Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 21. mars 1981. Utgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfuil- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaöa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tim- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300., Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Málefni ríkisútvarpsins Umræðurnar um fjárhagsvanda rikisútvarpsins og óhjákvæmilegar sparnaðarráðstafanir þar hafa vakið mikla athygli i landinu, svo sem vonlegt er. Rikisútvarpið er ekki aðeins mikilvirkasti og lang- áhrifamesti f jölmiðill landsins,heldur gegnir það og mikilvægu öryggis- og tilkynningahlutverki og er einhver áhrifamesta menningarstofnun þjóðarinn- ar. Þegar rætt er um hlutverk og skyldur rikisút- varpsins, — og þar með um fjárþarfir þess —, verð- ur að hafa þetta vel i huga: að það er ekki aðeins fjölmiðill, heldur mikilvægur liður i almannavörn- um annars vegar og hins vegar menningarstofnun, sem getur ráðið miklu um framvinduna i islenskum menningarmálum og gengi islenskrar þjóðmenn- ingar. Allir munu skilja það, að ekki hefur það verið hin- um kjörnu fulltrúum i útvarpsráði eða starfsmönn- um útvarpsins neitt fagnaðarefni að standa að á- lyktun um nauðsynlegan samdrátt og niðurskurð i starfseminni. Hins vegar kom það ljóslega fram, að útvarpsráð skiptist ekki i atkvæðagreiðslu um nið- urskurðinn i pólitiska hluta fyrst og fremst. Ráðið skiptist i ábyrgan hluta sem vildi taka á málunum og óábyrgan hluta sem hugðist þvo hendur sinar af allri ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem öllum var þó ljóst að ekki var komist hjá. Það má deila endalaust og án uppstyttu um efni rikisútvarpsins. Það sem einum finnst gott þykir öðrum miður, og við þvi er ekkert að segja. Einn vill i niðurskurði beita hnifnum á svokallað létt af- þreyingarefni, en annar minnka dagskrárgerð menningarefnis i stærri sniðum. Staðan var hins vegar orðin sú að eitthvað varð að gera án tafar. Sá kostur að hækka áfram afnotagjöldin og halda siðan uppi óskertri starfsemi hefur auðvitað fyrst komið til álita. Ekki er að efa að það hefur einnig komið til álita að hækka auglýsingataxta útvarps- ins, einkum sjónvarpsins, en margir hafa haldið þvi fram að rikisútvarpið seldi auglýsingatima á of lágu verði, t.d. miðað við dagblöðin, þegar tillit er tekið til þess hversu yfirgnæfandi þessi fjölmiðill er. Vafalaust hefur sá kostur, að draga saman, ekki komið til mála fyrr en mönnum hafi verið orðið ljóst að þessar fyrrnefndu leiðir væru ófærar að sinni. Og þá spyrja menn sem svo, hvort það sé þá óeðlilegt að þessi mikla stofnun verði að taka sér tak á sama hátt og beinlinis er ætlast til áf öllum op- inberum aðilum i þeirri baráttu sem nú er háð við verðbólguna. Það er beinlinis ráð fyrir þvi gert i fjármálastefnu rikisstjórnarinnar, að opinberar stofnanir beiti ýtrasta sparnaði og aðhaldi og að um beinan samdrátt verði að ræða að nokkru marki, i pvi skyni að slá eitthvað á spennuna i efnahagslif- rnu. Menn verða að gera sér ljóst, að rikisrekstur er orðinn svo umsvifamikill i samfélaginu að enginn árangur næst i baráttunni við verðbólguna ef opin- berar stofnanir eru ekki látnar rifa seglin. Og menn verða að muna það, að fólk lætur ekki segja sér að herða að, ef það sér áberandi opinberar stofnanir halda áfram á fullu eins og ekkert hafi i skorist. Að þessu leyti ætti niðurskurður rikisútvarpsins að verða öðrum rikisstofnunum til eftirbreytni. JS Þórarínn Þórarinsson: Erlent yfirlií Stefna Tengs hefur orsakað upplausn Vandamáiin aukast hjá Kinverjum ÞAÐ MUN ofsagt að segja, að iðn- og tæknivæðingin, sem Teng Hsio-ping hugðist láta bæta Kinverjum tjónið af menn- ingarbyltingunni, sé farin út um þúfur. Hitt mun ekki ofsagt, að ár- angurinn hefur enn orðið litill og að óvist er um framhaldið. 