Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. mars 1981.
7
l {! 'l ‘l * n i
Tómas Árnason viðskiptaráðherra:
Kraftaverk - miðað
við óðaverðbólgu
Ég vildi fyrst fara nokkrum
orðum um þýðingu iðnaðarins i
okkar þjóðfélagi. í fyrsta lagi er
hlutdeild framleiðslu- og þjón-
ustuðiðnaðar i þjóðarframleiðsl-
unni talin nema 16,4%. 1 öðru lagi
er hlutdeild iðnaðar i heildar at-
vinnu landsmanna svipuð pró-
sentutala. Þó aðeins hægri eða
18%.
Samkvæmt útflutnings-
skýrslum var verðmæti heildar-
útflutnings iðnaðarvara 97.423 m.
g.kr. árið 1980. Ef álið og kisiljárn
er dregið frá nemur útflutn-
ingurinn 35.196 m. g.kr. tJtflutn-
ingur íslenskra iðnaðarvara
hefur aukist verulega á s.l. árum,
þótt útflutningur áls og kisiljárns
sé ekki meðtalinn. Þar má m.a.
geta um verulegar aukningar á
sútuðum skinnum og prjóna-
vörum úr ull. Að undanskildum
útflutningi áls og kisiljárns nam
aukning útflutnings 52,3% árið
1978 og 73,8% árið 1979. A árinu
1980 nam aukningin 80%.
Oliukreppa og
óðaveröbólga
Oliukreppur seinasta áratugs
hafa stórlega torveldað fram-
vindu iðnaðarins. Á 7 árum hefir
tunnan af hráoliu hækkað i verði
úr $ 3 upp i$ 30.1 dag er verðið ca.
35—36 $. Þvi er spáð, að árið 1985
verði tunnan komin upp i $ 80,
jafnvel þótt friður verði kominn á
við Persaflóa. Auðvitað kemur
þetta hastarlega við okkur
íslendinga. 1 iðnaðarlöndumhefir
dregið mjög úr hagvexti borið
saman við t.d. áratuginn á undan
og þetta hefir vissulega haft áhrif
á þróun fslensks iðnaðar. Þá hafa
stuðningsaðgerðir við iðnað
iðnaðarlandanna haft sin áhrif á
vöxt og viðgang iðnaðarins bæði
irmanlands og utan.
Það, sem aðminumati hefur þó
valdið islenskum iðnaði hvað
mestum erfiðleikum á seinustu
árum er hin skefjalausa verð-
bólga, sem herjar islenskt efna-
hagsh'f. Það er engin nýlunda og
ekki frumlegt að ræða skaðsemi
verðbólgunnar á hagkerfið, en
hún dregur úr batnandi kjörum
landsmanna og sýgur merg og
blóð úr atvinnulifinu sjálfu. En
góð visa er ekki of oft kveðin. Ég
áli't, að allir þeir sem láta sig
efnahagsmál varða og kveðja sér
hljáðs eigi að nota hvert einasta
tækifæri sem gefst til að brýna
fyrir alþjóð skaðsemi verðbólg-
unnar á efnahag þjóðarinnar og
andlega velferð hennar.
1 raun og veru má segja að það
sé á vissan hátt kraftaverk hvað
islenskur iðnaður hefir þó vaxið
og dafnað, þrátt fyrir óðaverð-
bólguna. En ég óttast að öllu
lengra timabil óðaverðbólgu
muni valda slikum búsifjum i
islensku efnahagslifi, að það taki
langan tima að bæta það upp.
Staða
íslenskra
efnahagsmála
Þrátt fyrir oliukreppu og þrátt
fyrir óðaverðbólgu er staða
islenska efnahagskerfisins
furðanlega góð, i sumum
greinum. Rikisfjármálin eru i
þokkalegulagi siðan árið 1979, en
þá urðu þau mikilsverðu um-
skipti, að litils háttar greiðsluaf-
gangur varð i viðskiptum rikis-
sjóðs við Seðlabankann i fyrsta
skipti siðan 1972. Þetta hélst árið
1980 og þarf að haldast áfram.
Utanri'kisviðskiptin árið 1980
einkenndust af þvi að vöruút-
flutningur var meiri en innflutn-
ingur. Vöruskiptin við útlönd voru
hagstæð um 108 m. kr. (nær 11
milljarða gamalla króna). Halli
varð hinsvegar verulegur á þjón-
ustuviðskiptum eða 428 m.kr.
Kaflar úr ræðu á ársþingi
Félags ísl. iðnrekenda
18. mars 1981
Heildarhalli á viðskiptajöfnuði
varð því 320 m.kr. (þ.e. 2,4% af
þjóðarframleiðslu) eða allmiklu
betri en búist var við fram eftir
árinu. Það er álitið, að viðskipta-
halli á árinu 1981 verði svipað
hlutfall af þjóðarframleiðslu og á
þessu ári. Þessi niðurstaða bæði
rikisfjármála og viðskipti við út-
lönd er allmiklu betri en hjá
mörgum nágrannalöndum.
