Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 13
[Hlutabréf]
Jean-Claude Trichet, banka-
stjóri evrópska seðlabank-
ans, gagnrýndi opinbert
fjáraustur franska ríkisins
harðlega í útvarpsviðtali á
sunnudag. Hann sagði eyðslu
Frakka áhyggjuefni og yrðu
þeir að endurskoða stefnu
sína. Allt stefnir í að ekkert
annað land eyði jafnmiklu í
hlutfalli við landsframleiðslu
innan Evrópusambandsins á
árinu, að mati Trichets.
Í síðustu viku sýndu opin-
ber gögn fram á að fjárlaga-
halli franska ríkisins hefði
aukist á milli ára. Í kjölfarið
sagði Francois Fillon, for-
sætisráðherra Frakka, að
fjárhagsstaða franska ríkis-
ins væri afar slæm. Stjórn-
völd stefndu að því fyrir
nokkru að eyða fjárlagahall-
anum á næstu þremur árum.
Þau hafa nú fært markmiðið
aftur til 2012 í skugga
aðstæðna á fjármálamörkuð-
um.
Ríkisstjórn Frakklands
hefur gagnrýnt stýrivaxta-
stefnu Evrópubankans upp á
síðkastið og segir hátt vaxta-
stig hafa leitt til minni hag-
vaxtar í Frakklandi auk þess
sem sterk evra hafi komið
harkalega niður á frönskum
útflutningi.
Frakkar eyða of miklu
Stjórn Alfesca fékk á aðalfundi félagsins í
gær heimild til að skrá hlutafé félagsins í
evrum. Miðað verður við kaupgengið 87,04 á
hlut við skráningu hlutafjárins í evrur og mun
eitt atkvæði fylgja hverri evru í hlutafé í stað
hvers evrusents í hlutafé.
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca,
segir þetta verða gert eins fljótt og hægt er.
„Við erum klár í slaginn og skráum hlutaféð
þegar kauphöllin er tilbúin,“ segir hann og
vísar til þess að málið hafi strandað á tækni-
legum örðugleikum við skráninguna hjá
Kauphöll Íslands.
Straumur ætlaði að skrá hlutafé sitt í evrum
frá fimmtudegi í síðustu viku en því var
frestað eftir að Seðlabankinn gerði lögfræði-
legar og tæknilegar athugasemdir við
skráninguna nokkrum dögum áður en
breytingin átti að taka gildi.
Ólafur er samhljóða William Fall, forstjóra
Straums, að evruskráningin muni auka áhuga
erlendra fjárfesta á þeim félögum sem skrái
hlutafé sitt í evrum. Stjórnendur Alfesca hafi
fundið fyrir því á kynningarferðum á dögun-
um í Ósló í Noregi og í Lundúnum í Bretlandi.
Viðbrögðin voru afar góð, að sögn Ólafs.
„Þegar kauphöllin verður hluti af stærra
svæði verður Alfesca sýnilegra og því gerum
við okkur vonir um að fleiri erlendir aðilar
komi inn í hluthafahópinn,“ segir hann.
Alfesca reiðubúið
fyrir evruskráningu
Félög í eigu Íslendinga hafa tryggt
sér 13,5 prósenta eignarhlut í
bresku verslanakeðjunni Deben-
hams. Baugur Group á 6,7 prósent
og Unity Investment, sem er í eigu
Baugs, FL Group og Kevin Stan-
ford ráða yfir 6,8 prósentum. Til-
kynnt var í ágúst síðastliðnum að
þessi félög réðu yfir 11 prósenta
eignarhlut í Debenhams. Frá
sumarbyrjun hafa þau verið að
bæta við sig hlutum í félaginu.
Í hálffimm fréttum Kaupþings í
gær sagði að verðmæti 13,5 pró-
senta hlutar væri tæpir fjórtán
milljarðar króna. Gengi félagsins
hefði lækkað mikið á þessu ári.
Athyglin beindist meðal annars að
því hvað stjórnendur Baugs
myndu gera. Í júlí hefði félagið til-
kynnt að það hygðist ekki gera
yfirtökutilboð í Debenhams. Það
bindi hendur Baugsmanna fram í
janúar.
Kaupa meira
í Debenhams