Fréttablaðið - 25.09.2007, Side 8

Fréttablaðið - 25.09.2007, Side 8
Traust eignastýring Íslenska lífeyrissjóðsins Lífeyrissparnaður er einn verðmætasti sparnaðurinn þinn og því er mikilvægt að ávaxta hann rétt. Með traustri eignastýringu hefur Íslenski lífeyrissjóðurinn náð góðri ávöxtun fyrir viðskiptavini sína og þannig tryggt þeim fjárhagslegt frelsi við starfslok. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í 410 4040 og fáðu nánari upplýsingar um Íslenska lífeyrissjóðinn. G O TT FÓ LK 20% 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Líf I 16 - 44 ára Líf II 45 - 54 ára Líf III 56 - 64 ára Líf IV 65 ára og eldri Nafnávöxtun sl. 5 ár Nafnávöxtun sl. 12 mán. Nafnávöxtun á ársgrundvelli miðast við 31. júlí 2007. PÍTUBAKKI 2.390 kr. ÁVAXTABAKKI 2.480 kr. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri gó›ir ávextir. N†TT PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* *Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar. Tikka masala kjúklingur, jöklasalatog pítubrau›. Reykt skinka, eggjasalat, jöklasalat og pítubrau›. Nánari uppl‡singar á somi.is N†TT „Ég hef orðið fyrir dónaskap frá viðskiptavin- um fyrir að tala ekki íslensku hér í bakaríinu,“ segir Martina Barandum, háskólanemi frá Austur- ríki og starfsmaður í bakaríinu Sandholti. Sandholt hefur nú í fyrsta skipti ráðið til sín starfsfólk í afgreiðslu sem talar ekki íslensku. Auk Martinu vinna þar tveir starfsmenn frá Póllandi og Frakklandi. Martina segir meirihluta viðskiptavina kurteisan en þó finni hún fyrir pirringi annað slagið. „Tvisvar hefur það komið fyrir að fólk hefur gengið út þegar það kemst að því að ég tala ekki íslensku. Mér leið mjög illa yfir því og fannst það niðurlægjandi.“ Saga Kjartansdóttir, starfsmannastjóri hjá Sandholti, segir það hafa komið fyrir að fólk sem gæti eflaust talað ensku geri það ekki og bíði frekar eftir afgreiðslu hjá íslenskumælandi afgreiðslufólki. „Við höfum tekið eftir þessu meira hjá eldra fólki. Við höfum brugðist við með kurteisi og reynt að halda öllum góðum,“ segir Saga. Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist hafa heyrt að útlensku afgreiðslufólki finnist óþægilegt að fá harkalegt viðmót frá viðskiptavinum. Hann bendir viðskiptavinum á að oft og tíðum skilji afgreiðslufólkið eitthvað í íslensku og er hugsanlega í íslenskunámi. „Þá má hugleiða að ef viðkomandi afgreiðslumanneskja skilji ekki í fyrstu þá þarf ekki endilega að tala hærra og endurtaka sig heldur umorða eða nota einfaldara mál.“ Einar bendir á að það sé eitt prósent atvinnu- leysi á Íslandi og því mikil umframeftirspurn eftir starfsfólki. „Hver og einn getur hjálpað til með því að sýna vinsamlegt viðmót og aðstoða frekar viðkomandi við að læra eitt eða tvö orð.“ Einar segir menn oft gleyma sér í amstri dagsins í stað þess að hugsa til lengri tíma hvernig hægt sé að bæta samfélagið. „Í staðinn fyrir að pirra sig á einhverju ástandi er betra að hugsa hvað maður sjálfur getur gert til að hjálpa til.“ Útlensku starfsfólki sýndur dónaskapur Algengt er að viðskiptavinir sýni erlendu afgreiðslufólki harkalegt viðmót ef það talar ekki íslensku og gangi jafnvel út. Austurrískri afgreiðslustúlku segist líða mjög illa yfir því. Engar eru tölur til um útlendinga í afgreiðslustörfum hjá VR.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.