Fréttablaðið - 25.09.2007, Page 2
Stefán, er þetta dropi í hafið?
Öryggismál á
norðurheimskautinu og þar um
kring verða efst á baugi á
tveggja daga ráðstefnu sem
hefst í Tromsö í Noregi í dag.
Fulltrúar frá Íslandi, Danmörku,
Bandaríkjunum, Rússlandi,
Kanada og Noregi sækja
ráðstefnuna sem yfirmaður
norska hersins boðaði til í byrjun
sumars.
Málaflokkar sem ræddir verða
á ráðstefnunni eru öryggi í
orkumálum, öryggi og lögsaga,
siglinga- og flutningaleiðir um
norðurheimskautið og fiskveiði-
eftirlit.
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra er einn af fulltrúum
Íslands.
Öryggi á norð-
urslóðum rætt
„Allt í einu finn ég
bara svakalegt högg sem ríður
yfir bílinn hægra megin,“ segir
Albert Símonarson, sem ók á
grjóthnullung sem hrundi af
óvörðum bílpalli á Reykjanes-
braut síðdegis í gær.
„Hnullungurinn var nánast
eins og fótbolti að stærð,“ segir
Albert. „Ég tók strax eftir að bíll-
inn fer að haga sér asnalega og sé
að það er sprungið. Ég er ekki
búinn að heyra frá Tjónaskoðun-
inni en ég veit að bæði dekkin eru
sprungin og báðar felgurnar
dældaðar hægra megin. Bíllinn
er alveg óökuhæfur eftir þetta.“
Albert tilkynnti lögreglu um
málið og höfðu þá þegar borist
nokkrar tilkynningar um grjót-
hrun af bílnum og var hans
leitað.
Þá voru nokkrir ökumenn
kærðir fyrir sama athæfi í
umdæmi lögreglunnar á Selfossi
í gær, en tilkynningum hafði
rignt þar inn frá fólki sem kvart-
aði yfir því að sandur fyki á bíla
þeirra af malarflutningabílum.
Varðstjóri lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu segir að alltaf
sé eitthvað um að menn passi
ekki nægilega vel upp á farm á
flutningabílum með þeim afleið-
ingum að það hrynur af þeim.
Það varðar við lög. „Maður sér
aldrei þessar yfirbreiður,“ segir
Albert. „Ég veit ekki einu hvort
þetta er til í alvörunni eða hvort
þetta eru bara sögusagnir.“
Grjóthnullungur eyðilagði bíl
Ökumaður sportbíls
af gerðinni Chevrolet Corvette
brenndist í andliti og á hendi
þegar logar gusu framan í hann
þegar hann lyfti vélarhlífinni á bíl
sínum í fyrrakvöld.
Maðurinn, sem er á fimmtugs-
aldri, varð var við reyk frá bílnum
þar sem hann ók í Eyjafirði við
afleggjarann að Kristnesi skammt
frá Akureyri, að sögn lögreglu.
Hann stöðvaði bílinn og leit undir
vélarhlífina, en þá gaus upp eldur
á móti honum.
Ökumaðurinn var fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
þar sem gert var að sárum hans.
Bíllinn er gjörónýtur, enda mikið
af plastefnum í yfirbyggingu hans.
Ökumaður fékk
logana í andlitið
Hæstiréttur staðfesti
í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35
ára, og Einar Jökull Einarsson, 27
ára, sem grunaðir eru um að skipu-
leggja innflutning á rúmlega 60
kílóum af amfetamíni, skyldu vera
í gæsluvarðhaldi til 18. október.
Héraðsdómur hafði áður úrskurðað
mennina í gæsluvarðhald en Bjarni
og Einar Jökull kærðu niðurstöð-
una til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir
neitað sök í málinu.
Líklegt er að þeir verði í haldi
þar til dómur fellur í máli þeirra en
það hefur til þessa tíðkast í
umfangsmiklum fíkniefnamálum.
Eins og greint hefur verið frá í
fréttum voru þeir tveir, ásamt átta
öðrum, handteknir eftir að upp
komst um smygltilraun á Fáskrúðs-
firði á fimmtudag en fíkniefnunum
var siglt hingað með skútu sem
hafði verið tekin á leigu.
Alvar Óskarsson og Guðbjarni
Traustason, sem handteknir voru
um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði,
kærðu ekki gæsluvarðhaldsúr-
skurð héraðsdóms og verða því
einnig í haldi til 18. október. Manni
um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri
Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðs-
firði, verður sleppt úr haldi á föstu-
dag að óbreyttu. Þáttur hans er tal-
inn veigalítill.
Íslensku pari, sem handtekið var
í Kaupmannahöfn sama dag og
málið kom upp, var sleppt daginn
eftir. Það er ekki talið hafa tengst
smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslend-
ingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló
af amfetamíni fundust í fórum hans
þegar hann var handtekinn á
fimmtudag. Dana, sem var hand-
tekinn með honum, hefur verið
sleppt.
Loga Frey Einarssyni, bróður
Einars Jökuls, hefur einnig verið
sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en
lögreglan grunaði hann um aðild að
smyglinu og var hann handtekinn á
heimili sínu í Stavanger þess vegna.
