Fréttablaðið - 25.09.2007, Page 17

Fréttablaðið - 25.09.2007, Page 17
Dagana 29. september til 2. október mun Daninn Stanley Rosenberg halda námskeið hjá Félagi höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara um aðferðir til að hjálpa einhverfum úr innilokun sinni og koma þeim til félagslegrar virkni. Gunnar Gunnarsson sálfræðingur hefur sérhæft sig í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun og unnið við fagið samhliða sálfræðinni í tíu ár. Hann segir höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnarann Stanley Rosenberg telja að svipaðar streitutengdar, líf- fræðilegar forsendur geti legið að baki einhverfu, þunglyndi og öðru firrtu ástandi. „Stanley vill ekki meina að einhverfa sé meðfædd heldur verði hún langoftast til við eitthvert áfall hvort sem það er fyrir fæðingu, í fæðingu eða eftir fæðingu og telur hann jafnvel að bólusetningar geti valdið því að börn hrökkvi svona inn í sig,“ segir Gunnar og bætir því við að það sama geti gerst þegar fullorðnir verði fyrir áfalli. „Þá getur fólk hrokkið svona inn í sig með þeim afleiðingum að það hættir að geta tjáð sig en það er yfirleitt kennt við mjög djúpt þunglyndi.“ Gunnar segir aðferðina til að losa fólk út úr þessu ástandi nást með höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfn- un. „Aðferðin byggist á því að virkja á ný höfuð- taugarnar sem stjórna heyrn, sjón, andlitsvöðvum, tungu og fleiru til að opna fyrir samskipti á ný,“ segir Gunnar og nefnir sem dæmi drenginn William sem hefur náð sér ótrúlega vel af einhverfu. „Þótt maður geti aðeins merkt að hann sé stirður í tali þá er hann í framhaldsmenntun og á kærustu þannig að hann er farinn að lifa lífinu.“ Námskeiðið er öllum opið en Gunnar segir þá ganga fyrir sem hafa lært höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun. Nánari upplýsingar má finna á vef- síðunni www.cranio.cc. Út úr einhverfunni • Bútasaumsefni • Saumavélar • Námskeið Saumahelgar !!! Örfá sæti laus 12.—14. Október. Skráðu þig strax í síma 894-7979. Kennsla, matur, gisting og frábær félagsskapur Höfum opnað í Reykjavík Kleppsmýrarvegi 8 Reykjavík Eyrarvegi 2a Selfossi Símar: 533-5880 /482-4241

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.