Þjóðarframleiðslan á seinasta ári
jókst um 2,5% og var það meiri
vöxtur en búist var við i október-
mánuði s.l.Þetta stafar af mikilli
framleiðslu og hagstæðu verði á
útflutningsvörum okkar, góðum
sjávarafla, þrátt fyrir verndarað-
gerðir á þvi sviði, og vaxandi
útflutningsiðnaði. Hinsvegar er
gert ráð fyrir að þjóðarfram-
leiðslan standi i stað á árinu 1981.
Peningamálin erugildur þáttur
efnahagsmála og mjög þýðingar-
mikið að efla peningalegan
sparnað og skapa jafnvægi milli
framboðs og eftirspurnar láns-
fjár.
A árinu 1980 jukust heildarinn-
lán banka og sparisjóða um
67,4%, en aukning heildarútlána
nam hinsvegar 56,74%. Þetta
þýðir aukningu á ráðstöfunarfé
innlánsstofnana. Einn besti mæli-
kvarðinn á ráðstöfunarfénu eru -
árs meðaltöl innlána auk vaxta
mánuð fyrir mánuð. Sem hlutfall
af þjóðarframleiðslunni hækkaði
þetta meðaltal úr 21.5% árið 1978 i
23.8% árið 1980. Þessar tölur bera
glöggt vitni um marktækan
árangur i peningamálum og er
ekki nema gott eitt um það að
segja.
Fjármunamynduneða það sem
þjóðin setur i' fast var um 27% af
þjóðarframleiðslunni á s.l. ári.
Frá sjónarmiði eftirspurnar i
efnahagskerfinu er þetta helst til
hátt hlutfall, en þess ber þó að
gæta, að orkuframkvæmdir, þ.e.
við hitaveitur, orkuver og raflinu-
lagnir er mjög stór þáttur fjár-
festingarinnar og ákaflega
þýðingarmikið að flýta þessum
framkvæmdum i orkusveltum
heimi. Aætlað er, að fjármuna-
myndun á þessu ári verði 26% af
þjóöa rfra m leiðs lu.
Að lokum vil ég svo bæta þvi
við, að okkur íslendingum hefir
tekist að halda uppi fullri atvinnu
i landinu, en það er meira en
margir aðrir geta stært sig af.
Samkvæmt þvi, sem ég hefi nú
rakið eru rfkisfjármál, viðskipti
við útlönd, þjóðarframleiðsla og
peningamál i þolanlegu lagi á
seinasta ári, sama er að segja
um atvinnustigið. Er þá ekkert að
i okkar hagkerfi eins og sakir
standa?
Veiku
hlekkirnir i
hagkerfinu
Það er vissulega margt að. Þar
vil ég fyrst nefna verðbólguna.
Hún var rúm 60% árið 1979 og
58,5% árið 1980, en meðaltal verð-
bólgu i OECD löndum á sama
tima var 10—12,5%. Verðbólga i
helstu viðskiptalöndum okkar
hefur verið miUi 10 og 15%, nema
V-Þýskalandi þar sem verðbólga
er um 5%, og Sovétrikin, þar sem
verðlag er tiltölulega stöðugt. Ég
verð þvi miður að segja það sem
mina skoðun, að ég hefi litla trú á
verulegri iðnþróun, nema hægt
verði að ná verðbólgunni niður.
Tómas Arnason
Þessvegna er það eitt af stóru
verkefnunum að ná verðbólgunni
niður til þess að treysta atvinnu-
lifið, til þess að skapa eðlilegan og
varanlegan grundvöll fyrir iðn-
þróun i landinu.
Núverandi rikisstjórn hefir i
stjórnarsamningisamiðum að ná
verðbólgunni niður i eðlilegt horf
á árinu 1982.
Áþessu árier stefnt i 40% verð-
bólgu. Það eru svo mörg von-
brigði í þessari erfiðu viðureign
við verðbólguna aðbester að fara
varlega i spádóma fyrir yfir-
standandi ár.
Með efnahagsaðgerðunum um
s.l. áramót hefur þó verið stigið
skref, sem ætti að geta leitt til
lækkandi verðbólgu. Það er hins
vegar min skoðun að þetta skref,
að visu ákaflega mikilvægt, komi
ekki að fullum notum, nema þvi
sé fylgt eftir með frekari að-
gerðum.
Þetta verðbólguástand veldur
miklum erfiðleikum og þótt okkur
hafi tekist sæmilega á ýmsum
sviðum efnahagsmála eru blikur
á lofti á öðrum sviðum.
