Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 4
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var á meðal frummælenda í umræðum um loftslagsbreytingar og orkumál á heimsþingi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkj- aforseta, Clinton Global Initiative. Ólafur Ragnar lagði áherslu á að fordæmi Íslendinga sýndi að hægt væri á fáeinum áratugum að hverfa frá notkun olíu og kola við framleiðslu á rafmagni og húshitun. Heimsþingið fer fram í New York þessa dagana. Þar hefur farið fram víðtæk umræða um áhrif orkubúskapar heimsins á loftslagsbreytingar. Ólafur Ragnar frummælandi Málþing um umbætur í ríkisrekstri verður haldið í Vík- ingasal Hótel Loftleiða í Reykja- vík 3. október. Yfirskrift mál- þingsins er „Ný ríkisstjórn — ný tækifæri? 15 ráð til ráðherra og stjórnenda hins opinbera til að bæta opinberan rekstur“. Meðal þeirra sem tala á þing- inu eru Þorkell Helgason orku- málastjóri, Margrét S. Björns- dóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og Ómar H. Kristmundsson, doktor í stjórn- sýslufræðum og fyrrverandi skrifstofustjóri Barnaverndar- stofu. Ræða umbæt- ur í ríkisrekstri Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hlaut verð- laun fyrir framlag sitt til vísinda- miðlunar á Vísindavöku Rannís sem haldin var í gær í Listasafni Reykjavíkur. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á mikilvægi þess að miðla þekkingu á vísind- um og vísindastarfi til samfélags- ins og styðja við þá sem sýnt hafa frumkvæði og verið í fararbroddi við miðlun vísinda. Í tilkynningu frá Rannís kemur fram að Ari Trausti hafi um ára- bil unnið ötullega að því að miðla ótal sviðum náttúruvísinda til almennings með fjölbreyttu efni fyrir sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit auk útgáfu bóka. Ari Trausti verðlaunaður Félag íslenskra fræða hefur sent frá sér tilkynn- ingu þar sem það harmar þær hugmyndir sem komið hafa fram um að enska verði gerð að stjórnsýslumáli samhliða íslenskunni og enska verði hið ríkjandi mál íslenskra banka- fyrirtækja. Félagið telur mikilvægt að áfram verði hugsað og talað á íslensku á sem flestum sviðum. Í tilkynningunni segir að Íslending- ar hafi ekki ríkari ástæðu til að taka upp ensku sem stjórnsýslu- mál en aðrar þjóðir. Íslensk tunga sé framlag Íslendinga til heims- menningarinnar og að það væri óbætanlegur skaði ef íslenska yrði aðeins töluð á heimilum en ekki alls staðar í samfélaginu. Vill ekki ensku í stjórnsýsluna George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hvert ríki þurfa að ákveða sínar eigin leið- ir til að draga úr útblæstri gróð- urhús- aloftteg- unda án þess að það komi niður á efnahag. Þetta kom fram í ræðu hans á seinni degi ráðstefnu sextán mestu mengun- arríkja heims varðandi loftslags- mál. Bush lagði til að önnur ráð- stefna yrði haldin að ári þar sem markmið ríkja um niðurskurð yrðu skýrð. Einnig lagði hann til að alþjóðlegur sjóður yrði stofn- aður til að fjármagna rannsóknir á umhverfisvænni orkutækni. Ríki ráði hvaða leiðir þau nota „Við fórum fram á að vinnumarkaðsráð Vinnumálastofn- unar yrðu kölluð saman og fengju fjármuni og tíma til að ræða við atvinnurekendur heima fyrir um hvaða áform þeir hefðu í kjölfar kvótaskerðingarinnar. Nauðsyn- legt hefði verið að gefa heima- mönnum tækifæri til að skilgreina vandann og setja fram sínar hug- myndir um lausnir í