Fréttavefurinn Vísir greindi frá því
í gær að Logi Freyr hefði sýnt
norskum lögreglumönnum skútuna
Lucky Day en hún var við bryggj-
una á Fáskrúðsfirði frá því í sept-
ember 2005 til vors 2006. Grunur
lék á því að hún hefði verið notuð til
smygls og var meðal annars leitað í
skútunni með fíkniefnahundi. Logi
Freyr hefur neitað allri aðild að
málinu.
Eins og greint var frá í Frétta-
blaðinu í gær er Bjarni Hrafnkels-
son grunaður um að skipuleggja og
fjármagna smyglið, auk þess að
pakka efnunum erlendis. Þetta
kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu
sem Fréttablaðið hefur undir
höndum.
Yfirheyrslur vegna málsins hafa
staðið yfir undanfarna daga og
verður þeim framhaldið í dag. Lög-
reglumenn í fíkniefnadeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu hafa
unnið að málinu erlendis. Þeir
munu gera það áfram enda rann-
sókn málsins enn á frumstigi, sam-
kvæmt upplýsingum frá Stefáni
Eiríkssyni lögreglustjóra.
Bjarni og Einar
Jökull áfram í haldi
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms þess efnis að
Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18.
október. Þeir eru grunaðir um að skipuleggja smygl á 60 kílóum af amfetamíni.
Á Íslandi hefur
lengi verið talið alveg nóg að vera
með börn á brjósti í eitt ár en
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
mælir með brjóstagjöf til tveggja
ára aldurs og það gera íslenskar
ljósmæður líka, að sögn Katrínar
Eddu Magnúsdóttur, ljósmóður og
brjóstagjafarráðgjafa á kvenna-
deild Landspítalans. „Það er
geysilega erfitt að eiga við
fordóma annarra gagnvart konum
sem kjósa að halda áfram að ala
börn sín á brjósti eftir eins árs
aldurinn, en mikilvægt að styðja
þær andlega og félagslega,“ segir
hún.
Tvö ár lágmark
Atli Gíslason alþingis-
maður hefur ásamt sjö veiðifélög-
um sínum verið útlokaður frá því
að kaupa
veiðileyfi hjá
Stangaveiðifé-
lagi Reykjavíkur
næstu þrjú ár.
Eftirlitsmaður
stóð hópinn að
því að veiða með
maðki í Hítará
nú í september
þegar þar er
aðeins leyfð
fluguveiði. Atli
hefur sagt að
hann hafi ekki vitað um maðka-
veiði félaga sinna. Stjórn stanga-
veiðifélagsins er á annarri
skoðun: „Það er niðurstaða
stjórnar SVFR að allir veiðimenn-
irnir séu brotlegir, þar sem þeir
fjórir sem voru þó á bakkanum
vissu af athæfi hinna og eru
þannig meðsekir í þessum
verknaði.“
Þingmaðurinn
vissi um maðka
Karl Magnús Grönvold, 29 ára Íslendingur
sem handtekinn var fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu í
júní, var dæmdur í fangelsi ytra í þrjú ár og ellefu
mánuði 18. september síðastliðinn.
Karl var handtekinn við komuna til Brasilíu 6. júní
og fannst á honum kókaín. Fyrstu fregnir frá
þarlendum yfirvöldum hermdu að hann hefði haft
sex kíló af kókaíni í fórum sínum, en kílóin munu
hins vegar einungis hafa verið um tvö og hálft.
Karl Magnús dvelur í útlendingafangelsi um 300
kílómetra frá Sao Paulo. Þar getur hann unnið og
stytt með því fangavistina um einn dag fyrir hverja
þrjá vinnudaga.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sagðist Karl
hafa átt frumkvæðið að smyglinu og ekki eiga sér
neina vitorðsmenn. Í Brasilíu eiga þeir sem verða
uppvísir að því að tengjast skipulagðri glæpastarf-
semi þunga refsingu yfir höfði sér.
Tveir aðrir Íslendingar eru í Brasilíu vegna
fíkniefnasmygls. Hlynur Smári Sigurðarson hlaut í
fyrra þriggja ára fangelsisdóm fyrir smygl á
tveimur kílóum af barnapúðri sem hann hélt vera
kókaín. Hann er þó á leið til Íslands í október. Þá
hlaut Ingólfur Rúnar Sigurz sex og hálfs árs dóm í
apríl fyrir að smygla til landsins rúmlega tólf
kílóum af hassi.
Tveir karlmenn hafa
verið dæmdir í Héraðsdómi
Austurlands fyrir harkalega
líkamsárás.
Mennirnir tveir veittust að
hinum þriðja á sjómannadansleik á
Höfn, slógu hann báðir hnefahögg í
höfuðið, hentu honum í gólfið og
veittust að honum þar. Fórnar-
lambið hlaut verulega áverka í
andliti. Annar árásarmannanna var
dæmdur í 45 daga skilorðsbundið
fangelsi en hinn í fjögurra mánaða
skilorðsbundið fangelsi. Þeir voru
dæmdir til greiðslu sakarkostnað-
ar og til að greiða fórnarlambinu
200 þúsund krónur í skaðabætur.
Réðust á mann
og misþyrmdu