Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 36
FRUMS ÝND 28 . SEPT EMBER S ÓLR Ú N BRAGADÓTT IR S I GUR ÐUR F LO SASON TÓNLEIKAR Laugarneskirkju mið. 26. sept. kl. 20:30 Forsala: midi.is Klarínettuleikarinn Guðni Franzson og píanóleikarinn Geoffrey Douglas Madge frumflytja tvö ný verk eftir Atla Heimi Sveins- son í Salnum í Kópavogi á morgun. Guðni Franzson hefur svo ræki- lega sett svip á íslenskt tónlistar- líf undanfarin ár að hann þarf vart að kynna. Hann hefur starfað mikið við hljómsveitarstjórnun og tónsmíðar að undanförnu og því ber vel í veiði að sjá hann koma fram á einleikstónleikum. Meðleikari Guðna er ástralski píanóleikarinn Geoffrey Douglas Madge, sem er einn af virtustu píanistum samtímans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Madge kemur fram hér á landi þar sem hann hélt tónleika í mars 2004 ásamt Kolbeini Bjarnasyni flautu- leikara. Enn fremur hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og hljóðritað með CAPUT-hópnum. Aðspurður um tilurð þess að þeir félagar leiki saman á tónleik- um segir Guðni að ástæðuna megi rekja nokkuð aftur í tímann. „Geoffrey vann stórt verkefni með CAPUT-hópnum fyrir nokkr- um árum síðan. Það fór vel á með okkur og við vorum ákveðnir í að halda áfram að vinna saman. Atli Heimir Sveinsson hefur lengi vitað af Geoffrey og þegar hann hafði veður af því að við hygðum á frekara samstarf ákvað hann að semja verk fyrir okkur.“ Um er að ræða tvö verk, Sónötu fyrir klarínett og píanó og Credo, sem Guðni segir vera sérsniðin að einleikaraþörfum þeirra félaga. Á efnisskrá tónleikanna eru ekki einungis verk eftir Atla Heimi, heldur einnig verk eftir nokkur af athyglisverðustu tón- skáldum seinni tíma. Flutt verða Fjögur stykki op. 5 fyrir klarínett og píanó eftir Alban Berg, Amic- izia fyrir sólóklarínett eftir Ingv- ar Lidholm og Ristur fyrir klarín- ett og píanó eftir Jón Nordal. Guðni segir verkin sem þeir flytja á tónleikunum, utan frum- sömdu tónsmíðanna tveggja, vera hálfgerð gæluverkefni. „Þetta eru fjölbreytt stykki, en þó er einhver þráður sem bindur þau saman, sérstaklega verk Atla Heimis, Albans Berg og Jóns Nordal. Það er einhver samhljómur með þeim.“ Tónleikarnir fara fram, sem fyrr segir, í Salnum á morgun og hefjast þeir klukkan 20. Miðaverð er 2.000 krónur. Dulin hæðni Enid Blyton Kl. 20 Íslensk-belgíska hljómsveitin Sjan Áron, sem skipuð er Hilmari Jenssyni gítarleikara, Heiðu Árna- dóttur söngkonu, Ananta Roosens fiðluleikara og Joachim Badenhorst klarinettuleikara, heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Hljómsveitin leikur frumsamin lög og hefjast tónleikarnir kl. 20. Bandaríkjamaðurinn Scott McLem- ore leiðir tríóið Frisell Projekt á tónleikum í Salnum í kvöld. Tríóið, sem skartar Scott á trommum, Róberti Þórhallssyni á bassa og Sunnu Gunnlaugsdóttur á 30 ára Wurlitzer rafpíanó, leikur tónlist eftir bandaríska gítarleikarann Bill Frisell. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til heiðurs gítarleikara vekur það athygli að slíkan hljóðfæraleikara vantar í Frisell Projekt. „Við vild- um ekki fara út í að herma eftir honum, og það hefði alltaf verið viss hætta á því ef hljómsveitin hefði haft gítarleikara innbyrðis. Við reynum frekar að túlka tónlist- ina hans og útsetja hana upp á nýtt fyrir okkar hljóðfæraskipan. Við höfum þó lagt okkur eftir að við- halda tilfinningunni sem er í lögun- um hans,“ segir Sunna Gunnlaugs- dóttir píanóleikari. Bill Frisell er um margt sérstak- ur tónlistarmaður þar sem erfitt er að skilgreina tónlist hans. Hann hefur sótt efnivið í ýmsar tónlist- artegundir, en þó má greina í tón- list hans sterk áhrif frá banda- rískri þjóðlagatónlist og blús ásamt nútímaklassík, djassi og rokki. „Tónlist Frisells er hálfgerður hrærigrautur, enda hefur hann unnið með margs konar og ólíkum tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Hún fellur þó hugsanlega best undir skilgreininguna djass, vegna þess að í djassinum er allt leyfi- legt. Frisell hefur sjálfur sagt í við- tali að hann reyni að flytja tónlist sem máir út menningarmun og sem gerir hlustendum ómögulegt að heyra hvort flytjendurnir eru svartir eða hvítir, en í Bandaríkj- unum vilja slíkar kynþáttaskil- greiningar gjarnan loða við tón- list,“ segir Sunna. Tríóið hefur túlkun sína á Bill Frisell kl. 20.00 í kvöld og er miða- verð 1.500 kr. Viðhalda tilfinningunni Platan „Kona á mínum aldri“ er komin út á vegum útgáfufyrirtæk- isins Brunnklukkur sf. Þar syngur Íris Jónsdóttir lög og texta eftir Hörð Torfa, Halla Reynis og Orra Harðarson, auk þess sem titillagið er eftir Ingimund Óskarsson. Upptökur og útsetningar ásamt öllum hljóðfæraleik fyrir utan bassa og trommur voru í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. Platan er seld í Hagkaup og munu 500 krón- ur af hverju seldu eintaki renna til styrktar Þórdísi Tinnu Aðalsteins- dóttur sem á í harðri baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Ný plata Írisar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.