Fréttablaðið - 25.09.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 25.09.2007, Síða 4
Í öllum stærstu sveitarfé- lögunum utan höfuðborgarsvæð- isins bíður fólk þess að komast í félagslegt húsnæði. Með hækkandi íbúðar- og leigu- verði hefur ásókn í félagslegt hús- næði víða aukist. Nokkur sveitarfélög stefna þó á að fækka félagsíbúðum sínum. Í Vestmannaeyjum eru til dæmis áform um að selja helming þeirra. Í Ísafjarðarbæ eru alls engar félagslegar íbúðir. Fasteignafélag í eigu bæjarins rekur þær íbúðir sem áður flokkuðust undir félags- húsnæði og leigir þær út á almenn- um markaði. Einungis tveir njóta sérstakra húsaleigubóta á Ísafirði og félags- málastjóri þar telur að fólk í bænum geri sér ef til vill ekki grein fyrir réttindum sínum. Fleiri þurfi líklega aðstoð en sæki um hana. Einn umsækjandi bíður sérstakra bóta hjá bænum. Á Akureyri eru 89 á biðlista og er það minna en í meðalári. Bær- inn bætti sex nýjum íbúðum í félagslega kerfið árið 2006. Þar getur biðtími verið eitt til tvö ár. Hlutfallslega kemur Akureyri næst Reykjavík ef litið er til fram- boðs á félagslegum íbúðum. Þar eru 15,15 íbúðir á hverja þúsund íbúa, en hlutfallið er hæst í Reykjavík, 16,14. Í Árborg bíða 22 þess að komast í félagshúsnæði, en af þeim fá fimm sérstakar húsaleigubætur. Akranesbær á átján félagsíbúð- ir og er með tólf til viðbótar á leigu. Þær eru framleigðar til fólks sem ekki getur leigt á almennum markaði. Ekki stendur til að kaupa fleiri íbúðir í bráð á Akranesi. Fjarðabyggð á 53 íbúðir og verð- ur þeim fækkað í 45 á næsta ári. Byggðin átti áður allan leigumark- að sveitarfélagsins og rak 90 íbúð- ir en sú starfsemi er nú í auknum mæli í höndum leigufyrirtækja. Á biðlista eru 18 og bjóðast þeim sérstakar húsaleigubætur, sem annars staðar. Tíu félagsíbúðir eru á Fljótsdalshéraði og sá sem lengst hefur beðið íbúðar þar sótti um fyrir fimm mánuðum. Í Vestmannaeyjum lengist bið- tími umsækjenda í ljósi þrengri og dýrari húsnæðismarkaðar. Þar bíða þó einungis þrír. Vestmannaeyjabær átti áður rúmlega 120 íbúðir, en hefur fækk- að þeim og gerir ráð fyrir að eiga um fimmtán íbúðir í framtíðinni. Biðlistar um allt land eftir félagslegu íbúðarhúsnæði Í átta stærstu sveitarfélögum landsins utan höfuðborgarsvæðisins bíða fjölskyldur eftir að komast í félags- legar íbúðir. Margt bendir til að eftirspurn aukist í góðæri vegna dýrari leigu. Sveitarfélög fækka þó íbúð- unum frekar en hitt, Vestmannaeyjabær stefnir til dæmis að því að reka fimmtán íbúðir en átti 120 áður. www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 3 89 96 0 9. 20 07 Acidophilus Bifidus + FOS Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna. Champignon DETOX + FOS og Spirulina Hreinsaðu líkamann – eyðir óæskilegri lykt. Milk Thistle DETOX Hreinsaðu líkamann að innan. Psyllium Husk Fibre Rúmmálsaukandi, gott fyrir meltinguna. 30% afsláttur af Vega vítamínum George W. Bush Bandaríkjaforseti segir það skýr- an vitnisburð um frjálsræði og mikilfengleika Bandaríkjanna að Mahmoud Ahmadinejad Íransfor- seti hafi fengið tækifæri til að tjá sig í Kólumbíuháskóla í New York. „Ég meina, maðurinn er leiðtogi ríkis sem styður hryðjuverk,“ sagði Bush. „Við höfum nægilegt sjálfsöryggi til þess að leyfa honum að koma og lýsa skoðunum sínum. Við skulum bara vona að hann segi sannleikann.“ Ahmadinejad kom til Bandaríkj- anna á sunnudaginn og mun í dag flytja ræðu á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Í gær hélt hann ræðu í Kólumbíuháskóla í New York og sat þar jafnframt fyrir svörum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Ahmadinejad að Íranar ætl- uðu sér alls ekki að ráðast á Ísrael né nokkurt annað land. „Íranar munu ekki ráðast á nokk- urt land,“ sagði Ahmadinejad í viðtali við AP-fréttastofuna. Hann segir að Íran hefði ávallt haft varnarstefnu, ekki árásarstefnu og hefði „aldrei reynt að stækka land- svæði sitt“. Hann sagðist ekki heldur trúa því að Bandaríkin væri að búa sig undir stríð við Íran. „Ég held að slíkt tal spretti fyrst og fremst af reiði. Í öðru lagi þjónar það kosn- ingatilgangi heima fyrir í þessu landi. Í þriðja lagi breiðir það yfir mistökin í Írak.“ Sýnir styrk Bandaríkjanna Eldur varð laus í húsnæði fyrirtækisins Rafhitunar í Kaplahrauni í Hafnarfirði um klukkan 2.30 í fyrrinótt. Að sögn slökkviliðs var tilkynnt um reyk undan þakskeggi. Húsið var mannlaust þegar að var komið, en reykkafarar fjarlægðu tvo gaskúta áður en slökkvistarf hófst. Eldurinn logaði í millilofti á skrifstofu, og gekk vel að ráða niðurlögum hans. Að sögn varð- stjóra hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins hefði getað farið mun verr hefði eldurinn borist út undir bert loft, enda mikið hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Logaði í milli- lofti á skrifstofu Allri skreiðarverk- un fyrirtækisins Samherja á Hjalteyri hefur verið hætt. Að sögn Gests Geirssonar, fram- kvæmdastjóra landvinnslu Samherja hf, er þetta fyrsta skrefið til að bregðast við minnk- andi veiðiheimildum í þorski en ljóst sé að minna verði af fiski til að vinna á næsta ári. Niðurskurð- inum verði mætt með hagræðingu, nýsköpun og öflugu markaðsstarfi. Ellefu manns hafa unnið við skreiðarverkunina á Hjalteyri og mun öllum bjóðast vinna í öðrum deildum fyrirtækisins. Samherji bregst við niðurskurði Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, segir að Bretar muni áfram vera nánir bandamenn Bandaríkjanna í bar- áttunni gegn hryðjuverkamönnum. Hann sagði þó engan veginn nóg að beita valdi í þeirri baráttu. Í baráttuna þarf „meira en hern- aðarafl og við munum vinna með bandamönnum okkar að því að ein- angra öfgafólk og við munum sigra í baráttunni um huga og hjörtu fólks,“ sagði Brown. Þetta sagði Brown í fyrstu ræðu sinni á flokks- þingi breska Verkamannaflokksins eftir að hann tók við leiðtogaemb- ættinu af Tony Blair í sumar. Ekki nægir að beita hervaldi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.