Fréttablaðið - 25.09.2007, Síða 38
Tónlistarmaðurinn Brynjar Már
Valdimarsson, eða BMV, er dottinn
niður í annað sæti vinsældalista
grísku útvarpsstöðvarinnar Radio 1
Serres með lag sitt In My Place,
eftir að hafa setið í toppsætinu í
tvær viku.
Á meðal þeirra sem eru fyrir
neðan Brynjar Má á listanum eru
ekki ómerkari flytjendur en James
Blunt, Turin Brakes, Babyshambles
og Amy Winehouse.
Eins og komið hefur fram í Frétta-
blaðinu ætlar Brynjar að gefa út
þriggja laga smáskífu í Grikklandi
til að fylgja eftir vinsældum sínum
þar í landi. Hugsanlega heldur hann
síðan tónleika þar í framhaldinu.
BMV niður í annað sæti
Óhapp! er annað tveggja
nýrra íslenskra leikrita
sem frumsýnd voru í
Þjóðleikhúsinu um helg-
ina. Verkið er eftir Bjarna
Jónsson, en Stefán Jóns-
son leikstýrir.
Frumsýningargestir
voru sællegir að sjá, enda
miklu að fagna þegar leik-
hússtarfið hefst að nýju
að hausti.
Leikarinn Tom Cruise og starfslið
kvikmyndarinar Valkyrie minntust
þeirra Þjóðverja sem börðust gegn
nasistum í síðari heimsstyrjöldinni
með einnar mínútu þögn.
Var athöfnin haldin áður en tökur
hófust í Bendlerblock í Berlín þar
sem andspyrnumennirnir voru
teknir af lífi. Cruise og félögum
hafði upphaflega verið meinað að
taka upp þarna, það þótti ekki við-
eigandi, en á endanum var banninu
aflétt. Fyrst var talið að ástæðan
væri sú að Cruise er fylgismaður
vísindakirkjunnar en þýsk yfirvöld
neituðu því.
Kvikmyndin Valkyrie fjallar um
hershöfðingjann Claus Graf Schenk
von Stauffenberg sem var tekinn af
lífi fyrir að hafa reynt að ráða Adolf
Hitler af dögum árið 1944.
Einnar mínútu þögn
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
20 ára ending
Eirvík kynnir
sportlínuna frá Miele
AFSLÁTTUR
30%
Miele gæði
ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900
Sýningar á leikritinu Pabbinn
eftir Bjarna Hauk Þórsson verða
haldnar í Íslensku óperunni frá
og með 25. október næstkomandi.
Með því að færa sig þangað má
segja að Bjarni Haukur sé
kominn heim aftur því leikrit
hans Hellisbúinn var sýnt í
Íslensku óperunni meira en tvö
hundruð sinnum. Pabbinn hefur
notið mikilla vinsælda síðan
sýningar hófust 29. ágúst
síðastliðinn. Um síðustu helgi var
leikritið sýnt á Akranesi við mjög
góðar undirtektir. Hefur verið
ákveðið að efna til aukasýningar
þar í bæ næstkomandi fimmtudag
og fer miðasala fram í Pennanum.
Pabbinn í
Óperuna
Jack White úr rokkdúettinum The White
Stripes söng með átrúnaðargoði sínu Bob
Dylan á tvennum tónleikum í Nashville
fyrir skömmu. Á þeim fyrri sungu þeir
saman lagið Meet Me in the Morning
og á þeim síðari sungu þeir Outlaw
Blues og One More Cup of
Coffee.
White, sem hefur oft sung-
ið sínar útgáfur af lögum
Dylans, hefur miklar mætur á
meistaranum. „Ég á þrjá feður.
Líffræðilegan föður minn, guð
og Bob Dylan,“ lét hann eitt sinn
hafa eftir sér.
Söng með Bob Dylan