kjölfarið,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, spurður um fjöldauppsagnir í fiskvinnslu austan lands og sunnan á fimmtu- dag. „Mér finnst rétt að setja mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar- innar í samhengi við þessar fréttir. Mótvægisaðgerðirnar eru komnar fram en það á eftir að skilgreina hvar áföllin eru líklegust til að verða. Fólk á Eskifirði og í Þorlákshöfn spyr eflaust núna hvernig mótvægisaðgerðirnar mæta þeirra vanda. Uppsagnirnar eru reiðarslag fyrir sveitarfélögin og það fólk sem í hlut á.“ Gylfi telur að ekki hafi verið ástæða til að móta og setja fram aðgerðir til mótvægis við afla- niðurskurð svo snemma sem raun bar vitni. „Við höfðum áhyggjur af því að verið væri að grípa of fljótt inn í og ákveða það fyrirfram hvar yrði niðurskurður. Hópuppsagn- irnar núna sýna að það er mjög óljóst hvernig og hvar fyrirtæki munu hagræða.“ Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra telur að ekki hafi komið til greina að bíða með að hrinda mótvægisaðgerðum ríkis- stjórnarinnar í framkvæmd. Einar bendir á uppsagnir fiskvinnslufólks á Eskifirði og í Þorlákshöfn rökstyðji hversu knýjandi var að sýna vilja stjórnvalda í verki. Hann segir að samráð hafi verið haft við sveitarfélög og hagsmuna- samtök og vandi einstakra svæða hafi einnig verið þekktur. „Við höfðum góðar upplýsingar um stöðu einstakra byggða þannig að ég tel okkur hafa haft forsendur til að koma fram með mótvægis- aðgerðirnar svo fljótt. Hitt er það að fleira sem á að gera er óútfært, sem lítur meðal annars að stöðu sveitarfélaga, þar sem samstarf verður haft við heimamenn.“ Arnar Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka Fisk- vinnslustöðva, sagði við upphaf aðalfundar samtakanna í gær að alls myndu þúsund störf tapast í greininni. Gylfi segir að samfélagið verði að hjálpa fólki til að aðlaga sig að breyttum veruleika því komið hafi fram hjá forsvars- mönnum sjávarútvegsfyrirtækja að störfin séu að tapast til frambúðar. „Þetta gjörbreytir því hvaða aðgerðir stjórnvöld hefðu átt að ráðast í.“ Skilgreina hefði þurft hvar áföll væru líkleg Virkja hefði átt heimamenn til að skilgreina vanda í kjölfar kvótaskerðingar, að mati ASÍ. Þannig hefði mátt gera mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar markvissari. Sjávarútvegsráðherra telur nægilegar upplýsingar hafa legið fyrir. „Ég hef fengið mikil viðbrögð við fréttinni. Fólk hefur sagt mér að það sé mjög hissa og slegið yfir því að viðskiptavinir skuli haga sér svona,“ segir Ásta Soffía Lúðvíksdóttir, starfsmaður í IKEA. Ásta Soffía heyrir ágætlega með hjálp tækja en í Fréttablaðinu á fimmtudaginn kom fram að hún yrði fyrir miklum dónaskap viðskiptavina verslunarinnar. Hún hefur verið spurð hvort hún sé heyrnarlaus eða fáviti og er oft miður sín eftir vinnudaginn. Vegna þessa hefur hún beðið um flutning á milli deilda innan IKEA. Ásta Soffía segist vona að með birtingu fréttar- innar læri fólk að haga sér almennilega. „Ég hef ekki orðið fyrir neinu aðkasti síðan fréttin birtist enda hefur verið frekar rólegt hér í vinnunni.“ Hún hefur fengið mjög mikil viðbrögð innan vinnustaðarins. „Margir hafa sagt við mig hvað það sé gott hjá mér að koma fram og segja frá þessu enda kominn tími til. Mér líður vel með að hafa gert þetta.“ Fólk segist hissa og slegið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.