Fréttablaðið - 25.09.2007, Síða 19
Sú venja hefur skapast að tileinka
októbermánuð konum með brjósta-
krabbamein. Hefð þessi á rætur að
rekja til Charlotte Haley sem byrj-
aði á því að framleiða og selja fjólu-
bláa borða til styrktar bandarísku
krabbameinsmiðstöðinni (The
National Cancer Institute) fyrir lið-
lega fimmtán árum og Evelyn Lau-
der sem breytti litnum í bleikan
(Pink Ribbon) og markaðssetti í
snyrtivöruverslunum fyrirtækis
síns til styrktar rannsóknum á
brjóstakrabbameini. Í framhaldi af
þessu hefur hinn bleiki borði orðið
einkennistákn hinna ýmsu samtaka
áhugafólks um baráttu gegn brjósta-
krabbameini. Helgun ákveðins dags
og mánaðar er einkum til að vekja
athygli á brjóstakrabbameini og auka meðvitund
kvenna og almennings á sjúkdómnum og örva
konur þannig til sjálfsskoðunar, nýta sér Leitar-
stöðvar og fara í brjóstamyndatöku. Jafnframt er
tilgangurinn að safna fjármagni til rannsókna á
orsök og meðferð brjóstakrabbameina og síðast
en ekki síst til að styðja við konur
og fjölskyldur kvenna með brjósta-
krabbamein. Í ár er mánudagurinn
22. október hinn eiginlegi alþjóðlegi
dagur brjóstakrabbameins og er
meginþema hans að örva hreyfingu
og líkamsrækt meðal kvenna, en
sýnt hefur verið fram á að regluleg
hreyfing minnkar líkur á brjósta-
krabbameini. Tíðni brjóstakrabba-
meins hefur hækkað síðastliðna
áratugi og ein af hverjum níu til tíu
konum í hinum vestræna heimi fær
brjóstakrabbamein. Þrátt fyrir
hærri tíðni hafa lífslíkur kvenna
með brjóstakrabbamein aukist
verulega undanfarinn áratug vegna
snemmgreininga og aukinna mögu-
leika í eftirmeðferð. Eftirfarandi
krabbameinslæknar ákváðu í tilefni af brjósta-
krabbameinsdeginum að skrifa ellefu stuttar
greinar um sjúkdóminn og munu þær birtast í
Fréttablaðinu næstu vikurnar.
Fullorðnir Bretar eru svo tregir til
líkamsræktar að yfirvofandi
hætta á ótímabærum dauða dugar
engan veginn til að koma þeim
upp úr sófunum. Þetta kemur
fram í niðurstöðum breskrar rann-
sóknar á vegum British Heart
Foundation, þar sem aðeins 38
prósent aðspurðra sögðust hreyfa
sig meira ef lífið lægi við.
Sérfræðingar BHF hafa varað
við að hreyfingarleysi sé lífs-
hættulegt öllum; einnig þeim sem
eru í kjörþyngd. Hreyfing og
offita séu tveir ólíkir áhættuþætt-
ir, því þótt menn séu grannir auki
þeir hættu á krabbameini og
hjartasjúkdómum með hreyfing-
arleysi.
Rösklegur göngutúr reyndist
vinsælasta hreyfingin meðal
þeirra 2.100 sem spurðir voru og
kom á undan dansi, sundi og ferð á
líkamsræktarstöð. Aðeins fjögur
prósent sögðust njóta þess að
hreyfa sig.
Þriðjungur sagðist mundu æfa
meira ef þeir sæju af sér niðrandi
mynd eða heyrðu útundan sér að
þeir væru feitir, en í samanburði
sögðust aðeins þrettán prósent
karla og sjö prósent kvenna stunda
hreyfingu til að viðhalda heil-
brigði hjartans.
Afsakanir fyrir hreyfingarleysi
voru ávallt tiltækar og sveifluðust
frá tímaleysi til slæmrar veður-
spár. BHF, sem nú hrindir af stað
herferð til að hvetja fólk til þrjá-
tíu mínútna hreyfingar á dag, stað-
festir að á korters fresti deyi einn
Breti vegna hreyfingarleysis og
því sé vandamálið orðið dauðans
alvara.
Geta drepist úr leti
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103
YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunaræfingar
slökun og hugleiðsla
Sértímar fyrir barnshafandi
og kraftyoga
Allir yoga unnendur velkomnir
www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is
30. september 2007
WORLD HEART
FEDERATION®
A H E A R T F O R L I F E
Co-sponsored by:
Heilbrigt hjarta með samvinnu
Þema Alþjóðlega hjartadagsins í ár heilbrigt hjarta með samvinnu hvetur fólk til að vinna saman að því að
skapa heilbrigt samfélag án hjartasjúkdóma. Hornsteinar samfélagsins svo sem fjölskyldan, skólarnir,
vinnustaðirnir og félagasamtök stuðli að reyklausu umhverfi, reglubundinni hreyfingu og bættu mataræði.
Stöndum saman og tökum þátt í Alþjóðlega hjartadeginum þann 30. september.
W
or
ld
He
ar
tF
ed
er
at
io
n.
©
Lo
is
Gr
ee
nf
ie
ld
Supported globally by: Supported locally by:
kl. 18.00
Dr. Vilmundur Guðnason
forstöðulæknir Hjartaverndar.
Fundarstjóri – Séra Hjálmar Jónsson.
kl. 18.15
Ólöf Elmarsdóttir
hjúkrunarfræðingur Hjartavernd.
kl. 18.30
Þórarinn Sveinsson, dósent í
lífeðlisfræði við Háskóla Íslands.
kl. 18.45
Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent í
næringarfræði við Háskóla Íslands.
kl. 19.30
Margrét Bárðardóttir
sálfræðingur.
kl. 19.45
Karl Andersen yfirlæknir
Hjartarannsóknar.
kl. 20.00
Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir
Hjartavernd.
kl. 20.15
Margrét Albertsdóttir
félagsfræðingur SÍBS.
27. september 2007
Hjarta dagurinn
Kópavogur