Ég vil fyrst vikja að afkomu
fyrirtækja, en fyrirtæki lands-
manna skapa undirstöðu efna-
hags og tekna. Almennt vildi ég
láta þá skoðun i ljósi að það er
alltof útbreiddur misskilningur
hér á landi að það sé i lagi að
svelta atvinnufyrirtækin.
Atvinnulifið almennt skapar
raunverulega þjóðarauðinn.
Sterk atvinnufyrirtæki rekin á
heilbrigðum grundvelli eru undir-
staðan. Þau skapa grundvöll fyrir
almennri velmegun landsmanna.
Atvinnurekendur og starfs-
fólkið eiga að vera samsti'ga.
Þeirra hagsmunir fara raunveru-
lega saman, þar sem eðlileg
afkoma fyrirtækja skapar skil-
yrði fyrir góðum launum. Það
þarf að efla gagnkvæman skiln-
ing atvinnuveitenda og starfs-
fólks. Of margir telja það i lagi að
athuga ekki sinn gang. að fýrir-
tæki og þjóðin lifir um efni fram.
Það gengur ekki að neyta meira
en þess sem er framleitt. Afkoma
þjóðarinnar er því háð getu
iðnaðarins og annarra atvinnu-
vega til þess að skapa verðmæti.
Til þess að framleiða mikið á sem
. hagkvæmastan hátt.
Eitt fyrsta skilyrði til þess að
efla iðnaðinn er þvi að lækka
verðbólguna. Ég undirstrika að
slikter ekkert siður i þágu launa-
fólks i baráttu þess fyrir bættum
kjörum.
Þá er mikils um vert að
iðnaðinum sévelstjórnað og eðli-
legur vinnuagi riki meðal starfs-
manna. Riður þar á mestu að
koma á samvinnu þessara aðila.
Ég held að það verði að viður-
kenna, að á vegum þess opinbera
skortir einnig aga og nægilega
mikið aðhald og heildarstjórn.
Þaðer einn af veiku hlekkjunum i
hagkerfinu.
Þrýstihópar fylgja lýðræðinu,
en þeir mega ekki kaffæra skyn-
samlega stjórn á málum lands og
þjóðar. Og það er raunar okkar
stjórnmálamannanna að standa
slikt af sér þótt það sé oft erfitt,
þvi þrýstihóparnir eru alls staðar
og i' öllum málum, nema
nauðsynjamálunum, sem kveða á
um aukið aðhald, og um það að
menn slaki á itrustu kröfum. Þá
vilji þrýstihóparnir að stigið sé á
bremsurnar. Þrýstihóparnir eru
þó alls ekki alltaf af þvi illa, en
það þarf oft að hafa vit fyrir
þeim.
Afkoma
iðnaðarins
Næst vildi ég vikja nokkuð að
afkomu iðnaðarins. Að sjálfsögðu
er erfitt að fóta sig til fulls á þess-
um þætti mála þar sem afkoma
hinna einstöku greina og fyrir-
tækja er svo ákaflega misjöfn.
Iðnaðinum má i aðalatriðum
skipta i þrjá flokka. 1 fýrsta lagi
er framleiðsla fyrir innlendan
markað. 1 öðru lagi útflutnings-
iðnað og i þriðja lagi viðgerðir og
þjónustu.
Ekki liggja fyrir tölur um
afkomu iðnaðarins i heild á s.l.
ári, en búist er við, að hún hafi
verið svipuð og á árinu 1979.
Samkvæmt þvi er áætlað að
hreinn hagnaður i hlutfalli við
tekjur verði um 1,6% en vergur
hagnaður um 3,6%.
Sé litið á hinar einstöku greinar
er búist við að iðnaður sem fram-
leiðir fyrir innlendan markað,
skili hreinum hagnaði um 1,5%.
Verðlagningu þessa iðnaðar hefur
verið hagað á eftirfarandi hátt.
Fyrst er að nefna vörur, sem að
mestu leyti hafa búið við frjálsa
verðmyndun. Sem dæmi um þær
vörur má nefna fatnað og hús-
gögn. 1 annan stað eru vörur sem
búið hafa við all frjálslega verð-
lagningu, en hafa þó formlega,
þurft að sækja um heimild til.
verðhækkana á grundvelli 5—15%
reglunnar. Dæmi um þessar
vörur eru hreinlætisvörur, efna-
gerðarvörur, sælgæti, málning,
plastvörur o.fl. 1 þriðja lagi eru
svo vörur sem eru bundnar há-
marksverði, svo sem brauð,
smjörliki, gosdrykkir, kaffi,
unnar kjötvörur o.fl. Almennt
þarf þessi flokkur iðnaðar ekki að
kvarta undan ósanngjarnri af-
stöðu verðlagsyfirvalda, enda býr
hann við all góða afkomu. Helsta
umkvörtunarefni samtaka
iðnaðarins vegna þessa vöru-
flokks er að hann, sérstaklega á
timum verðstöðvana, situr ekki
við sama borð og innfluttar
iðnaðarvörur, þar sem þær þurfa
ekki á sama hátt og innlendar
iðnaðarvörur að sækja formlega
um heimildir til verðhækkana.