1 kinverskum fjölmiðlum eru það ekki ótiðar fréttir, að stór- lega hafi verið dregið úr ýmsum fjárfestingaráætlunum eða þeim frestað um ótiltekinn tima. Þetta gildir ekki sizt um verk- smiðjur og stórframkvæmdir, sem búið var að semja um við erlenda aðila að þeir tækju þátt I, ýmist með lánsfjárútvegun eða tæknilegri aðstoð. Sagt er, að mikil vonbrigði riki nú meðal japanskra iðju- hölda og kaupsýslumanna, sem höfðu gert sér miklar vonir um stóraukna verzlun við Kinverja. Erlendum fréttaskýrendum, sem hafa heimsótt Kinaaðund- anförnu, kemur saman um, að meöal almennings færist i vöxt vantraust á stjórnkerfið og póli- tiskt áhugaleysi. Kommúnism- innerbúinn aðmissa ljóma sinn eins og i öðrum rikjum komm- únista. í stað trúarhitans, sem einkenndi svo marga áður, er komið kæruleysi og vantrú. Úr mörgum héruðum Kina berast fréttir um verkföll og verkalýðssamtök i pólskum stil. Erfitt er þó að fylgjast nægilega með þessu fyrir erlenda blaða- menn, þar sem fæstir eiga þess kost að fara frjálsir ferða sinna um öll héruð Kina og frásagnir af umræddum atburðum eru ekkialgengar i kinverskum fjöl- miðlum. EN ÞAÐ er ekki aðeins iðn- og tæknivæðingin, sem stendur höllum fæti hjá Teng. Fyrirheit þau, sem hann gaf um aukið frjálsræði, voru efnd litillega i fyrstu, m.a. var mönnum leyft að hengja upp veggspjöld á vissum stöðum og láta skoðanir sinar i ljós á þann hátt. Þetta má heita úr sögunni. Veggspjöld, þar sem stjórnar- völd eru gagnrýnd, sjást yfir- leitt ekki lengur. Skoðanafrelsi er nú sizt meira en i tið menn- ingarbyltingarinnar, a.m.k. reyna stjórnarvöldin sizt minna til að þrengja að þvi en þá. Almenningurhefurhins vegar fundið ýmsar leiðir til að snið- ganga boð og bönn og aðhald stjórnvalda. Þetta birtist m.a. á þannhátt,aðhvers konar smygl hefur hriðaukizt og svartur markaður þrifst viða og þykir orðin blómleg atvinnugrein. Kinverjar hafa löngum þótt manna ráðabeztir, þegar um slika verslunarhætti hefur verið að ræða, enda er Hong Kong mesta miðstöð, sem hingað tií hefur þekkzt á sviði umræddra viðskipta. Tenghefur enn ekki tekiztað losna alveg við Hua. Eftir að kommúnistar komust til valda i Kina, reyndu þeir að hindra þessa starfsemi. Þeim varð vel ágengt i fyrstuog var oft bent á það sem sönnun þess, að nýir og betri stjórnarhættir hefðu haldið innreið sina i Kina. Þetta hefur breytzt siðan Mao féll frá og þó einkum eftir að Teng kom til sögunnar og losaði um ýmis þau höft, sem Mao hafði innleitt. ÞAÐ virðist ótvirætt, að til- raunTengs til að draga úr dýrk- uninni á Mao og Maoismanum, hefur orðið til að koma á meira losi og ringulreið en hann og aðrir sáu fyrir. Mörgum fannst það lofsvert að dregið yrði úr dýrkuninni á Mao og þá ekki sizt Vestur- landabúum. Þess var ekki gætt, hvilik upplausn getur fylgt þvi, þegar guði er steypt af stalli og annar kemur ekki i staðinn. Teng virðist farinn að sjá, að hann hefur gengið of langt i þessum efnum og þvi er farið að hefja Maoog kenningar hans til vegs á ný. Þetta er áberandi i kinverskum fjölmiðlum eftir að réttarhöldunum yfir þorpurun- um fjórum lauk. Það þykir einnig vitna um eins konar afturhvarf til Mao- ismans, að Hua hefur enn ekki verið endanlega sviptur for- mannstigninni. Sá orðrómur hefur jafnvel komizt á kreik, að Hua eigi eftir að koma viðsöguá ný • Sumir fréttaskýrendur er- lendir, sem nýlega hafa heim- sótt Kina, telja að ýmsir eldri. leiðtogar kommúnista hafi grip- ið í taumana og stöðvað ýmsar fyrirætlanir Tengs. Þeir hafi verið hræddir um, að þær gætu skapað eins konar pólskt ástand i Kina og veikt áhrif Kommún- istaflokksins. Ljóst er af þessu, að leiðtogar Kinverja hafa við mörg erfið vandamál að glima um þessar mundir, efnahagsleg og félags- leg. Kommúnisminn hefur ekki reynzt sú meinabót, sem marga dreymdi um. Teng hefur gefið i skyn, að mesta vandamálið af öllu sé þó atvinnuleysið. Talið er, að nú séumilli 20-30 milljónir atvinnu- leysingja i Kina og að þeim muni fjölga stórlega i náinni framtið. Sumarheimildir telja, að eftir 1981 muni bætast árlega um 23 milljónir manna á vinnumark- aðinn, en hann muni ekki geta tekið á móti, nema þremur mill- jónum á ári. Þaðleiðir af hinni miklu mann- fjölgun, að matvælaskortur kemur fljótt til sögu, ef eitthvað ber út af, t.d. ef brestur verður á uppskeru. Kinversk stjórnar- völd viðurkenna að viða sé mat- vælaskortur i Kina og hafa leit- að eftir erlendri aðstoð i þvi sambandi. Þetta er ein af ástæðunum til þess, að stjórnarvöld hafa orðið að draga úr iðnvæðingunni og láta matvælaöflunina ganga fyrir. En þó á móti blási i Kina nú, er það efalaust, að Kinverjar eiga eftir að rétta úr kútnum. Það getur hins vegar tekið lengri tima en Kúizt var við um skeið. En slikur er dugnaður og hæfileikar Kinverja, að Kina á tvimælalaust eftir að verða eitt af risaveldunum. Teng er vel ern, þótt hann sé orðinn 78 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.