra
vakta, er þeir fengu greiddar, en
drægi hins vegar verulega úr
gæðum þjónustunnar jafnt við
sjúklinga innan sem utan sjúkra-
húss.
Næst kemur Magnús að þvi að
sjúkrahúslæknar hafi komið allri
slysaþjónustu yfir á heilsugæslu-
læknana og neiti að taka við
sjúklingum, áður en heilsugæslu-
læknar hafi skoðað þá.
Hér viröist Magnúsi Sigurðs-
syni hafa láðst að kynna sér lög
um heilbrigðisþjónustu nr. 57/-
1978 en þar segir svo i grein 11.1.:
„Heilsugæsla merkir i lögum
þessum heilsuverndarstarf og allt
læknisstarf, sem unnið er vegna
heilbrigöra og sjúkra sem ekki
dveljast i sjúkrahúsum”.
Einnig i gr. 19.1.: ,,A heilsu-
gæslustöð eða i tengslum við hana
skal veita þjónustu eftir þvi sem
viö á svo sem hér segir:
1. Almenn læknisþjónusta, vakt-
þjónusta og ...vitjanir til sjúkl-
inga.”
Hér kemur glöggt fram grein-
ing heilbrigöisþjónustunnar i
„primer” og „secunder” þjón-
ustu, þar sem heilsugæslan ann-
ast þá si'ðarnefndu.
Engum er kunnara en Magnúsi
sjálfum, hve fjarstæð sú fullyrö-
ing er, að sjúklingum sem koma
frá öðrum læknum sé visað til
heilsugæslulækna.
Þá kem ég aö þeirri fullyrðingu
Magnúsar Sigurössonar aö
sjúkrahúslæknar hafikomið hluta
af sinu starfi yfir á heilsugæslu-
lækna.
Ég leyfimér hér meðaö skora á
MagnUs Sigurðsson að nefna eitt
einasta dæmi hér um.
Kemur þessi áburður sannar-
lega úr hörðustu átt, þar sem ég
veit lækna og annað starfslið
SjúkrahUssins á Selfossi hafa ver-
ið ósporlata að leysa hvern þann
vanda, sem Magnús hefur leitað
með til sjúkrahússins og hefur
hann notfært sér þá þjónustu
rikulega.
Þá ræðir Magnús um ráðherra-
bréf um vaktþjónustu á Selfossi,
sem gefið var út þ. 25. júni s.l.,
sem og það afrek þeirra heilsu-
gæslulækna, er þeim tókst að
koma þeirri flugu i munn stjórnar
Læknafélags Islands, að hún að ó-
athuguðu máli mótmælti þessu
bréfi við heilbrigðismálaráö-
herra.
Hér vekur MagnUs upp þann
draug, er sist skyldi.
Nefnt ráðherrabréf er svohljóð-
andi:
„Þar til sjúkrahússtarfsemi á
Selfossi flyst i ný húsakynni, skal
svofelld skipan gilda þar um
vaktþjónustu lækna:
Heilsugæslulæknar sinni al-
mennri vaktþjónustu sbr. lög nr.
57/1978 gr.19.1. Tekur sú vakt-
þjónusta jafnt til slasaðra, sem
annara sjUklinga, án tillits til-bú-
setu e&a slysstaðar sbr. 16. gr. 1 i
sömu lögum.
Til þess að unnt sé aö veita
þessa þjónustu við sem bestaraö-
stæður, láti Sjúkrahúsið á Selfossi
eftirfarandi i té:
1. Hjúkrunarfræðingur á vakt
sinni fyrirspurnum um vakthaf-
andi heilsugæslulækni, tilkynni
lækni um komu slasaðra og/eða
sjúkra, sem læknis leita og gefi
sem gleggstar upplýsingar um
sjúkling, sjúkdóm eöa slys.
2. Vakthafandi heilsugæslu-
læknir skal hafa afnot af aðgerð-
arstofu í kjallara sjúkrahússins,
svo og þeim tækjum, lyfjum og
hjúkrunargögnum, er þarf með til
að sinna sjúklingum.
3. Hjúkrunarfræðingur á vakt
skal veita vaktlækni aðstoð, ef
hann óskar þess.
4. Vakthafandi heilsugæslu-
lækni skulu frjáls afnot af rönt-
genaöstöðu sjúkrahússins eftir
reglum þess.
5. Þarfnist vakthafandi heilsu-
gæslulæknir aðstoðar annars
læknis, eða telji hann þörf inn-
lagnar á sjúkrahúsið, skal vakt-
hafandi sjúkrahúslæknir bregð-
ast við svo sem um inniliggjandi
sjúkling væri að ræða.
Tekið skal fram að heilsugæslu-
læknar annarra umdæma geta að
sjálfsögðu snúið sér beint til
Sjúkrahússins á Selfossi.Efni
bréfs þessa varðar þvi samskipti
heilsugæslulækna og sjúkrahúss-
lækna á Selfossi og þjónustu
þeirra og ber að skoöa tilmæli
þessi sem meginstefnu.