Verðlagsyfirvöld hafaengin af-
skipti af útflutningsiðnaðinum, en
búist er við að hann hafi verið
rekinn með halla á s.l. ári u.þ.b.
1,7%.
Þriðji flokkurinn, viðgerðir og
þjónusta, virðist hafa komist best
út úr árinu, en spáð er að
hagnaðarhlutfallið hafi á s.l. ári
numið um 2,9%.
Hin mikla verðbólga hefur haft
svipuð áhrif á iðnaðinn og aðrar
atvinnugreinar og þá liklega
komiðharðar niður á honum, þar
sem efnahagsaðgerðir miða
meira við t.d. sjávarútveginn og
iðnaðurinn verður þá að sitja t.d.
að þeirri gengisskráningu, sem er
talin vera nægileg til þess að hægt
sé að reka sjávarútveginn með
eðlilegum hætti.
Iðnaðurinn og
friverslun
Við Islendingar höfum verið
aðilar að alþjóðasamningum um
haftalaus og tollfrjáls viðskipti i
rúman áratug. Tilgangurinn með
aðild að EFTA og samningi við
EBE er að styrkja stöðu út-
flutningsatvinnuveganna og að
skapa grundvöll fyrir heilbrigðri
þróun iðnaðar. Tollfriðindin, sem
islenskur útflutningur er aðnjót-
andi i Efnahagsbandalaginu og
EFTA-löndum er mjög mikils
virði. Miðað við útflutning á árinu
1980 er áætlað að tollfriðindin hafi
numið hvorki meira né minna en
12,6 milljörðum gamalla króna.
Skiptist þetta þannig niður að um
8,3 milljarðar eru vegna útflutn-
ings á sjávarafurðum, en 4,3
milljarðar g.kr. vegna útflutnings
á iðnaðarvörurm. Hins vegar
skipta tollfriðindin i EFTA—
löndum mun minna máli, þar sem
viðskiptin við EFTA-löndin eru
miklu minni en viðskiptin við
Efnahagsbandalagið og litið er
flutt þangað af sjávarafurðum,
sem njóta tollfrelsis. Aætlað er,
að tollfriðindin vegna útflutnings
á siðasta ári til EFTA-landa hafi
numið um 2,6 milljörðum g.kr.
Langmest munar um tollfrelsi á
áli i Sviss eða rúmlega 2 millj-
örðum g.kr.
Opinberir
styrkir
til iðnaðar
1 umræðum um vandamál
iðnaðarins er oft minnst á að
styrkveitingar til iðnaðar sam-
rýmist ekki reglum friverslunar.
t EFTA-samningnum eru itarleg
ákvæði um rikisstyrki og segir
þar m.a., að ekki megi greiða
slika styrki til útflytjenda. Enn-
fremur segir þar, að ekki megi
beita nokkurri annarri aðstoð
sem hefur það að meginmarkmiði
að spilla þeim hagsbotum, sem
vænta megi af friverslun milli
aðildarrikjanna. Innan EFTA eru
opinberar styrktaraðgerðir til
iðnaðar metnar með hliðsjón af
þessu ákvæði. Það getur þvi' oft
verið erfitt að sýna fram á, að
einstakir styrkir brjóti beint I
bága við EFTA-samninginn, enda
hafa aðildarrikin oftast reynt að
koma þessum styrkjum svo fyrir,
að svo sé ekki.
Á undanförnum árum hafa
rikisstyrkir til iðnaðar og ann-
arra atvinnugreina færst mjög i
vöxt með auknu atvinnuleysi og
samdrætti áýmsum sviðum efna-
hagslifsins. Hafa þeir i för með
sér hömlur i alþjóðaviðskiptum,
sem geta engu siöur veriö skað-
legar heldur en tollar og inn-
flutningshöft. Þetta mál er þvi
mjög til umræðu á vegum al-
þjóðasamtaka og sérstaklega þá
innan EFTA og Efnahagsbanda-
lagsins. Um þessar mundir er
viðskiptanefnd EFTA að vinna að
þvi að endurskoða og fára yfir
þær styrktaraðgerðir, sem beitt
er i aðildarrfkjunum, en þau hafa
öll gripið til þessara ráða að ein-
hverju leyti en þó i mismunandi
mæli. Þessi endurskoðun er vel á
veg komin en ekki er ennþá
Framhald á bls. 19.