Fréttablaðið - 25.09.2007, Qupperneq 18
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
WHO mælir með brjóstagjöf til
tveggja ára aldurs og það gera
íslenskar ljósmæður líka, þótt
enn virðist fast stimplað í ís-
lenska þjóðarvitund að eitthvað
ósæmilegt sé við mjólkandi
mæður barna sem orðin eru
ársgömul.
„Kostirnir við að halda áfram
brjóstagjöf eftir að barnið er orðið
eins árs eru ótvíræðir og margir,“
segir Katrín Edda Magnúsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og
brjóstagjafarráðgjafi á kvennadeild
Landspítalans.
„Því lengur sem kona hefur barn
á brjósti minnka líkurnar á brjósta,-
legháls- og eggjastokkakrabba-
meini, auk þess sem hún minnkar til
muna hættuna á að fá beinþynningu.
Barnið nýtur þess að fá áframhald-
andi vörn gegn ýmsum sjúkdómum,
og eftir því sem barn er lengur á
brjósti styrkist ónæmiskerfi þess
meira. Móðurmjólkin hefur þá enn
mikið næringargildi, því þótt börn
séu farin að borða alla fæðu um eins
árs aldur þurfa þau enn á mjólk að
halda og alltaf er það betri kostur að
gefa þeim brjóstamjólk en kúa-
mjólk. Móðurmjólkin er hin full-
komna fæða því samsetning hennar
aðlagast jafnóðum aldri barnsins,“
segir Katrín Edda, en mörgum er
innprentað að brjóstagjöf skuli hætt
í síðasta lagi um eins árs aldur.
„Það liggur mikið að baki þessar-
ar yfirlýsingar Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar og að sjálfsögðu
horfum við til sömu markmiða. Í
náttúruumhverfi mjög stórs hluta
mannkyns er eðlilegt að mæður séu
með börn á brjósti til þriggja til
fjögurra ára aldurs, eða þar til þau
venja sig sjálf af. Í því samhengi
eru tvö ár ekkert ógurlegur tími, en
maður þorir varla að horfa lengra
því fólki stendur ógn af framlengdri
brjóstagjöf,“ segir Katrín Edda og
talar um skápabrjóstagjöf.
„Það er þegar konur eru hættar
að segja öðrum frá því að þær séu
enn með barnið á brjósti vegna nei-
kvæðs þrýstings frá fjölskyldunni,
vinum og þjóðfélaginu öllu. Það er
ótrúlegt hvað fólk getur verið leið-
inlegt við þessar konur, en miklu
réttara væri að setja þær á stall.
Börnum er eðlislægt að venja sig af
brjósti fái þau óheftan aðgang að
brjósti móður sinnar við eðlilegar
aðstæður, þótt í langflestum tilfell-
um velji konur að venja börn sín af
brjósti á löngum tíma, því það virð-
ist ákveðin tilhneiging hjá konum að
vilja stjórna öllu frá A til Ö,“ segir
Katrín Edda og leggur áherslu á að
brjóstagjöf sé aldrei bara spurning
um næringu, því hún sé svo margt
annað líka.
„Stór hluti brjóstagjafar er nánd
og hinn andlegi þáttur. Sumir halda
því fram að börn verði ósjálfstæð og
of háð móður sinni, en þvert á móti
koma þau út sem mun sjálfstæðari
einstaklingar en ella. Þetta er engin
tilgáta heldur niðurstöður rann-
sókna,“ segir Katrín Edda og tekur
fram að brjóstagjöf sé alltaf einka-
mál móður og barns.
„Þetta er þeirra einkamál, hvern-
ig sem á það er litið. Það er geysi-
lega erfitt að eiga við fordóma ann-
arra gagnvart konum sem kjósa að
halda áfram að ala börn sín á brjósti
eftir eins árs aldurinn, en mikilvægt
að styðja þær andlega og félagslega.
Hver og ein kona verður hafa trú á
sjálfri sér og göfuga sjálfsmynd,
ásamt því að vera sterk til að þola
mótlætið. Mjólkandi mæður ættu
hvarvetna að fá viðurkenningu fyrir
að gera það besta sem mögulegt er
fyrir barn sitt,“ segir Katrín Edda
og talar um kynslóðabil í skoðana-
skiptum.
„Það er ekki langt síðan allt annar
andi var í þjóðfélaginu gagnvart
brjóstagjöf, en þá var því virkilega
trúað og treyst að þurrmjólk stæði
jafnfætis brjóstamjólk. Nú er þekk-
ingin meiri og alltaf að koma fram
nýjar upplýsingar og rannsóknir
sem styðja lengri brjóstagjöf. Og í
dag er sem betur fer fullt af ömmum
og langömmum smábarna sem
styðja dætur sínar í gegnum þykkt
og þunnt. Það finn ég vel í mínu
starfi.“
Mjólkandi mæður á stall
Vesturlandsvegur
Reykjavík
Mosfellsbær
Húsasmiðj
an
Nóatún
Toppskórinn
Margt Smátt
Vínlandsleið
Sport Outlet
Vínlandsleið 2–4, efri hæð
Grafarholt
PUMA ÚLPA blá eða svörtVerð áður: 9.990
Stærðir: 116–XXL
e inkatímar · hóptímar
hugræn teygjuleikfimi
tai chi · kung fu
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s