Reglur þessar, sem settar eru
m.a. skv. 1. grein laga um heil-
brigðisþjónustu 57/1978, taki gildi
þegar í stað.”
Ljóst er, að i bréfi þessu, sem
gefið var út af brýnni þörf, eru
engin fyrirmæli um vaktskyldu
heilsugæslulækna umfram þau,
er lög kveða á um. Meginhluti
bréfsins fjallar um þá þjónustu,
sem heilsugæslulæknar hafa notið
frá Sjúkrahúsinu á Selfossi frá
þvi það tók til starfa, án nokkurs
endurgjalds.
Ég mun hliðra mér hjá þvi að
fjalla frekar um bréf stjómar
Læknafélags tslands til ráðherra,
sem hlýtur að teljast slys, sem
vonandi endurtekur sig ekki.
Ég hlýt aö lokum aö harma það,
að heilsugæslulæknir hér á Sel-
fossi, sem ég hefi taliö mig eiga
við hina bestu samvinnu skuli
verða til aö breyta þessu furðu-
lega „Selfossmáli” í læknadeilu.
Þú getur bjargað mannslífi
Biástursaðferðin. Dauðadá er það ástand kallað, þegar menn líta út sem dauðir
væru, en líf leynist þó með þeim. Andardráttur finnst ekki lengur, hörundið er ná-
bleikt og kalt og likaminn allur máttlaus. Þrátt fyrir þessi ytri tákn dauðans geta
frumur líkamans verið lifandi, en skammt er þá milli lífs og dauða. Sú aðferð, sem
talin er liklegust til lífgunar úr dauðadái er blástursaðferðin. Hún er einföld i
fiamkvæmd og auðvelt að læra hana og muna, hana má nota fyrr og þar sem
öðrum lifgunaraðferðum verður ekki við komið og með henni er hægt að miðla
meira súrefni í lungu sjúklingsins á fljótvirkari hátt en ella. Ef mannsheilanum
berst ekkert súrefni i fjórar mínútur samfleytt, getur hann skaddast svo, að ekki
verður um bætt. Markmið blástursaðferðarinnar er að koma i veg fyrir sköddun með
þvi að miðla súrefni tafarlaust. Hefjið þeqar öndunargjöf með blástursaðferð og
beitið henni í öllum tilvikum þegar öndun hefur stöðvast.
Einu hjálpargögn leikmannsins eru hendur hans, munnur og lungu. Krjúpið við
hlið sjúklingsins og leggið hann á bakið. Lærið hin réttu handtök til að opna önd-
unarveginn eins og sýnt er á myndunum. Þegar öndunarvegur hefur verið opnaður
á að gefa fimm fyrstu öndunargjafirnar eins fljótt og hægt er. Síðan með jöfnu
millibili. Þegar fullorðið fólk á í hlut skal blása 12 sinnum á minútu, en við börn
og unglinga nokkuð örar, 18 til 20 sinnum á mínútu. Fylgjast verður ávallt með
brjóstholi sjúklingsins. Það á að lyftast við blásturinn, en hniga við útöndunina.
Haldið öndunargjöf áfram þar til árangur hefur fengist eða náðst hefur til læknis
og hann tekið ákvörðun um hvað gera skuli. Veikur lifsneisti sem tekist hefur að
tendra, getur auðveldlega slokknað,
ef öndunargjöf er hætt of snemma.
Haldið þessari stöðu höfuðsins á meðan lífgunaraðferð
fer fram.
Þegar blástursaðferðinni er beitt við
litil börn á að leggja varirnar þétt
bæði yfir munn þeirra og nef. Blásið
létt og varlega.
Blásið um munn: Styðjið annarri hendi á
enni sjúklingsins, en lyftið með hinni 1
hnakkagrófina. Sveigið höfuðið rækilega
aftur á við þar til mótstöðu verður vart.
Þá er öndunarvegurinn opinn. Opnið vel
munninn, dragið djúpt andann, látið var-
irnar leggjast þétt yfir munn sjúklingsins
og blásið síðan ofan í hann. Látið vang-
ann hvíla vel að nefi sjúklingsins til að
hindra að loftið leiti þar út þegar blásið
er. Loftleka um nef má koma í veg fyrir
með því að taka með þumal- og vísifingri
þeirrar handar, sem á enninu hvílir, um
nasir sjúklingsins og þrýsta saman.
Blásið um nef. Sem fyrr er annarri hendi
stutt á enni sjúklingsins, en tekið með
hinni undir hökuna og henni ýtt upp á við
þannig, að munnur hans lokist vandlega,
svo að loftið leiti ekki þar út. Opnið vel
munninn, dragið djúpt andann og látið
varirnar ná vel yfir nef sjúklingsins þegar
blásið er. Auðveldið útöndun sjúklingsins
með þvi að opna munn hans eða varir.
Lærið og þjálfið skyndihjálp.